Hjartaljóð

Abba Jesus.

Ó, að hróp mitt mætti nálgast auglit þitt, Drottinn,

veit mér skyn eftir orði þínu.

Ó að grátbeiðni mín mætti koma fyrir auglit þitt,c_users_arabina_pictures_holy_spirit_1049245.jpg

frelsa mig samkvæmt fyrirheiti þínu.

Lof um þig skal streyma mér af vörum,

því þú kennir mér lög þín.

Tunga mín skal mæla orð þitt,

því að öll boð þín eru réttlæti.

 

Ég hef útvalið þín fyrirmæli og hönd þín veitir mér lýð.

Lögmál þitt er unun mín og ég þrái hjálpræði þitt, Drottinn.

Ég fer á fætur fyrir dögun og ég fer á fund með þér, þú biður fyrir mér.

þú sem lítur inn í hjarta mitt og skoðar hugrenningar mínar,

þú sérð hvað mikið hjarta mitt þráir, heyrir bæn sálar minnar.

Ég hef séð þig hrifsa útúr eldi, er við hrifsuðum sú sál út úr víti, þar sem hinn breiði langi vegurinn liggur. Og hús hins illa býr.

Ég fer á fætur fyrir dögun Abba, ég fasta fyrir þessa sál, sem í myrkrinu býr.

Sakir elsku þinnar og mikillar miskunn, því ég veit að enginn er verðugur slíka náð er þú gefið okkur. Einnig trúin er úthlutað af þér, þú ert sá sem gefur okkur trú.

Þú valdir mig. Þú fannst mig.

Fyrir mig og trú mína, bið ég nú, 

veldu hana, finndu hana.

Gef þú trú, þitt hjarta svo það slái í takt við þitt.

 Í Jesus Krists nafni.Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.