17.3.2011 | 10:49
Höfnun.
Það er til fólk sem óttast kærleikann. Fólk sem hendir henni frekar frá sér. Ég hef skilning á því, það er vegna þess að þeir sem þeir elskuðu höfnuðu þeim. Sumir alveg frá æsku, hafa fengið höfnun frá þeim sem ættu að elska þau. Þannig er hægt að brjóta niður kærleikann i sálu fólks. Barn sem upplifað höfnun strax frá upphafi af foreldrum og ættingjum er hin fullkomnu fórnalömb Djöfulsins. Svo tekur heimurinn við, og heimurinn elskar bara sitt eigið, en gerir hann ekki einu sinni það þá hvar skyldirðu þá finna kærleikann.Þú eignast börn, þú verður ástfanginn og loks máttu elska. Svo stækka börnin og jafnvel rata út i heiminn og týnast. Því börn erum við bara stutta stund, svo tekur heimurinn við og við gleymum kærleikanum. Slíkt fólk getur orðið svo hrætt við kærleika að þau loka fyrir honum svo það verði ekki aftur slíkur sársauki aftur og lokar hjarta sínu.
Fyrir þessum sálum öllum, sem hræðist kærleikann, vil ég biðja Guð almáttugan að snerta hjörtu þeirra og að hann dragi þá til sín, svo að kærleikurinn fái aftur að lifa í hjörtum þeirra. Slíkar sálir sem undirokaðir hafa verið frá æsku af hinu illa. Guð eini getur læknað þær sálir og ég bið Guð minn að umvefja allar þær sálir i kærleika sínum.
Í Jesus Krists nafni. Amen.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.