Kærleikurinn.

Sorg, söknuður, missir, föðurlaus,  móðurlaus, þrá og langanir. Hærusekkur og smælingi.... Draumar og vonir...ef ekki fyrir trú þá hvað?  Þá hvað?  Ef trúin er ekki.

Vonir, draumar og langanir.

Tilhvers þá að vona?

Ef ekki hægt að vona,  þá tilhvers að dreyma.

Ef ekki dreyma til hvers þá að langa.

Hvað er þá eftir? 

Nema sorg , söknuður , kannski þrá, kannski langanir, eða?

Er það? Ég veit það ekki.

Ef ekki væri fyrir trú mína þá hvað?

En trúin hvaðan kemur hún?

Ég veit þó það, því hún er gjöf frá Guði. Því hvað er maðurinn og mannanna börn að hann sjái þau, líti á þau, á okkur. Mæður og feður yfirgefa börnin sín, og börnin yfirgefa foreldra sinna. Þau hætta að elska , við hættum að elska . Hvað er þá mannveran að Guð almáttugur skyldi líta til og sjá.

Enginn sér hann, nema hann leyfi, engin getur séð það sem hann ekki trúir að sé til.

Hann leit mín, hann sá mig og sagði orð við mig og ég sá hann, og svo er enn i dag. Hann sagði trúðu, og ég leit hann sá hann. Hann gaf mér trú, og meir en það, ég fékk að kynnast honum. Þá sá ég aflverju ég var dáin þótt ég andaði.

Hann sýndi mér kærleikann, sem er hinn sanni kærleikur, hann leit mín. Þá skyldi ég afverju manneskjur fá sorg og söknuð og missir, inn á milli gleði og frið (eða?) Það er auðvelt að gefast upp á heiminum og allt sem i honum er ef maður á ekki kærleikann. Því það er kærleikurinn sem gefur okkur líf, kærleikurinn sem hann gefur.

Slíkur kærleikur verða þær sálir sem hann lítur, því hann býr í hjartanu. Það virðist sem illska og lokuð hjörtu sé tamari manninum, hans eðli.

Hann virðist bara getað fyrirgefið i fyrstu og þá sem barn ef þá,  Hann virðist frekar ljúga en að segja satt, því hver sem segist hafa fyrirgefið enn er ekki, hann hlýtur þá að vera lygari, og ef þarf að fyrirgefa nógu oft sem þarf ef þú þá átt fjölskyldu, vini, kunningja, eða bara samstarfsaðilja, óhjákramlegt held ég á æviskeiðinu allri.

Því Guðkenndi mér það mikilvægasta, hann leit mín og sá mín og sagði trú þú og ég gerði, hann hefði ekki gert það frekar enn mannveran , frekar en móðir mín eða faðir, systir eða bróður, frændur eða frænkur, Drottinn blessi þau öll, hann gerði það. Hef ég einhvern svikið i þessu lífi þá er það Guð, ég hef brotið öll boðorð hans og það meir en einu sinni eða tíu. Fjölskylda mín , yfirgaf mig fyrir minna, vinamissir, sorg og söknuður. Ég hef fyrirgefið öllum allt, og ég fyrirgef öllum allt, vegna kærleikans sem i honum býr. Það er það eina sem ég get launað kærleikanum, að ég fyrirgefi allt og öllum, að eins og hann gaf mér gaum og hlustaði og grátinn minn þá gef ég honum gaum og ég les hans orð eins og hann bað mig er hann á mig leit, og því er mér það kleift. Hans orð er það sem fyllir mig fyrirgefningu og kærleika. Slíkt hef ég aldrei lært hjá manneskjum. Kærleikurinn fyllir mig af vonir og langanir, að vilja og gera. Dauðinn vonar ekki, né þráir. Dauðinn þráir bara dauða . Lífið þráir  líf, þessvegna vonar hún, það líf sem í kærleikanum býr, því engin önnur heimkynni á hún.

Hver vill trúa, hver vill vona?

Ég bið að þú sem ert að lesa meðmér  fái að trúa og öðlast lífið í kærleikanum.

Kærleikurinn á sér nafn, fyrir þá sem vilja kalla. 

Hann heitir Jesus Kristur og orð hans er ekki langt frá þér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband