28.2.2008 | 15:49
"Alvæpni Guðs.
Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans.
Klæðist alvæpni Guðs,til þess að þér getið staðist
vélabrögð djöfulsins.
Því að baráttan,sem vér eigum í,er ekki við menn af
holdi og blóði,heldur við tignirnar og völdin,
við heimsdrottna þessa myrkurs,við andaverur vonskunnar
í himingeimnum.
Takið því alvæpni Guðs,til þess að þér getið veitt mótstöðu
á hinum vonda degi og haldið velli,þegar þér hafið sigrað allt.
Standið því gyrtir sannleikan um lendar yðar og klæddir brynju
réttlætisins og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja
fagnaðarboðskap friðarins.
Takið umfram allt skjöld trúarinnar,sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda.
Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans,sem er Guðs orð.
Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda.
Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum.
Biðjið fyrir mér,að mér verði gefin orð að mæla,þá er ég lýk upp munni
mínum,til þess að ég kunngjöri með djörfung leyndardóm fagnaðarerindisins.
Þess boðberi er ég í fjötrum mínum.
Biðjið,að ég geti flutt það með djörfung,eins og mér ber að tala.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Eitt af mínum uppáhalds lesningum í Biblíunni
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 15:56
Sammála Birnu, þetta er svo hnitmiðuð og sönn orð.
Linda, 28.2.2008 kl. 15:59
Takk stelpur fyrir innlitið og hvettningu.
Aida., 28.2.2008 kl. 16:01
Takk það er gott að lesa þína síðu og Guð blessi þig Hallelúja
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 28.2.2008 kl. 22:40
Takk fyrir inlitið Gulli,og hvattninguna.
Þín síða er líka frábær og kikji ég á hana á hverjum degi.
Aida., 29.2.2008 kl. 09:40
TAKK fyrir það.Ég kíki líka á þína á hverjum degi
Guð blessi þig
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 29.2.2008 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.