Þitt orð.

'O, Herra Jesús, hjá oss ver, því heims á vegum dimma fer,

þitt orðaljósið lát oss hjá með ljóma hreinum skínið fá.

Þótt ill sé tíð og öldin spillt, lát oss, þinn lýð, ei fara villt,

en hjá oss æ þitt haldast orð og helga skírn og náðarborð.

'O, Kristur, þína kirkju styð, þótt kuldi og svefn oss loði við,

og kenning þinni götu greið, um gjörvöll löndin hana breið.

Það náði, Guð, þín miskunn mild, hvað margir kenna að eigin vild

og hærra meta hugboð sitt en heilagt sannleiks-orðið þitt.

Ei oss ber heiður, heldur þér, en heiður þinn,ó, Jesús, er

að sigri haldi hjörðin sú, er heiðrar þig með réttri trú.

Þitt orð er sálar æðsta hnoss, þitt orð er sverð og skjöldur oss.

Þótt annað veltist veröld í, oss veit til enda að halda því.

Þitt heilagt orðið heims í nauð sé, Herra kær, vort daglegt brauð,

oss leiðsögn holl um harmadal og himins inn í gleðisal.

I Jesú nafni.Amen,amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

amen  og Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 19.6.2008 kl. 17:26

2 identicon

R . S (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 12:51

3 identicon

Guð blessi þig og þína elsku Aida!!!

Ása (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 23:07

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Arabina.

Kærar þakkir fyrir fallegan texta. Ég skoðaði færslurnar sem komu á meðan ég var í Reykjavík. Yndislegt og vel valið.

Guð blessi þig og launi fyrir að setja þessa fallegu texta á bloggið.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.6.2008 kl. 23:25

5 Smámynd: Aida.

Takk fyrir innlitið kæru vinir og Drottinn blessi ykkur öll ríkulega i Jesú nafni. Amen.

Aida., 21.6.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.