Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Vinur minn.

Sæll er hver sá ,  er óttast Drottin,

er gengur á hans vegum.

Já, afl handa þinna skalt þú njóta,

sæll ert þú , vel farnast þér .

 

Æ Drottinn hversu er farið fyrir þjóðinni, er eitt sinn lofaði þitt nafn.

Nú i hendur heraga, i hendur ræningjum komin.

Rétt er það að fáir af þjóð þessari , elska þig.  Fáir sem þekkja þig.

 

 

Það skortir mannúð það skortir ást og allt of margir eru úti að þjást.

 

 

Einhver spyr: Hva ..hafa þau ekki heyrt?

  ....jú þessi þjóð hefur sérstaklega heyrt, öll þjóðin.

Það er meina segja einstakt ef við lítum á heiminn og löndin.

Hún skýrist, hún fermist, en hún vill ekki heyra þig, vill ekki trúa.

Barnatrú, barnatrú. Hvar ertu nú?

..var hún í raun sönn, eða var hún í stall við jólasveininn, og álfa og tröll eða sá sem stendur á bakvið aðal púkan Coka cola.

Sorglegt, dapurlegt.

Ég sé sálir sem þig vildu, loka eyrunum og loka augun, og ekki hirtir hvorki umvöndun né áminningu. Bara allt í þykjó...eða.

Eyða frekar tímanum i hégóma og eftirsókn eftir vindi, og  uppskeran er dauðinn, andlegan og svo líkamlegan. 

ég hugga mig við þá bræður og systur , sem hlusta og lifa i þér. 

Sem breytir og þroskast i þér og gefur þér gaum og bænir sínar.

Sem leita hins týnda og fæða hinn hungraða, sem blessar með höndum sinum og erfiðar sakir kærleika er þú stráir i hjörtu vor. 

Abba Faðir .

Takk fyrir daginn sem þú gafst okkur og bænina sem i hjartanu býr.

Kom þú drottinn og gjör hið gamla að engu og nýtt fái að fæðast.

Hjálpa þú þessa þjóð og leið um réttan veg. Í Jesus Krists nafni. Amen.

 

 


Hjartaljóð

Abba Jesus.

Ó, að hróp mitt mætti nálgast auglit þitt, Drottinn,

veit mér skyn eftir orði þínu.

Ó að grátbeiðni mín mætti koma fyrir auglit þitt,c_users_arabina_pictures_holy_spirit_1049245.jpg

frelsa mig samkvæmt fyrirheiti þínu.

Lof um þig skal streyma mér af vörum,

því þú kennir mér lög þín.

Tunga mín skal mæla orð þitt,

því að öll boð þín eru réttlæti.

 

Ég hef útvalið þín fyrirmæli og hönd þín veitir mér lýð.

Lögmál þitt er unun mín og ég þrái hjálpræði þitt, Drottinn.

Ég fer á fætur fyrir dögun og ég fer á fund með þér, þú biður fyrir mér.

þú sem lítur inn í hjarta mitt og skoðar hugrenningar mínar,

þú sérð hvað mikið hjarta mitt þráir, heyrir bæn sálar minnar.

Ég hef séð þig hrifsa útúr eldi, er við hrifsuðum sú sál út úr víti, þar sem hinn breiði langi vegurinn liggur. Og hús hins illa býr.

Ég fer á fætur fyrir dögun Abba, ég fasta fyrir þessa sál, sem í myrkrinu býr.

Sakir elsku þinnar og mikillar miskunn, því ég veit að enginn er verðugur slíka náð er þú gefið okkur. Einnig trúin er úthlutað af þér, þú ert sá sem gefur okkur trú.

Þú valdir mig. Þú fannst mig.

Fyrir mig og trú mína, bið ég nú, 

veldu hana, finndu hana.

Gef þú trú, þitt hjarta svo það slái í takt við þitt.

 Í Jesus Krists nafni.Amen.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband