Af hverju ættiru að lesa Bibliunna?

!cid_CB34883D-AB31-4DA4-9A44-4F4F2F7CF28B

Til að fá lækningu og lausn, til að öðlast þá visku sem gefur líf í fullri gnægð.

Alveg sama hvaða sjúkdóm þú berð þá gefur orðið lækningu og visku til að varðveita lækninguna, að innan sem að utan. Til að öðlast sýn á Guð og fengið að heyra hann þó þú lesir ekki. Þvi ef sálin er full af orðum hans þá heyrir þú alltaf i heilaga anda hans.

Til að geta læknað aðra og til að geta gefið öðrum. Til að öðlast líf í fullri gnægð, bókstaflega.

Þetta segir hann til þin er  ætlað var að lesa þetta með mér.

 Barn mitt, gleym ekki kenning minni, og hjarta þitt varðveiti boðorð mín,

því að langa lífdaga og farsæl ár og velgengni munu þau veita þér í ríkum mæli.

Kærleiki og trúfesti munu aldrei yfirgefa þig.

Bind þau um háls þinn, rita þau á spjald hjarta þítt.

Þá munt þú öðlast hylli og fögur hyggindi, bæði í augum Guðs og manna.

Treystu Drottni af öllu hjarta, en treystu ekki á eigið hyggjuvit.

Mundu til hans á öllum þínum vegum þá mun hann gera stigu þína slétta.

Þú skallt ekki þykjast vitur, óttastu Drottinn og forðast illt,

 það mun verða heilnæmt fyrir líkama þinn og hressandi fyrir bein þín.

Tigna Drottinn með eigum þínum, þá mun hlöður þínar verða nægtafullar og vinberja lögurinn flóa  út af vinlagarþróm þínum.

Barn mitt lítilsvirð ekki ögun Drottins og lát þér ekki gremjast umvöndun hans,

því að Drottinn agar þann, sem hann elskar, og lætur það barn kenna til,

sem hann hefur mætur á.

'Eg bið að þú sem last þetta með mér, fái að öðlast líf í fullri gnægð, sjálfum þér og öðrum til blessunar.

Þess bið ég í Jesú nafni.

Amen,amen,amen.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Amen og takk fyrir þessi góður orð  Ég bið Guð/Jesús að blessa þig systir í trú

kær kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 3.1.2009 kl. 23:25

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég skil myndina betur enn það sem er skrifað. Samt þægileg lesefni. Ég er búin að hugsa mikið um þetta að "kenna Drottni um"...ég held ekki að ég geri það.

Bara smá spældur út í hann fyrir að tala aldrei við mig...og að óttast Drottinn? Til hvers? Er hann eitthvað hættulegur líka?...ég veit ekki hvaða ástæðu maður á að hafa til að vera hræddur við Hann...

Óskar Arnórsson, 4.1.2009 kl. 02:38

3 Smámynd: Aida.

Til að geta  talað og heyrt i honum, lestu aftur, engar áhyggjur það mun birtast þér.

Að 'Ottast Drottinn er upphaf viskunar og að óttast Drottinn er að hata hið illa en elska hið góða.

Þegar maður einu sinni fengið að smakka hann þá getur maður ekki verið án, en það getur verið auðvellt að

týnast og það er vont, likt og eyðimörk.

Svo maður reynir eins og maður getur að halda i hann og það gerir maður með lestrinum og bæninni.

Bingo! Beint samband.

'Ottinn felst i þvi að vilja ekki hryggja hans Heilaga anda og að týnast ekki frá.

Aida., 4.1.2009 kl. 04:02

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég prófaði nokkrar bænir. 3 virkuðu alveg svakalega. Restin ekki neitt. ca 5 eðÞessar 3 hræddu mig frá að prófa meira.

Ég svaf í 18 klukkutíma eftir hverja bæn og allur dagurinn á eftir fór í tómt rugl! Ég varð bara undarlegur sjálfur líka og er ég ekki góður fyrir.

Þetta voru alvörubænir í 100% einlægni frá mér séð, og ég fékk furðuáhrif af þeim sem gerðu mig svo syfjaðan að ég hef bara ekki lent í öðru eins....ég hef ekki tíma að sofa 18 tíma eftir hverja bæn! Það gengur ekki.

ég er búin að lesa pistilin margoft og skil ekkert nema einstaka línu...

Óskar Arnórsson, 4.1.2009 kl. 07:52

5 Smámynd: Aida.

Engar áhyggjur varðandi skilninginn.

Þvi þessar færslur eru lifandi orð og þau hætta ekki að starfa fyrr en þau fullnað sitt verk.

Já það er oft þannig að þegar Andi Guðs starfar þá sofnar fólk, svo skulum við ekki gleyma að andi heimsins vill ekki að þú ratir til hins Heilaga svo þegar þú biður er heilagt stríð i gangi. Bókstaflega.

En með timanum, fyrr eða siðar þá kemur friðurinn.

Orðið eru skjöldur og hjálmur, svo þvi meir sem þú lest þvi meiri friður.

Aida., 4.1.2009 kl. 08:33

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nú jæja, maður kanski prófar sig áfram...

Óskar Arnórsson, 4.1.2009 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband