"Sönn ást 2

Hvert er unnusti þinn genginn,
þú hin fegursta meðal kvenna?
Hvert hefur unnusti þinn farið,
að vér megum leita hans með þér?

-Unnusti minn gekk ofan í garð sinn,
að balsambeðunum,
til þess að skemmta sér í görðunum
og til að týna liljur.
'Eg heyri unnusta mínum,og unnusti
minn heyrir mér,
hann sem skemtir sér meðal liljanna.

-Fögur ertu,vina mín,eins og Tirsa,
yndisleg eins og Jerúsalem,
ægileg sem herflokkar.
Snú frá mér augum þínum,þvi að þau hræða mig.
Hár þitt er sem geitahjörð,
sem rennur niður Gileaðsfjall.
Tennur þínar eru eins og hópur af ám,
sem koma af sundi,
sem allar eru tvílembdar
og enginn lamblaus meðal þeirra.
Vangi þinn er eins og kinn á granatepli
út um skýluraufina.
Sextiu eru drottningarnar og áttatíu
hjákonurnar
og óteljandi ungfrúr.
En ein er dúfa mín,ljúfan mín,
einkabarn móður sinnar,
augasteinn þeirrar er ól hana.
Meyjarnar sáu hana og sögðu hana
sæla,
og drottningar og hjákonur víðfrægðu
hana.
Hver er sú sem horfir niður eins og,
morgunroðinn,
fögur sem mánin,hrein sem sólin,
ægileg sem herflokkar?
'Eg hafði gengið ofan í hnotgarðinn
til þess að skoða gróðurinn í dalnum,
til þess að skoða,hvort vínviðurinn
væri farin að bruma,
hvort granateplatrén væri farin að
blómgast.
'Aður en ég vissi af,hafði löngun mín
leitt mig
að vögnum manna höfðingja nokkurs.

Snú þér við,Súlamít,
snú þer við,svo að vér
fáum séð þig!

Hvað viljið þér sjá á Súlamít?
Er það dansinn í tvíflokknum?

Hversu fagrir eru fætur þínir í
ilskónum,
höfðingjadóttir!
'Avali mjaðma þinna er eins og hálsmen,
handaverk listasmíðs,
skaut þitt kringlótt skál,
er eigi má skorta vínblönduna,
kviður þinn hveitibingur,
kringsettur liljum,
brjóst þín eins og tveir rádýrskálfar,
skóggeitar-tvíburar.
Háls þinn er eins og fílabeinsturn,
augu þín sem tjarnir hjá Hesbon,
við hlið Batrabbím,
nef þitt eins og Líbanonsturninn,
sem veit af Damaskus.
Höfuðið á þér er eins og Karmel
og höfuðhár þitt sem purpuri,
konungurinn er fjötraður af lokkunum,
Hversu fögur ertu og yndisleg
ertu,
ástin mín,í yndisnautnunum.
Vöxtur þinn líkist pálmavið
og brjóst þín vínberjum.
'Eg hugsa:'Eg verð að fara upp í
pálmann,
grípa í greinar hans.
'O,að brjóst þín mættu líkjast berjum
vínviðarins
og ilmurinn úr nefi þínu eplum,
og gómur þinn góðu víni.

Sem unnusta mínum rennur liðugt
niður,
líðandi yfir varir og tennur.
'Eg heyri unnusta mínum,
og til mín er löngunn hans.
Kom,unnusti minn,við skulum fara út
á víðan vang,
hafast við meðal kypurblómanna.
Við skulum fara snemma upp í
víngarðana,
sjá, hvort víviðurinn er farin að bruma,
hvort blómin eru farin að ljúkast upp,
hvort granateplatrén eru farin að blómgast.
Þar vil ég gefa þér ást mína.
'Astareplin anga
og yfir dyrum okkar eru alls konar
dýrir ávextir,
nýir og gamlir,unnusti minn,
ég hefi geymt þér þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

amen flott og Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 27.2.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband