Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Elskan mín.

25124_1409226434660_1352432889_3082754_4760601_n_2_1109872.jpgVertu í kærleikanum og vertu trúföst. Yfirgef ekki né gleym þú ekki ástina sem ég hef gefið þér.

Þvi ef þú ert ekki heil heilsu og sjúkdómar eða krankleika háir þér, þá þarft þú að leita mín og hlusta, og muna að tala við mig áður en þú heldur áfram, spurðu mig. Leitaðu orða minna og þú munt öðlast visku, og vita.

Treystu ekki á þitt eigið hyggjuvit, þvi baráttur ríkir þar sem þú býrð og miklar truflanir með öllu umhverfi þínu.

En þegar þú leitar mín fyrst , þá leyf þér að hlusta og ég fæ að gæta vega þinna, ég verð búin að fara á undan þér og undirbúa allt fyrir þig.

Hafnaðu öllu illu, stundum er mikið talað út sem styður hið illa, fjarlagt kærleikanum. Illt umtal og slúður tilheyri ekki Kærleikanum, heldur hið ílla. Það særir mig hve oft þið missið ykkur i slíkt, samt vitið þið hvað ber að gera.

Biðjið til friðar öllum þeim sem ráðast á ykkur, hvort sem það er illt umtal eða ákærur. Komdu bara til mín og segðu mér frá málinu.

Ef það er kærumál þá kærðu til mín, sé það hefnd þá segðu mér frá hvað það er sem fær tig til að vilja framkvæma íllt eða tala íllt.

Ég mun taka það frá þér, ég mun færa þér frið og réttlæti mun framgangengt. Ekki hefna þín sjálf. Biddu mig um Kærleikan, sem er jú minn Heilagi Andi. Þvi með honum er ávallt friður og réttlæti útkoman,  ekkert illt getur snert þig

.Með honum hefur þú sigrað.

Með því að gera þetta færðu góða heilsu og sterk bein. Líkamlega góða heilsa og Sála þín líka, því þá verður sálin hamingjusöm og glöð, meina segja í sorgin verður glöð í sinni sorg.

Hvað sem þú gerir og hvert sem þú ferð, minnst þú mín fyrst, og ekki gleyma hve mikið ég elska þig, barnið mitt.

Faðir þinn.

Jesus Kristur.

 

Amen.


Sannir vinir.

_cid_d4f29187-484d-4ea9-b835-cbfc8c74a8d4.jpgFaðir minn.

Ég hef verið að hugsa mikið undanfarið.

Um lífsgæði og hamingjuna. Um hversu mikilvægt það er að hafa þig nálagt.

Abba Faðir minn, viltu þú gefa mér það sem mig vantar svo við fáum uppfyllt lífsgæðin mín.

Mig vantar vini og fjölskyldu og mig langar til að vera sá vinur eins og þú ert. Vinur sem eru vinur i raun.

Þú ert alltaf nálagt, ég þarf aldrei að leita. Stundum þarf ég að bíða, en þá segir þú mér að vera þolinmóð og að þú sért alveg að koma. Þú hunsar mig aldrei eða ert of upptekinn. Og þegar ég er í neyð þá kemur þú áður en ég kalla.

Abba Faðir, mig vantar alvöru vini. Sálir sem þurfa ekki að vera fullkomnar, bara eru heilhjörtuð, sem elska án skilirða.

Mig vantar líka  gott heimili , og ég á ekki heimsins verkfæri sem þarf til að eiga það. Ég hata þessa peninga. Hér í þessum heimi ertu ekkert án þeirra. Svo kallaðir "vinir" líta ekki í áttina til þeirra sem eru án . Og fólk allmennt vill ekki vita af þörf eða skort.

Það vantar Kærleik, það vantar ást og allt of margir eru úti að þjást.

Abba Faðir , snertu fólk með þinum hreina tæra ást. Og gef oss að lita til náungans í neyð hans. 

Að við séum sannir vinir. Vinir i raun.

Amen.

 

Í Jesus Krists nafni.Amen.

 

 


Samtal.

image.jpgFaðir minn .

Ég er í vanda stödd , þar sem sorgin mín er sterkari en ég.

Ég höndla það alveg, bara langar ekki að vera í sorg meira.

Ég þarf að muna að ég er sterkust í veikleika mínum. Að þá er ég að standast í þessari baráttu.

Aldrei mun ég efast. Aldrei skal ég hætta að trúa. Ég og efi erum ekki vinir, og verðum það aldrei.

Nei, Faðir minn , það sem ég vil biðja þig um, er að styrkja mig enn meir, svo að ég verði ekki öðrum til þýngsla. Heldur fái ég lift öðrum upp með krafti þínum , með sæta Heilagan Anda þínum.

Að dýrð og máttur mætti skína í og yfir mér til vitnisburðar um Kærleika þinn.Að þú fáir að komast að í mér , öðrum til hjálpræðis. Og fyrir allar þær sálir sem þú dregur hingað, sem heyra, fái að heyra ,sjá og snerta þig.Eins og ég.

Abba Faðir. Ég elska þig ávallt. Amen.

 

Í Jesus Krists nafni.Amen.


I have to.

Lord, for all of them reading my prayer i want you to bless every singel soul by opening the gates of righteousness, and give us greatful harts so we can praise you with all our beeing.

You are the gate,  through you we may enter.

Save us Lord and make us worthy of seeing your face. Grant us success. Blessed is he who comes in the name of the Lord. From the house of the Lo100_1910.jpgrd you bless us.

You are Good God , open and shine your light upon us. You are my God, and i will and i give thanks. You are my God and i will exalt you.

Your love endures for ever.

In Jesus Krists name i pray ,and give grace and honor.

Amen.


Ég hef kallað á þig allt þitt líf.

Barnið mitt.

 

Mikið er ég glaður að þú fannst mig. Ég hef kallað þig því tímin er stuttur og vonskan magnast og ef ég stytti ekki tíman þá mun mannssálin örmagnast og ég vil miskunna. Loksins get ég sagt þér, hve mikið ég elska þig. Ég er búinn að láta mitt líf fyrir þitt, svo þú þarft ekki að þjást meira. Vertu hjá mér og ekki fara aftur, ég skal taka allar áhyggjur þínar frá þér og gefa lausn á öllum þínum vanda. Öll þín mein og sár mun ég græða, líka þaug sem eru ólæknandi og tárin þín mun snúast i gleðitár og fögnuður og hamingjan mun fylgja  þér. Alla Ást á ég og Kærleikan sér enginn nema fyrir mig. Elsku barnið mitt, þótt þú fullorðin ert eða sjálfstæð vera þá ertu alltaf barnið mitt. Það hefur engin elskað þig eins og ég elska þig né mun það gerast, því ég er Kærleikurinn. Ég þrái það að þú komir loks heim, veislan þín bíður. Komdu núna.

Þinn ástkæri Faðir.

Jesus Kristur.imagecacuzof6_1108168.jpg

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.