18.12.2008 | 00:37
Kraftaverk
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Ljóð | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- 10.6.2012 Faðir Vor.
- 31.12.2011 Vestur,vestur.
- 13.12.2011 You died for sinners like me.
- 3.12.2011 A letter from Love. Bréf frá Kærleikanum.
- 11.11.2011 Please pray with me!
- 17.9.2011 Elskan mín.
- 14.9.2011 Sannir vinir.
- 13.9.2011 Samtal.
- 6.9.2011 I have to.
- 5.9.2011 Ég hef kallað á þig allt þitt líf.
- 21.8.2011 Lords Servants.
- 4.4.2011 Bænin.
- 3.4.2011 Cause we belive.
- 2.4.2011 Mikkli dalur.
- 19.3.2011 Tónlist, tungumál sálarinnar.
Færsluflokkar
Eldri færslur
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- coke
- adalbjornleifsson
- doralara
- svavaralfred
- trumal
- olijoe
- krist
- kiddikef
- rosaadalsteinsdottir
- sur
- zeriaph
- gattin
- gudrunp
- birgirsm
- offari
- engilstina
- eyglohjaltalin
- jakobsmagg
- hafdis
- skulablogg
- arncarol
- baenamaer
- kafteinninn
- siggagudna
- yousef
- huldumenn
- salmann
- bbv1950
- enoch
- vefritid
- judas
- gbo
- steinibriem
- aloevera
- lifsrettur
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
youtube
http://www.youtube.com/watch?v=Mo6nCFC0igU&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=WSb6nl1DCgs
http://www.youtube.com/watch?v=gR57M80-rzE
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Hvaða vitleysu ertu að lesa?
- Greining á eignum hlutabréfasjóða
- Það er alltaf óvissa
- Mikið virði í Íslenskum verðbréfum
- Afkoma Haga styrktist á fjórðungnum
- Hagnaður Ölgerðarinnar dregst saman um 22%
- Erum rétt að byrja
- Hrönn stýrir Kríu
- Skuggagervigreind eykur líkur á árásum
- Ísleifur nýr forstöðumaður hjá Ofar
Athugasemdir
Hallelúja Amen Guð er góður
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 18.12.2008 kl. 07:36
Kraftaverk. Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 18.12.2008 kl. 10:04
Sæl og blessuð
Sammála þér. Dásamlegt að drengurinn hefur hlotið lækningu.
Ég bað Jesú að lækna mig af flogaveiki þegar ég var 13 ára. Jesús læknaði mig.
Dýrð sé Guði.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.12.2008 kl. 12:11
Hér er annað kraftaverk: Guð skapar fót inni í heila barns. Halelúja!
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.12.2008 kl. 12:52
Mér þykir leiðinlegt að skemma halelúja-partýið ykkar, en það var læknir sem læknaði drenginn. Læknir sem hefur menntað sig og orðið fær í sínu starfi.
Hvernig væri nú að tileinka honum, og öðrum sem að aðgerðinni komu, heiðurinn að þessu?
bjkemur (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 14:25
Sæll aftur Bjkemur.
Guð gaf okkur öllum talentur. Guð gaf fólki sem lærir læknisfræði talentur. Þau nota sínar talentur fyrir okkur sem þurfum á þeim að halda. Oft geta læknar ekkert gert og hafa sjálfir viðurkennt að þarna var um kraftaverk að ræða.
Guð blessi alla lækna og allt hjúkrunarfólk. Megi Guð gefa þeim öllum visku og vísdóm.
Bjkemur, vertu Guði falinn.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.12.2008 kl. 17:24
Já Arabína mín, þetta er svo sannarlega kraftaverk, og bara sýnishorn af því sem koma skal, tíminn nálgast þar jafnvel þeir vantrúuðu verða orðlausir, því almættið mun gera það sem gera þarf.
bk.
Linda.
Linda, 18.12.2008 kl. 18:03
Amen, frábært.Líka skemmtilegt hvað vantrúaðir eru uppteknir að okkar trú.Gargandi snilld bara
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 18:11
Vantrú er trú...
Árni þór, 18.12.2008 kl. 20:39
Æ, Árni - er þetta ekki dálítið þreytt? "Heyrnarleysi er heyrn, samkynhneigð er gagnkynhneigð, Sjálfstæðisflokkurinn er kommúnískur." Þó þú endurtakir eitthvað nógu oft verður það ekki satt.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.12.2008 kl. 22:40
Sæl öll og veriði blessuð.
Takk fyrir fallegar kveðjur.
Eg trúi svo sannarlega á kraftaverk i nafni Guðs, enda upplifað þau mörg þegar ég sjálf á í hlut en lika gegnum bænir fyrir aðra. Sannleikurinn er sá að allt er ég hef beðið Drottinn minn um i gegnum tiðir hefur hann bænheyrt og veitt mér að fá, að sjá, að smakka. Ekki alltaf á þeim tima er eg hefði viljað, en fyrir rest.
Stundum hef eg þurft að biða lengi, en oft svarar hann strax.
Eg er samt þakklát fyrir öll þau skifti er eg þurft að biða, bæði hefur trúarstaðfestan styrkts en lika vegna þess að þegar hann gefur þá verður það ekki aftur tekið og sér hann til þess að rétti timin sé svo að það verði varanlegt og lika sakir þeirra er hann vill opinbera.
Mér finnstv alveg merkilegt fvernig margir bregða við er hans nafn er talað ut og honum gefið dyrðinna.
Og ég trúi því að slíkt fólk sem sagt vantrúað fólk liði mjög illa.
Þess vegna vil ég lika taka mér tíma hér
og nú að biðja fyrir þeim í Jesú nafni.
'Eg bið að Drottinn opinberi sig þeim til heilla eins og hann gerði fyrir mig, að hann gefi þeim sitt hjarta og heilagan anda sinn.
Þess bið eg i Jesú nafni.Amen,amen.
Aida., 18.12.2008 kl. 23:07
Sæl Rósa
Þú segir: "Guð gaf okkur öllum talentur. Guð gaf fólki sem lærir læknisfræði talentur. Þau nota sínar talentur fyrir okkur sem þurfum á þeim að halda. Oft geta læknar ekkert gert og hafa sjálfir viðurkennt að þarna var um kraftaverk að ræða."
Þá hlýtur guð að hafa verið vondur að gefa bara sumum talentur en öðrum ekki. Gefið sumum gott líf, en gert öðurm að fæðast í hungursneyð og vesæld. Og úr því guð gaf talentur, hlýtur hann að hafa gefið ótalentur líka, og jafnvel sumum mönnum talentur til að verða barnaníðingar og síðan gaf hann þeim páfa sem var svo talentaður að hann gat passað upp á að ekki kæmist upp um 5.000 barnaníðinga. Jú og ekki gleyma mjög svo talentuðum mönnum eins og Pinochet, Hitler og Milosevic, allt saman talentaðir menn.
Hann er svo sannarlega gjafmildur á talentuna hann guð
bjkemur (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 00:35
og eitt enn Rósa, læknarnir í þessu tilviki gerðu þetta víst sjálfir, þeir efuðust bara um eigin getu þar sem líkurnar voru á móti þeim.
Hvað mynduð þið hin ofsatrúuðu annars segja ef sömu læknar tækjust nú á hendur aðra nákvæmlega eins aðgerð sem ekki myndi ganga svona vel? Eflaust hefur guð þá hugsað að hann myndi ekki vilja blessa næsta einstakling með sömu lækningu, nú eða þá að hann ætti það ekki skilið vegna synda feðra sinna.
Já það er magnað hvað guð fer í mikið manngreinarálit þegar hann ákveður hverja skuli lækna og hverja ekki.
bjkemur (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 00:39
Sæl og blessuð Aida mín!
Gott hjá þér að koma með þessa frétt um kraftaverk!
Guð veri með þér um hátíðirnar!
Kær kveðja Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 19.12.2008 kl. 00:53
bjkemur.
Það er auðvellt fyrir folk sem ekki þekkja Jesú að tala eins og þu gerir.
Málið er að hann læknar alla sem biðja hann af hjarta,huga og sál, en það þarf að biðja hann.
Syndir feðranna kemur ekki niður á börnum.
Við erum öll einstök i augum hans og við fá öll sama valið, rétt eins og þu ert búinnað velja að hafa ekkert með hann að gera.
Þú ættir nú fyrst að prófa,þar eð ef hjarta þitt er ekki forhert.
Aida., 19.12.2008 kl. 09:33
Hann læknaði ekki Pál þegar hann bað Guð um lækningu:
Ef kristnir setja þetta þannig upp að Guð lækni alla sem biðja Hann þá er Guð annað hvort að neita öllum þeim kristnum sem deyja úr sjúkdómum eða allt það fólk var ekki alvöru kristið fólk. Heilsa, hamingja og velgengni í þessu lífi er ekki það sem Jesús kom til að boða og bjóða upp á og þeir sem koma til Krists viljandi fá velgengni í þessu lífi geta orðið fyrir miklum vonbrigðum.
Mofi, 19.12.2008 kl. 10:28
Verði mér af minni trú, í Jesú nafni.
Amen.
Verði þér af þinni trú, í Jesú nafni.Amen
Aida., 19.12.2008 kl. 10:34
Og til þess að ég skuli ekki ofmetnast af hinum miklu opinberum er mér gefið fleinn í holdið, satans engill, sem slær mig til þess að ég skuli ekki líta of stórt á mig.
Þrisvar hef ég beðið Drottinn þess að láta hann fara frá mér.
Og hann hefur svarað mér:,, náð mín nægir þér því að mátturinn fullkomnast í veikleika.,,
Þvi vil ég helst hrósa mér af veikleika minum til þess að kraftur Krists taki sér bústað í mér.
Þess vegna uni ég mér vel í veikleika, i misþyrmingum, í nauðum, í ofsóknum, í þrengingum vegna Krists.
Þegar ég er veikur er ég máttugur.
Eg er þess fullvis Mófi að þú miskilur þetta allt saman.
Þeir sem ákalla hann af hjarta huga og sál er ekkert um megn.
Aida., 19.12.2008 kl. 10:48
Sæll og blessaður Bjkemur.
Guð gaf öllum talentur. En þær eru ekki allar eins. Syndin kemur frá Satan og það sem barnaníðingar gera er synd og skömm.
Bjkemur skrifar: "og síðan gaf hann þeim páfa sem var svo talentaður að hann gat passað upp á að ekki kæmist upp um 5.000 barnaníðinga. Jú og ekki gleyma mjög svo talentuðum mönnum eins og Pinochet, Hitler og Milosevic, allt saman talentaðir menn." Þetta eru alls ekki talentur heldur mjög mikil synd og glæpsamleg verk sem þessir menn hafa framið gegn mannkyni. Að það skuli einhver vera til sem blandar þessu saman kemur mér mjög mikið á óvart. Megi almáttugur Guð miskunna þér.
Það fer ekki alltaf eftir hvort um sömu lækna sé að ræða heldur hvort sjúklingurinn hafi haft trú sjálfur og einnig fullt af fyrirbiðjendum.
Margir eru hungraðir í heimi þessum vegna gjörða þeirra sem ráða þar ríkjum og nú getum við séð dæmi um það hér á Íslandi. Fáeinir menn hafa strandað skútunni okkar og ráðamenn þjóðarinnar eru ráðalausir að mínu mati. Þeir hækka og hækka vörur sem hefur áhrif á vísitölu og á sama tíma rýrnar kaupmáttur og fólk á ekki í sig og á. Er það Guði að kenna, heimska fáeinna manna sem dýrkuðu Mammon = Satan.
Þér er vorkunn og þú ættir að biðja Guð að hjálpa þér.
Þér er líka vorkunn að leyfa okkur ekki að vita hver þú ert.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.12.2008 kl. 10:56
Eg tek undir með þér Rósa min.
Aida., 19.12.2008 kl. 12:38
Þannig að Páll ákallaði Guð ekki af hjarta og huga? Var Páll ekki sannkristinn og fékk hann þess vegna ekki lækningu? Þetta hljómar eins og að enginn sannkristinn einstaklingur getur verið veikur en það er engu samræmi við Biblíuna og hefur mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér eins og að ef einhver er veikur þá bara er hann ekki nógu kristinn því annars myndi Guð lækna hann. Þetta er mjög skaðlegur boðskapur sem þú ert hérna að halda fram Aida.
Mofi, 19.12.2008 kl. 12:50
Þessi tákn mun fylgja þeim er trúa á nafn hans, þeir munu rekja ut illu anda, tala nyum tungum, leggja hendur yfir sjuka og þeir munu heilir verða.
Náðargjafirnar eru margar, sumir lækna sumir tala tungum, sumir geta utlyst tungutali.
Vist þú þekkir Pál svo vel þá veistu lika að sumir er snertu föt hans urðu alheilir ekki satt.
Þetta er ekki skaðlegur boðskapur Mofi heldur er þetta fagnaðarerindi.
Þú ættir að lesa postulabréfið, held reyndar þess fullviss að þu hafir aldrei lesið postulabrefið né yfir höfuð nya testamentið.
Eg bið að Drottinn opinberi sig þer til handa og þú fáir að þekkja hann og náðargjafir hans sem hans helagi andi utbytir hver og einum eins og hann vill.
Ef þetta er hættulegur boðskapur, þá ertu lika að segja að Biblian sé það lika.
Ef þú trúir ekki, þá ok.Enda er trúinn ekki allra.
Aida., 19.12.2008 kl. 13:19
Sæl Rósa enn og aftur
Ég veit ekki af hverju ég er að standa í þessum þrætum við ykkur þessi ofsatrúuðu. Trúaður er ég og eflaust meira en margan grunar, mín trú er þó aðallega fólgin í því að trúa á sjálfan mig og í að gera það sem telst vera rétt.
Takk fyrir að vorkenna mér, en ég veit ekki af hverju þú gerir það. Ég hef það mjög gott og er afar þakklátur fyrir það, ég hef meiri áhyggjur af flest öllum öðrum en sjálfum mér. Þannig að vorkunn er afþökkuð, enda óþörf í minn garð.
En burtséð frá því þá ritar þú:
"Guð gaf öllum talentur. En þær eru ekki allar eins. Syndin kemur frá Satan og það sem barnaníðingar gera er synd og skömm."
Gott og vel, ef syndin kemur frá Satan, hver skapaði þá Satan? Það hlýtur að hafa verið Guð sjálfur, því hann einn er skapari og almáttugur ekki satt? Af hverju skyldi algóður Guð skapa jafn skelfilega skepnu og Satan?
Ef Guð skapaði ekki Satan, þá hlýtur Satan að hafa skapað sig sjálfur og hann gæti því talist jafnoki Guðs, þar með eru tveir Guðir, einn góður en annar vondur, eða hvað?
bjkemur (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 13:32
"Og hann mun út ganga til að leiða þjóðirnar afvega, þær sem eru á fjórum skautum jarðarinnar, Góg og Magóg, og safna þeim saman til stríðs, og tala þeirra er sem sandur sjávarins."Og drekanum mikla var varpað niður, hinum gamla höggormi, sem heitir djöfull og Satan, honum sem afvegaleiðir alla heimsbyggðina, honum var varpað niður á jörðina, og englum hans var varpað niður með honum." Opinb. 12:9
Og þeir stigu upp á víðan völl jarðar og umkringdu herbúðir heilagra og borgina elskuðu. En eldur féll af himni ofan og eyddi þeim.
Og djöflinum, sem leiðir þá afvega, var kastað í díkið elds og brennisteins, þar sem bæði dýrið er og falsspámaðurinn. Og þeir munu kvaldir verða dag og nótt um aldir alda." Opinb. 20: 8.-10.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.12.2008 kl. 15:16
"Þá færðu menn til hans börn, að hann legði hendur yfir þau og bæði fyrir þeim, en lærisveinar hans átöldu þá.
En Jesús sagði: "Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er himnaríki." Matt. 19: 13.-14.
"Og orð Drottins kom til mín, svohljóðandi:"Hvað kemur til, að þér hafið þetta orðtak um Ísraelsland: ,Feðurnir átu súr vínber, og tennur barnanna urðu sljóar`?
Svo sannarlega sem ég lifi, segir Drottinn Guð, skuluð þér ekki framar hafa þetta orðtak í Ísrael.
Sjá, mínar eru sálirnar allar, sál föðurins eins og sál sonarins, mínar eru þær. Sú sálin, sem syndgar, hún skal deyja.
Hver sá maður, sem er ráðvandur og iðkar rétt og réttlæti,
sem etur ekki fórnarkjöt á fjöllunum og hefur ekki augu sín til skurðgoða Ísraelsmanna, flekkar ekki konu náunga síns og kemur ekki nærri konu meðan hún hefir klæðaföll,
7sem engan undirokar og skilar aftur skuldaveði sínu, tekur ekki neitt frá öðrum með ofbeldi, sem gefur brauð sitt hungruðum og skýlir nakinn mann klæðum,
sem lánar ekki fé gegn leigu og tekur ekki vexti af lánsfé, sem heldur hendi sinni frá því, sem rangt er, og dæmir rétt í deilumálum manna,
sem breytir eftir boðorðum mínum og varðveitir skipanir mínar, með því að gjöra það sem rétt er, _ hann er ráðvandur og skal vissulega lifa, segir Drottinn Guð.
En eignist hann ofbeldisfullan son, sem úthellir blóði og fremur ranglæti,
sem ekki fetar í fótspor síns ráðvanda föður, heldur etur fórnarkjöt á fjöllunum og flekkar konu náunga síns,
undirokar volaða og snauða, tekur frá öðrum með ofbeldi, skilar ekki aftur veði og hefur augu sín til skurðgoða, fremur svívirðingar,
13lánar fé gegn leigu og tekur vexti af lánsfé, _ ætti hann að halda lífi? Hann skal ekki lífi halda! Af því að hann hefir framið allar þessar svívirðingar, skal hann vissulega deyja. Blóð hans komi yfir hann!
En eignist hann son, sem sér allar þær syndir, sem faðir hans drýgði, og óttast og breytir ekki eftir þeim,
etur ekki fórnarkjöt á fjöllunum og hefur ekki augu sín til skurðgoða Ísraelsmanna, flekkar ekki konu náunga síns
og undirokar engan, tekur ekkert veð og tekur ekkert frá öðrum með ofbeldi, gefur brauð sitt hungruðum og skýlir nakinn mann klæðum,
heldur hendi sinni frá því, sem rangt er, tekur ekki vexti né fjárleigu, heldur skipanir mínar og breytir eftir boðorðum mínum, _ sá skal ekki deyja sakir misgjörða föður síns, heldur skal hann vissulega lífi halda.
En af því að faðir hans hefir beitt kúgun og tekið frá öðrum með ofbeldi og gjört það, sem ekki var gott, meðal þjóðar sinnar, þá hlýtur hann að deyja fyrir misgjörð sína.
Og þá segið þér: ,Hví geldur sonurinn ekki misgjörðar föður síns?` Þar sem þó sonurinn iðkaði rétt og réttlæti, varðveitti öll boðorð mín og breytti eftir þeim, skal hann vissulega lífi halda.
Sá maður, sem syndgar, hann skal deyja. Sonur skal eigi gjalda misgjörðar föður síns og faðir skal eigi gjalda misgjörðar sonar síns. Ráðvendni hins ráðvanda skal koma niður á honum og óguðleiki hins óguðlega skal koma niður á honum.
Ef hinn óguðlegi hverfur frá öllum syndum sínum, sem hann hefir drýgt, og heldur öll mín boðorð og iðkar rétt og réttlæti, þá skal hann vissulega lífi halda og ekki deyja.
Öll hans afbrot, sem hann hefir drýgt, skulu honum þá eigi tilreiknuð verða. Vegna ráðvendninnar, sem hann hefir iðkað, skal hann lífi halda." Esekíel 18: 1-22.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.12.2008 kl. 15:22
Rósa hefur hér góðan málstað að verja. En Bjkemur segir í nafnleysi sínu:
"Gott og vel, ef syndin kemur frá Satan, hver skapaði þá Satan? Það hlýtur að hafa verið Guð sjálfur, því hann einn er skapari og almáttugur ekki satt? Af hverju skyldi algóður Guð skapa jafn skelfilega skepnu og Satan?"
Þessu er auðvelt að svara. Guð skapaði menn og engla, og það verk hans var afar gott. En hann gaf öllum slíkum vitsmunaverum frelsi viljans. Valfrelsi þýðir, að unnt er að velja á milli minnst tveggja valkosta. Sumir englanna völdu það, sem rangt er, að taka sjálfa sig fram yfir Guð og hans vilja. Ábyrgðin er þeirra sjálfra, ekki Guðs.
Jón Valur Jensson, 19.12.2008 kl. 15:53
Hættulegi boðskapurinn er að allir kristnir menn fá lækningu ef þeir trúa nógu heitt. Páll greinilega fékk ekki lækningu þó hann læknaði aðra. Þú ert að segja að allir þeir sem eru sjúkir bara trúa ekki nógu mikið og þá ekki nóg með að þeir eru sjúkir þá munu þeir glatast líka því að þeir trúa ekki nóg.
Syndin er brot á lögmáli Guðs og Satan er aðeins vera sem valdi að brjóta lög Guðs. Ég og þú erum ekkert ósvipaðir, höfum báðir brotið lög Guðs. Guð skapaði verur með frjálsan vilja og synd er að nota þann vilja til illsku.
Mofi, 19.12.2008 kl. 17:19
Guð læknar ekki alla á líkamanum sem biðja hann eða beðið er fyrir, ég veit um mjög sannkristna konu sem var fyrirmynd Krists í bæn, lofgjörð og góðum verkum, hún bað fyrir fólki án þess að fara í manngreiningar álit, fór í fangelsin og gaf þar jólagjafir, gaf útigangsmönnum að borða og svo mætti lengi lengi telja upp, hún fékk æxli í höfuðið og dó á spítala, ég heimsótti hana rétt áður en hún dó ásamt móður minni og var hún mjög langt leidd þá, hún hugsaði ekki um sig heldur bað fyrir mér og móður minni, allir sem önnuðust hana á deildinni voru snortnir af kærleika Krists í gegnum hana og var það umtalað hve mikill friður ríkti þar og góðvild og það af fólki sem var ekki frelsað eins og við köllum það.
Þannig að svona dæmi eru til en svo eru til dæmi sem ég get vitnað úr mínu eigin lífi, ég hef til dæmis beðið fyrir fólki sem á ekki samfélag við Jesús og það hefur læknast, ég hef samt ekki orðið var við eins mikið af lækningum og kraftaverkum fyrir fyrirbæn í Jesú nafni eins og síðastliðinn 2 ár en þau eru orðinn langt yfir 200 talsins, málausir fengið málið, heyrnarlausir heyrn og sjónlausir sjón og svona get ég talið upp áfram.
Tinna það sem ég átti við að vantrú er trú er það að það er tómarúm inn í öllum mönnum sem við getum fyllt með hinu og þessu, í rauninni hverju sem er, þetta tómarúm er trú eða réttara sagt okkar þörf fyrir Guð.
Árni þór, 19.12.2008 kl. 20:10
Neibb. Það hafa ekki allir þörf fyrir guð.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.12.2008 kl. 20:24
Já en Jón Valur, Rósa og Mofi, ef Guð á að vera alvitur, algóður og almáttugur þá er greinilega einn galli á gjöf njarðar.
Alvitur Guð hefði vitað fyrirfram að sköpunarverk hans yrði gallað, hann hefði vitað fyrirfram alla hörmulegu hlutina sem maðurinn ætti eftir að gera, samt kaus hann að skapa manninn og gefa honum frjálsan vilj, vitandi að margur myndi fremja ógrynnin öll af ódæðisverkum.
Ergo, Guð er annaðhvort ekki algóður, ekki alvitur, eða ekki almáttugur, því ef hann væri það hefði hann komið í veg fyrir svona óskapnað sem fellur í freistingar Satans og t.d. misnotar og myrðir lítil börn. Hvurslags guð skapar svoleiðis mannveru?
Nema auðvitað að svarið sé fólgið í hinu augljósa, Guð er ekki til
bjkemur (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 20:52
Sæl Aida
Það er sorglegt að lesa þetta pex á milli ykkar Mofa, en segir það sig ekki sjálft Aida að sannkristið fólk sem helgað hefur sig Guði alla sína æfi fær sjúkdóma andlega sem líkamlega alveg óháð því hvort TRÚIN og BÆNIN sé til staðar eða ekki.
Mér verður hugsað til allra þeirra píslarvotta sem látið hafa lífið fyrir trú sína í gegnum aldirnar, ég get ekki ímyndað annað en að þeir hafi allir beðið Guð um hjálp þegar þeir vissu að dauðastund þeirra var að nálgast. Var það vantrú þeirra að kenna að Drottinn okkar og Guð bænheyrði þá ekki. ? .............ég er 100% viss um að svo var ekki!
Kveðja til þín Aida
Birgirsm, 20.12.2008 kl. 21:26
Við erum komnir inn í tíma sem Biblían nefnir örðugar tíðir, við eigum eftir að fara inn í þrengingar þá mun eitthvað af fólki finna þörfina fyrir Guð vakna, hvort sem verður þá mun núna bilið á milli þess sem á samfélag við Guð og þess sem á það ekki verða meira. Guð mun gefa þeim sem eiga samfélag við hann kærleik, gleði og frið og svör sem þeir þurfa í samfélaginu við sig en hinum sem hafna honum munu ekki finna frið í því sem þeir eru að gera og ekki finna svör þegar allt verður skekið sem þarf að skekja.
Árni þór, 20.12.2008 kl. 21:34
Sæl og blessuð
Á blogginu hans Arnars segi ég frá því að ég missti móður mína þegar ég var aðeins níu ára gömul. Hún var sannkristin kona og til fyrirmyndar í starfi fyrir Drottinn. Hún veiktist þegar hún var nítján ára og í kjölfarið fann hún Jesú Krist sem frelsara sinn. Hún fór allavega tvisvar eða þrisvar til Danmerkur vegna heilaæxli. Síðast þegar það var fjarlægt haustið 1966 var kominn krabbi og hann var illvígur og var búinn að dreifa sér víðar en í höfðinu. Ég upplifði mikla sorg þegar mamma fór í hinsta sinn frá Vopnafirði 9. des. 1967. Við fylgdum henni inná flugvöll. Þar reyndi ég að halda haus en þegar ég kom heim þá brotnaði ég og grét og grét. Jólin voru að koma og mamma var farin á sjúkrahús til Reykjavíkur. Veröldin mín hrundi. Ég man þennan atburð eins og hann hafi gerst í gær. Ég hugga mig við að hún er heilbrigð í dag og ég mun fá skýringar hjá frelsara mínum þegar ég fæ að sjá auglit hans.
Guð blessi ykkur öll.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.12.2008 kl. 21:46
Fjarri því, að það sé augljóst, trúlausi bjkemur!
Fáir eru þeir sem misnota og myrða börn. Réttlætið sigrar að lokum í heimi Guðs og það um eilífð, bæði fyrir fórnarlömbin og alla þá sem fullir eru mannvonzku.
Sá valkostur Guðs að skapa heim með vitsmunaverum, sem hafa um leið viljafrelsi, en eru ekki eins og forritaðir róbótar, felur það í sér, að sumar þessara vera geta misnotað frelsi sitt. Ábyrgðin er þeirra, ekki hans, ekki sízt með hliðsjón af öllu því sem Guð gerir til að bæta þennan heim, halda aftur af illskunni, kenna mönnum vegu boðorða sinna og veita þeim kraft til góðs. Jafnvel illvirki, veikindi og stórslys verða ekki án þess að þau geti orðið tilefni til einhvers góðs og oftlega mönnum til lærdóms til að forðast sömu ófarir eða öðrum til að leita lausna á orsökum illra meina og slysa.
Þú sérð ekki, að það jákvæða vegi upp hið neikvæða, illa og óbærilega í heiminum. Í nýju lífi frammi fyrir ásjónu Guðs mun þér loks auðnast að skilja það til fulls.
Jón Valur Jensson, 20.12.2008 kl. 21:59
Það sem kemur út úr öllu þessu eru sjálfstæðar verur sem velja hið góða fremur en hið illa. Það er erfitt fyrir okkur að gagnrýna Guð fyrir þetta því okkar eigin tilvist byggist á þessu ásamt öllum þeim sem okkur þykir vænt um. Guð er kærleikur en Hann taldi þetta vera þess virði. Ekki gleyma að þetta eru aðeins tímabundnar þjáningar sem Guð óskar sem heitast að binda enda á og leyfa þeim sem eiga sárt um að binda að eins og Opinberunarbókin orðar það:
Eina sem þú ert þá að boða er að það fólk sem hefur upplifað svona hræðilega hluti að það er engin von fyrir það. Mér finnst það vera frekar ömurlegur boðskapur.
Mofi, 21.12.2008 kl. 15:01
Sæl og blessuð öll
Vegir Guðs eru órannsakandi og hugsanir hans eru æðri okkar hugsunum. Við sem trúum á Jesú Krist höfum ekki svör við öllu. En við höfum fengið að kynnast Jesú sem persónulegum frelsara og vini. Ég hef fundið nálægð hans eins og þegar hann frelsaði mig og læknaði mig.
"Þessu næst var hátíð Gyðinga. Þá fór Jesús upp til Jerúsalem.Við Sauðahliðið í Jerúsalem er laug, sem kallast á hebresku Betesda. Þar eru fimm súlnagöng.
Í þeim lá fjöldi sjúkra manna, blindra, haltra og lamaðra [sem biðu hræringar vatnsins.
En engill Drottins fór öðru hverju niður í laugina og hrærði vatnið. Sá sem fyrstur fór ofan í eftir hræring vatnsins, varð heill, hvaða sjúkdómur sem þjáði hann.]
Þarna var maður nokkur, sem hafði verið sjúkur í þrjátíu og átta ár.
Jesús sá hann, þar sem hann lá, og vissi, að hann hafði lengi verið sjúkur. Hann segir við manninn: "Viltu verða heill?"
Hinn sjúki svaraði honum: "Herra, ég hef engan til að láta mig í laugina, þegar vatnið hrærist, og meðan ég er að komast, fer annar ofan í á undan mér."
Jesús segir við hann: "Statt upp, tak rekkju þína og gakk!"
Jafnskjótt varð maðurinn heill, tók rekkju sína og gekk. En þessi dagur var hvíldardagur,
og Gyðingarnir sögðu við hinn læknaða: "Í dag er hvíldardagur. Þú mátt ekki bera rekkjuna."
Hann svaraði þeim: "Sá sem læknaði mig, sagði við mig: ,Tak rekkju þína og gakk!"`
Þeir spurðu hann: "Hver er sá maður, sem sagði þér: ,Tak hana og gakk`?"
En læknaði maðurinn vissi ekki, hver hann var, því að Jesús hafði leynst brott, enda var þröng á staðnum.
Nokkru síðar hitti Jesús hann í helgidóminum og sagði við hann: "Nú ert þú orðinn heill. Syndga ekki framar, svo að eigi hendi þig annað verra." Jóh. 5: 1.-14.
Af hverju fengu ekki fleiri lækningu þegar Jesús sjálfur var staddur við Betesdalaug? Ég hef ekki svar:
"Já, mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir, og yðar vegir ekki mínir vegir - segir Drottinn.Heldur svo miklu sem himinninn er hærri en jörðin, svo miklu hærri eru mínir vegir yðar vegum og mínar hugsanir yðar hugsunum." Jes. 55. 8.-9.
Guð gefi ykkur öllum Gleðileg Jól og farsæld á komandi árum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.12.2008 kl. 18:05
Sæl öll
Satt best að segja nenni ég ekki að lesa copy/paste upp úr trúarritum, ef fólk getur ekki haft sjálfstæðar skoðanir og rökstutt þær með eigin orðum eru þær varla þess virði að velta sér upp úr þeim.
Það eru ennþá nokkrir mjög stórir hnökrar á málflutningi ykkar. Í fyrsta lagi Jón Valur, þá ertu sekur um afskaplega mikinn hroka þegar þú kallar mig trúleysingja og ert einnig í þversögn við ykkar fullyrðingar um að Guð hafi gefið manninum frjálsan vilja. Er ég endilega trúlaus bara af því ég trúi ekki á sama himnatröll og þið? Og þá er það þversögnin, ef Guð gaf okkur frjálsan vilja, þá hlýtur það einnig að þýða trúfrelsi.
Varðandi það að Guð eigi að vera algóður, alvitur og almáttugur.
Enn og aftur eruð þið öll sek um gríðarlegan hroka og sjálfselsku, rétt eins og drengurinn Arnar á sínu bloggi. Hérna er ástæðan:
Guð er alvitur, hann kýs að skapa manninn og heiminn vitandi um allt hið hræðilega sem muni gerast. Ykkar réttlæting (meðal annars) er sú að það sé svo mikið jákvætt og gott í heiminum og það vegi þyngra en hið neikvæða. Þarna sýnið þið gríðarlegan hroka og sjálfselsku. Persónulega finnst mér það ekki þess virði að tíu eða tíuþúsund manneskjur hafi það mjög gott ef það þýðir að eitt barn verði misnotað, myrt eða steikt í örbylgjuofni af sturlaðri móður sinni.
Finnst ykkur líf ykkar og hamingja virkilega meira virði heldur en þjáning einnar manneskju? Eða er þetta allt réttlætanlegt af því Guð ákvað að skapa heiminn svona?
Málið er mjög einfalt og jafnvel þótt Jón riti:
"Sá valkostur Guðs að skapa heim með vitsmunaverum, sem hafa um leið viljafrelsi, en eru ekki eins og forritaðir róbótar, felur það í sér, að sumar þessara vera geta misnotað frelsi sitt. Ábyrgðin er þeirra, ekki hans, ekki sízt með hliðsjón af öllu því sem Guð gerir til að bæta þennan heim, halda aftur af illskunni, kenna mönnum vegu boðorða sinna og veita þeim kraft til góðs."
Sannleikurinn er sá að Guð hafði valkostinn, ekki satt, hann kaus að skapa heiminn vitandi það að maðurinn myndi misnota vilja sinn, vitandi það að kaþólskir prestar og aðrir barnaníðingar myndu girnast börn og eyðileggja líf þeirra, vitandi það að einhversstaðar yrði barn sett í örbylgjuofn þar sem það myndi enda líf sitt, vitandi um alla þá hörmunga sem margir yrðu fyrir af því Guð sjálfur gaf manninum frjálsan vilja (þá er ég ekki að tala um náttúruhamfarir, sem nota bene margir trúaðir telja að Guð standi fyrir og að þær séu refsingar Guðs).
Persónulega finnst mér það ekki góður Guð sem kaus að skapa heiminn svona og gefa manninum frjálsan vilja vitandi allt sem maðurinn ætti eftir að gera.
Og eitt enn, ef Guð er alvitur og vissi allt sem maðurinn átti eftir að gera, hvernig er þá hægt að kalla þetta frjálsan vilja? Er ekki Guð í rauninni búinn að skapa eitt risastórt sjúkt leikrit þar sem allt er fyrirfram ákveðið og hann situr svo og fylgist með af himnum ofan?
bkv. bjkemur
bjkemur (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.