Alvæpni Guðs.

Guðs alvæpni taktu og trúfastur ver.

Þá viðnám þú veitir, er vopnum þeim beitir,

og sigrinum heitir hinn sigrandi þér.

Guðs alvæpni taktu og öruggur ver,

svo óvinir eigi á orrustu degi

að óvörum megi fá unnið á þér.

Guðs alvæpni berðu og vakandi ver,

og beittu á verði Guðs blikandi sverði,

þótt veröldin herði sín vélráð að þér.

Guðs alvæpni fágað í fylkingu ber,

og berðu fram skjöldinn, er skelfir þig öldin,

þá myrkranna völdin ei mega við þér.

Guðs alvæpni dýrast mun duga þér vel

á ævinnar vegi, á úrslitadegi þá bugast þú eigi, en brosir við hel.

Drottinn. 'Eg hef þér heitið, Jesús,

að hlýða og fylgja þér.

Þú vinur, bróður bestur, þitt boð sé heilagt mér.

'Eg vil ekki frá þér víkja, þú veitir styrk og lið.

'Eg þarf ekkert að óttast, ef þú ert mér við hlið.

'Eg hef þér heitið, Jesús, því heit þitt gafstu mér.

'O láttu líf mitt verða til lofs og dýrðar þér.

'I Jesús heilaga nafni Amen,amen.

Blessa þú alla er lesa þetta í nafni þínu Jesús.Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

amen Hallelúja Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 22.6.2008 kl. 12:03

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Arabina.

Fallegur texti.

Kærar þakkir að setja hann á netið.

Guð blessi þig.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.6.2008 kl. 15:39

3 identicon

Takk fyrir yndislegan texta elsku Aida!!

Ása (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.