17.5.2008 | 12:14
Kærleikurinn.
Hver fögur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans.
Af kærleik sprottin auðmýkt er, við aðra vægð og góðvild hver
og friðsemd hrein og hógvært geð og hjartaprýði stilling með.
Vér limir Jesú líkamans, er laugast höfum blóði hans,
í sátt og eining ættum fast með elsku hreinni að samtengjast,
því ein er skírn og ein er von og ein er trú á Krist, Guðs son.
Og einn er faðir allra sá, er æðstan kærleik sýndi þá,
er sinn hann eigin son gaf oss og síðan andans dýra hnoss,
þess anda, er helgar hjarta manns og heim oss býr til sæluranns.
'O, látum hreinan hjörtum í og heitan kærleik búa því,
að eins og systkin saman hér í sátt og friði lifum vér,
Vor hæsti faðir himnum á sín hjartkær börn oss kallar þá.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Kæru trúsystkini, fyrirgefið mér fjarveruna.
Þurfti að skreppa smá frá.Takk öll fyrir hlýjar kveðjur, það gleður mig mikið.
Eg get þvi miður ekki skrifað eins oft og ég sjálf hefði viljað, timin leyfir það ekki en fæ samt tima til að láta vita af mér 1-2 í viku i sumar.
Þið eruð öll yndisleg og ómetanleg.Vona að eg fái að heyra frá ykkur bráðlega.
Kær kveðja.Aida.
Aida., 17.5.2008 kl. 12:22
Sæl og blessuð.
Takk innilega fyrir þennan fallega texta.
Guð blessi þig og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.5.2008 kl. 17:35
Takk Aida, vertu velkomin aftur elsku vina, maður var eiginlega komin með smá áhyggjur af þér, og það eru gleðitíðindi að slíkt hafi verið óþarfi.
Knús
Linda, 17.5.2008 kl. 21:44
Takk fyrir góð orð.
Njóttu dagsins.
Hafdís Lilja Pétursdóttir, 18.5.2008 kl. 07:53
Gott að heyra í þér Aida
Takk fyrir góða færslu
Kær Kveðja
Birgirsm, 18.5.2008 kl. 15:13
Takk fyrir innlitið öll sömul.
Og ég bið Drottinn að varðveita og blessa ykkur öll, i Jesú nafni Amen.
Aida., 18.5.2008 kl. 16:37
Það var gaman að hitta þig .Guð blessi þig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 16:06
Hafdís Lilja Pétursdóttir, 20.5.2008 kl. 05:07
Leit við.
Hafdís Lilja Pétursdóttir, 21.5.2008 kl. 07:46
Í bókinni Dayly word for women stendur á bls. 335:
Prayer is the reffreshing break that brings me comfort and peace of mind.
Njóttu dagsins og lífsins.
Hafdís Lilja Pétursdóttir, 24.5.2008 kl. 08:10
Leit við
Hafdís Lilja Pétursdóttir, 27.5.2008 kl. 06:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.