"Tjáningafrelsi.

Tungan!

Ef við leggjum hestum beisli í munn,

til þess að þeir hlýði oss,þá getum við stýrt öllum líkama þeirra.

Sjá einnig skipin, svo stór sem þau eru og rekin af hörðum vindum.

Þeim verður stýrt með mjög litlu stýri, hvert sem stýrimaðurinn vill.

Þannig er líka tungan lítill limur en lætur mikið yfir sér.

Sjá hversu lítill neisti getur kveikt í miklum skógi.

Tungan er líka eldur.

Tungan er ranglætisheimur meðal lima vorra.

Hún flekkar allan líkamann og kveikir í hjóli tilverunnar,

en er sjálf tendruð af helvíti.

Allar tegunda dýra hafa mennirnir tamið,

en tunguna getur enginn maður tamið,

þessa óhemju,sem er full af banvænu eitri.

Með henni vegsömum við Guð og með henni formælum

við mönnum, sem skapaðir eru í líkingu Guðs.

Öll hrösum við margvíslega.

Hrasi einhver ekki í orði, þá er hann maður fullkominn,

fær um að hafa stjórn á öllum líkama sinum.

Sú speki sem að ofan er,hún er í fyrsta lagi hrein,

því næst friðsöm, ljúfleg, sáttgjörn, full miskunnar

og góðra ávaxta, óhlutdræg, hræsnislaus.

En ávexti réttlætisins verður sáð í friði þeim til handa,

er frið semja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þörf lesning.Takk .Gleðilega hátíð

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 14:24

2 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

amen Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 23.3.2008 kl. 19:31

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl Arabina
Gleðilega páska.
Biðjum Jerúsalem friðar.
Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.3.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband