23.1.2011 | 02:03
Það er skrifað.
Allur skilningur minn og allt mitt vit, er þinn, i hjarta mínu býr öll viska þín, sem þú plantað og sáð, grætt og bætt í mér.
Þú hefur gefið mig þig, og allt þitt er orðið mitt, ég er orðin þú.Allur vilji þinn er minn, allar mínar vonir og allt sem hjartað mitt þráir.
Og nú, brátt er ég fullorðin í þér, þá kallar öll mín sál og allt sem í mér býr. Það er skrifað fyrir löngu, löngu ráðin ráð. Það er mitt súrefni, mitt allt að ég lifi, fyrir þig fæddist ég. og fyrir mig Þú sem söngst ástarljóð fyrir mig í móðurkviði , og er minn tími var komin þá gættir þú mín, Þú sem ert unnusti sálar minnar.
Verkin þín skína í mér, dýrð þína ber ég utan um mig. Tign og kraftur fer fyrir mér, viska og tákn á eftir mér. Og í miðju hjarta mínu hefur þú sett hið dýrmætasta sem Faðir getur veitt, Kærleikurinn Mesti. Því hann hefur valið sér bústað í mér.
Í Jesus nafni. Amen.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Ljóð, Tónlist | Breytt s.d. kl. 02:10 | Facebook
Athugasemdir
Ég bið fyrir þér sem les með mér.
Ég bið að Drottinn Guð blessi þig og dragi þig nær sér, að hann gefi þér trú sem fær sálu þinni það sem hann veit að hún þarfnast, Drottinn Jesus Krist.
Ég bið þess í Jesus nafni. Amen.
Aida., 24.1.2011 kl. 11:32
Amen, blóm amen fyrir því.
Gummi (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.