"Hvildardagur er feginsdagur!

Svo segir Drottinn,Guð vor um þennan dag:,,
,,Sú fasta sem mér líkar,er að leysa fjötra ranngsleitninnar,láta rakna bönd oksins,gefa frjálsa hina hrjáðu og sundurbrjóta sérhvert ok,það er,að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu,hysir bágstadda,hælislausa menn,og ef þú sérð klæðislausan mann,að þú þá klæðir hann og firrist eigi þann,sem er hold þitt og blóð.Þá skal ljós þitt bruna fram sem morgunroði og sár þitt gróa bráðlega,þá mun réttlæti þitt fara fyrir þér,dýrð Drottins fylgja á eftir þér.Þá muny þú kalla á Drottin,og hann mun svara,þú munt hrópa á hjálp og hann segja:,,Hér er ég!"Ef þú hættir allri undirokun,hæðnisbendingum og illmælum,ef þú réttir hinum hungraða brauð þitt og seður þann sem bágt á,þá mun ljós þitt renna upp i myrkrinu og niðdimman i kríngum þig verða sem hábjartur dagur.Þá mun Drottinn stöðugt leiða þig og seðja þig,þótt þú sért á vatnslausum stöðum,og styrkja bein þín og þú munt verða sem uppsprettu lind,er aldrei þrýtur.Þá munu afkomendur þínir byggja upp hinar fornu borgarrústir,og þú munt reisa að nýu múrveggina,er legið hafa við velli marga mannsaldra,og þú munt þá nefndur verða múrskarða-fyllir,farbrauta-bætir."Ef þú varast að vanhelga hvildardaginn,varast að gegna störfum þínum á helgum degi mínum,ef þú kallar hvíldardaginn feginsdag,hinn helga dag Drottins heiðursdag og virðir hann svo,að þú framkvæmir ekki fyrirætlanir þínar,annast ekki störf þín né talar hégómaorð,þá munt þú gleðjast yfir Drottni og þá mun Drottinn láta þig njóta arfleifðar Jakobs föður þíns,því munnur Drottins hefur talað það."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Hjartanlega sammála :)

Mofi, 25.2.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: Aida.

Takk fyrir Mofi.

Og takk fyrir innlitð.

Aida., 25.2.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband