Lords Servants.

May it be Lord, to me as you have said.

I belive that everything you Lord have spoken, will be accomplished. Amen.

 

 I Pray;

Glorifiy the Lord,  my soul, 

rejoice in God my Savior,  my spirit.

For he is mindful of the humbel state of His servants.

Call me blessed,  God,  for all your great things that you do for us.

Holy is your name.

Your merci extends to those who fear you, from generation to generation.

Perform mighty deeds with your arm, lift up the humble and fill all who are hungry with good things,

help your servant Israel, remember that you are mercyful.

Remember that we are bear human, remember Jesus. You fellt it too. We love you Lord and we are sorry. I ask of you to give us your power and strength to walk in your light, to hear you and act. We dont have the strength of our own. Remember Jesus that we are weak. Remember that every good thing we do is all because of your power, will and even acts. Without your help and strength we are like the wind, or reflection in the mirror. As soon as we stop looking we forget.

Jesus, hold us tight in your hart. Make us worthy of your light.

In Jesus Christ name, we pray.

Thank you Lord. 

We love you.

Amen.

 


Bænin.

Faðir vor.

Í dag, er fólk sem ekki þekkir mig, en hafa heyrt um mig, að fara að hitta mig. Ég bið þig nú kæri Faðir minn, að framkvæma kraftaverk á mér fyrir framan allt það fólk er ég mun hitta, þér til dýrðar og mér til heilla, þeim til vitnisburða.Og þeir er þú dregur til þín taki við þér. Ég bið þig Drottinn , útrým hið illa og varðveit þú það góða og sá þú þar kærleika þínum. Og er ég svo fer, þá skil eftir tákn um þig og varðveit þú allt til enda. Í Jesus nafni.Amen.


Cause we belive.

                  

Its our prayer, that you God,

take care of our brothers and sisters, take care of them out there. All of youre children, who are lost or in despere, of those with broken harts and sorrow, 

Cause we belive, in the strenght of what you can do.

You are our Father, please carry, our brothers and sisters,

be their light and show them the way, to a new beginning, new hope, a new life.

Bless them Lord. Bless all of us. In youre name we pray. In Jesus name. Amen.


Mikkli dalur.

Sannleikakóngsins sannleiksraust, sá þarf að elska hræsnislaust,  sem er hans undirmann,

  því slægð og lygi hatar hann, hreinhjörtuðum miskunnar hann.

  Ef þú, mín sál í Guði glödd girnist að heyra kóngsins rödd,

gættu þá gjörla hér,  hvað boða Drottins þjónar þér; þeirra kenning raustin hans er.

  Rannsaka, sál mín, orð það ört, að verður spurt: Hvað hefur þú gjört? 

Á hvern umliðinn dag; Iðran gjör og grát þinn hag, Guðs son bið það færa í lag.

  Allt hef ég, Jesus, illa gjört. Allt það að bæta þú kominn ert.

Um allt því ég kvittur er.

Allt mitt líf skal þóknast þér; þar til,  bið ég, hjálpa þú mér.

Því fell ég nú til fóta, frelsarinn Jesus,þér.  Láttu mig nafns þíns njóta.Náð og vægð sýndu mér. 

Ég skal með hlýðni heiðra þig nú og um eilíf alla.

  Þá huggar þú, Herra mig.

Í Jesus nafni. 

Amen.

 


Tónlist, tungumál sálarinnar.

Drottinn.

Ég bið þig um að þú smyrjir hjörtu og huga allra þeirra sem fengið þá náðargjöf að syngja, að þú Guð, gefi þeim smurðar varir og að á rót tungunnar hvíli Andinn þinn Heilagi.Að þú Drottinn fyllir hjörtu þeirra með tónlist þína.

Ég bið þig Faðir, að þú opnir þau eyru er hafa verið lokuð svo þau heyra ekki,mætti eyrun opnast fyrir orð þau sem Heilagi Andi þinn syngur.

Að þú opnir þau augu sem eru lokuð svo orð þín og tónlist fá að opinbera þig og vitna um þig Jesus Krist, með orðum þeim er flæða inní eyru þeirra.

Ég bið lika fyrir þeim sem lesa þessa bæn með mér að þú Drottinn blessar þær sálir í Kærleikanum þínum.

Ég bið þessa bæn í þínu nafni Guð minn, í Jesus Krists nafni.Amen.

 100_1910.jpg


Höfnun.

Það er til fólk sem óttast kærl_cid_d4f29187-484d-4ea9-b835-cbfc8c74a8d4.jpgeikann. Fólk sem hendir henni frekar frá sér. Ég hef skilning á því, það er vegna þess að þeir sem þeir elskuðu höfnuðu þeim. Sumir alveg frá æsku, hafa fengið höfnun frá þeim sem ættu að elska þau. Þannig er hægt að brjóta niður kærleikann i sálu fólks. Barn sem upplifað höfnun strax frá upphafi af foreldrum og ættingjum er hin fullkomnu fórnalömb Djöfulsins. Svo tekur heimurinn við, og heimurinn elskar bara sitt eigið, en gerir hann ekki einu sinni það þá hvar skyldirðu þá finna kærleikann.Þú eignast börn, þú verður ástfanginn og loks máttu elska. Svo stækka börnin og jafnvel rata út i heiminn og týnast. Því börn erum við bara stutta stund, svo tekur heimurinn við og við gleymum kærleikanum. Slíkt fólk getur orðið svo hrætt við kærleika að þau loka fyrir honum svo það verði ekki aftur slíkur sársauki aftur og lokar hjarta sínu.

Fyrir þessum sálum öllum, sem hræðist kærleikann, vil ég biðja Guð almáttugan að snerta hjörtu þeirra og að hann dragi þá til sín, svo að kærleikurinn fái aftur að lifa í hjörtum þeirra. Slíkar sálir sem undirokaðir hafa verið frá æsku af hinu illa. Guð eini getur læknað þær sálir og ég bið Guð minn að umvefja allar þær sálir i kærleika sínum.

Í Jesus Krists nafni. Amen.


Kærleikurinn.

Sorg, söknuður, missir, föðurlaus,  móðurlaus, þrá og langanir. Hærusekkur og smælingi.... Draumar og vonir...ef ekki fyrir trú þá hvað?  Þá hvað?  Ef trúin er ekki.

Vonir, draumar og langanir.

Tilhvers þá að vona?

Ef ekki hægt að vona,  þá tilhvers að dreyma.

Ef ekki dreyma til hvers þá að langa.

Hvað er þá eftir? 

Nema sorg , söknuður , kannski þrá, kannski langanir, eða?

Er það? Ég veit það ekki.

Ef ekki væri fyrir trú mína þá hvað?

En trúin hvaðan kemur hún?

Ég veit þó það, því hún er gjöf frá Guði. Því hvað er maðurinn og mannanna börn að hann sjái þau, líti á þau, á okkur. Mæður og feður yfirgefa börnin sín, og börnin yfirgefa foreldra sinna. Þau hætta að elska , við hættum að elska . Hvað er þá mannveran að Guð almáttugur skyldi líta til og sjá.

Enginn sér hann, nema hann leyfi, engin getur séð það sem hann ekki trúir að sé til.

Hann leit mín, hann sá mig og sagði orð við mig og ég sá hann, og svo er enn i dag. Hann sagði trúðu, og ég leit hann sá hann. Hann gaf mér trú, og meir en það, ég fékk að kynnast honum. Þá sá ég aflverju ég var dáin þótt ég andaði.

Hann sýndi mér kærleikann, sem er hinn sanni kærleikur, hann leit mín. Þá skyldi ég afverju manneskjur fá sorg og söknuð og missir, inn á milli gleði og frið (eða?) Það er auðvelt að gefast upp á heiminum og allt sem i honum er ef maður á ekki kærleikann. Því það er kærleikurinn sem gefur okkur líf, kærleikurinn sem hann gefur.

Slíkur kærleikur verða þær sálir sem hann lítur, því hann býr í hjartanu. Það virðist sem illska og lokuð hjörtu sé tamari manninum, hans eðli.

Hann virðist bara getað fyrirgefið i fyrstu og þá sem barn ef þá,  Hann virðist frekar ljúga en að segja satt, því hver sem segist hafa fyrirgefið enn er ekki, hann hlýtur þá að vera lygari, og ef þarf að fyrirgefa nógu oft sem þarf ef þú þá átt fjölskyldu, vini, kunningja, eða bara samstarfsaðilja, óhjákramlegt held ég á æviskeiðinu allri.

Því Guðkenndi mér það mikilvægasta, hann leit mín og sá mín og sagði trú þú og ég gerði, hann hefði ekki gert það frekar enn mannveran , frekar en móðir mín eða faðir, systir eða bróður, frændur eða frænkur, Drottinn blessi þau öll, hann gerði það. Hef ég einhvern svikið i þessu lífi þá er það Guð, ég hef brotið öll boðorð hans og það meir en einu sinni eða tíu. Fjölskylda mín , yfirgaf mig fyrir minna, vinamissir, sorg og söknuður. Ég hef fyrirgefið öllum allt, og ég fyrirgef öllum allt, vegna kærleikans sem i honum býr. Það er það eina sem ég get launað kærleikanum, að ég fyrirgefi allt og öllum, að eins og hann gaf mér gaum og hlustaði og grátinn minn þá gef ég honum gaum og ég les hans orð eins og hann bað mig er hann á mig leit, og því er mér það kleift. Hans orð er það sem fyllir mig fyrirgefningu og kærleika. Slíkt hef ég aldrei lært hjá manneskjum. Kærleikurinn fyllir mig af vonir og langanir, að vilja og gera. Dauðinn vonar ekki, né þráir. Dauðinn þráir bara dauða . Lífið þráir  líf, þessvegna vonar hún, það líf sem í kærleikanum býr, því engin önnur heimkynni á hún.

Hver vill trúa, hver vill vona?

Ég bið að þú sem ert að lesa meðmér  fái að trúa og öðlast lífið í kærleikanum.

Kærleikurinn á sér nafn, fyrir þá sem vilja kalla. 

Hann heitir Jesus Kristur og orð hans er ekki langt frá þér.


Það er skrifað.

Allur skilningur minn og allt mitt vit, er þinn, i hjarta mínu býr öll viska þín, sem þú plantað og sáð, grætt og bætt í mér.

Þú hefur gefið mig þig, og allt þitt er orðið mitt, ég er orðin þú.Allur vilji þinn er minn, allar mínar vonir og allt sem hjartað mitt þráir.

Og nú, brátt er ég  fullorðin í þér,  þá kallar öll mín sál og allt sem í mér býr.  Það er skrifað fyrir löngu, löngu ráðin ráð. Það er mitt súrefni, mitt allt að ég lifi,  fyrir þig fæddist ég. og fyrir mig Þú sem söngst  ástarljóð fyrir mig í móðurkviði , og er minn tími var komin þá gættir þú mín, Þú sem ert unnusti sálar minnar.

Verkin þín skína í mér, dýrð þína ber ég utan um mig. Tign og kraftur fer fyrir mér, viska og tákn á eftir mér. Og í miðju hjarta mínu hefur þú sett hið dýrmætasta sem Faðir getur veitt, Kærleikurinn Mesti. Því hann hefur valið sér bústað í mér.

Í Jesus nafni. Amen.


Hamingja.

Ekkert  betra er til, en að maðurinn gleðji sig við verk sín.

 Þhesturinn.jpgvi að það er hlutdeild hans.

 

 því að hver kemur honum svo langt, að hann sjái það, sem verður eftir hans dag?

Annað er, að sá maður sem fær að njóta allt sitt strit,

hefur fengið það að gjöf. 

Hamingjan er gjöf , frá Guði.

                                                                                                                                                                                Listamaður:

                                                                                                   Daniel Helgi Jóhannsson Ólsen.


Vinur minn.

Sæll er hver sá ,  er óttast Drottin,

er gengur á hans vegum.

Já, afl handa þinna skalt þú njóta,

sæll ert þú , vel farnast þér .

 

Æ Drottinn hversu er farið fyrir þjóðinni, er eitt sinn lofaði þitt nafn.

Nú i hendur heraga, i hendur ræningjum komin.

Rétt er það að fáir af þjóð þessari , elska þig.  Fáir sem þekkja þig.

 

 

Það skortir mannúð það skortir ást og allt of margir eru úti að þjást.

 

 

Einhver spyr: Hva ..hafa þau ekki heyrt?

  ....jú þessi þjóð hefur sérstaklega heyrt, öll þjóðin.

Það er meina segja einstakt ef við lítum á heiminn og löndin.

Hún skýrist, hún fermist, en hún vill ekki heyra þig, vill ekki trúa.

Barnatrú, barnatrú. Hvar ertu nú?

..var hún í raun sönn, eða var hún í stall við jólasveininn, og álfa og tröll eða sá sem stendur á bakvið aðal púkan Coka cola.

Sorglegt, dapurlegt.

Ég sé sálir sem þig vildu, loka eyrunum og loka augun, og ekki hirtir hvorki umvöndun né áminningu. Bara allt í þykjó...eða.

Eyða frekar tímanum i hégóma og eftirsókn eftir vindi, og  uppskeran er dauðinn, andlegan og svo líkamlegan. 

ég hugga mig við þá bræður og systur , sem hlusta og lifa i þér. 

Sem breytir og þroskast i þér og gefur þér gaum og bænir sínar.

Sem leita hins týnda og fæða hinn hungraða, sem blessar með höndum sinum og erfiðar sakir kærleika er þú stráir i hjörtu vor. 

Abba Faðir .

Takk fyrir daginn sem þú gafst okkur og bænina sem i hjartanu býr.

Kom þú drottinn og gjör hið gamla að engu og nýtt fái að fæðast.

Hjálpa þú þessa þjóð og leið um réttan veg. Í Jesus Krists nafni. Amen.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband