4.1.2009 | 10:31
"Fræið."
Sá er leitar i orði hans, mun öðlast speki og ávextir hennar.
Vita skalt þú, sem les þetta með mér, að þó þú skilur ekki allt sem þú lest, mun á þeim tima er þú minst grunar opinberast þér.
Það er svo að það verði þér og öðrum til blessunar.
Vita skallt þú að orðið hans heldur áfram að lifa i hjarta þinu þó hugurinn gleymi hvað þú varst að lesa. Það sem þú lest er fræ sem þú sáir i hjarta þínu og er það er fullvaxið mun það bera sína ávexti innra með þér.
Hér koma nokkur fræ, sem hann gefur þér.
Ég bið fyrir þér, að lestur þessi verði þér til margblessunar í dag.
Ég bið þess í Jesú nafni.Amen,amen,amen.
Sæl er sú sál, sem öðlast hefur speki, sá maður sem hyggindi hefur hlotnast.
Því betra er að afla sér hennar en að afla silfurs, og arðurinn af henni ágætari en gull.
Hún er dýrmætari en perlur, og allir dýrgripir jafnast ekki á við hana.
Langir lífdagar eru í hægri hendi hennar, auður og mannvirðingar í vinstri hendi hennar.
Vegir hennar eru yndislegir vegir og allar götur hennar velgengni.
Hún er lífstré þeim, sem gripa hana, og sæll er hver sá, er heldur fast i hana.
Barn mitt, varðveit þú visku og gætni,
lát þær ekki víkja frá augum þínum, þá munu þær verða líf sálu þinni
og prýði fyrir háls þinn.
Þá munt þú ganga óhultur veg þinn og ekki drepa við fæti.
Þegar þú leggst til hvíldar, þarft þú ekki að hræðast, og hvílist þú, mun svefninn verða vær.
Þú þarft ekki að óttast skyndilega hræðslu, né eyðilegging hinna óguðlegu,
þegar hún dynur yfir.
Því að Drottinn mun vera athvarf þitt og varðveita fót þinn, að hann verði ekki fanginn.
Synja ekki góðs þeim, er þarfnast þess, ef það er á þínu valdi að gera það.
Ekki segja við náunga þinn:,, Farðu og komdu aftur! Á morgun skal ég gefa þér"- ef þú þó átt það til.
Brugga ekki illt gegn náunga þinum, þegar hann býr öruggur hjá þér.
Deil ekki við neinn að ástæðulausu, ef hann hefur ekki gert þér neitt mein.
Öfunda ekki ofbeldismanninn og haf engar mætur á gjörðum hans.
Því að andstyggð er sá Drottni, er af vega fer, en ráðvandir menn alúðarvinir hans.
Bölvun Drottins er yfir húsi hins óguðlega, en bústað réttlátra blessar hann.
Spottsama spottar hann, en lítillátum veitir hann náð.
Vitrir menn munu heiður hljóta, en heimskingjar bera smán úr býtum.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Ljóð | Facebook
Athugasemdir
Fallegur pistill. Ég er búin að læra heilmikið af Rósu! Skil hana ekki alveg enn elska hana fyrir hvaða persóna hún er. Hún er engill og ég englatrúar.
(sendu mér mail. Skilaboðasýsmeð virkar ekki)
Það eru alltaf einhver númer í færslunum hennar. Eins og úr Biblíunni, sem hún gaf mér á sænsku því íslenska er ekki lengur mitt fyrsta mál.
Ég á 2 góða vini, annar frá Kumla og hinn frá Säter Rättpsykiatriska...náði þeim báðum út gegn greiðslu. Enda báðir saklausir. Kumlakallinn hafði skotið hausinn af félaga sínum í jeppa, komandi af elgjaveiðum . Slys enn ekki morð.
Hinn hafði óvart verið á fylliríi í íbúð þegar einhverjum datt í hug að fara út og ræna pósthús. Hann var sofandi.
Báðir eru orðnir trúaðir og tuða í mér fram og til baka. Ég er farin að sjá eftir því að hafa hjálpað þeim.
Ég viðurkenni fúslega að ekkert er til það boðorð af þessum 10, sem ég hef ekki brotið. Með góðri samvisku, eða hvað? Ég bara veit það ekki.
Ég er með meiri orðaforða enn venjulegur Svíi. Þeir gapa yfir því að ég sé útlendingur. Enn það má aldrei fréttast að ég hafi áhuga á svona. þá fæ ég enga vinnu. ;)
Óskar Arnórsson, 4.1.2009 kl. 12:25
..ég er staddur á landamærum Burma og Thailands. Ég er með ásríðu að veiða slöngur. Hættulega spennandi. Ég er að bíða eftir einni 2 - 3 metra Copra. Ég skal skjóta hana milli augnanna.
Hún (Copran) er inn í grasi og ég er búin að kasta svíanblóði út um allt. Hún stenst það ekki! Ég bíð bara....
Óskar Arnórsson, 4.1.2009 kl. 12:37
Sæl Guðskona!
Takk fyrir þetta
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 4.1.2009 kl. 12:40
'Oskar.
Varðandi boðorðin tiu.
Eg hef brotið þau öll, og veit ég bara um einn sem syndlaus er þar og það er Jesú sjálfur.
Ef við eigum að fara i þá sálma um hver á skilið að yrða á hann, hvað þá að verða barn hans, þá er enginn á þessari plánetu sem myndi standast.
Jesú kom vegna þessa, þvi við vorum öll dauðadæmd vegna syndar okkar, hann kom með boðorð sem allir geta staðist, það er að Elska Guð ´af hjarta, huga og sál og af allri þinni eiginn mætti. Og elskaðu náungan eins og sjálfan þig eða eins og Guð elskar þig.
Með þessum tveim boðorðum verðuru fullkominn þvi kærleikurinn gerir ekki öðrum mein.
Kærleikur Guð fellst einmitt í þvi að hann sendi sinn son Jesús Krist til að hreinsa þig og mig.
Hann gerði það með þvi að fórna sinu lifi i stað þitt eða mitt. Þvi djöfullin var buin að sigra okkur og i raun átti okkur sakir lögmálinu sem við öll höfum brotið.
Enginn er verðugur en hans vegna ef við snúum okkur til hans og gefum honum okkar sjálft, verður við verðug.
Alveg magnað ekki satt.
Aida., 4.1.2009 kl. 13:45
Sæl og blessuð Halldóra.
Ynnirlega gaman að sjá þig systir góð.
Aida., 4.1.2009 kl. 13:47
Amen og Guð/Jesús blessi þig
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 4.1.2009 kl. 14:14
Sæl Aida mín
Guð blessi þig og varðveiti
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.1.2009 kl. 10:48
Sæl Aida! Ég er ekki eins bjartsýnn eins og þú...gaman að sjá Rósu hér. Ég skil þig og Rósu mjög takmarkað......
Enn ég er raunverulega að gera mitt besta. Bréið var einhvernvegin svona:
Bæn fyrir Rósu:
"er búin að leggja inn pöntun hjá þér Drottinn, að þú sendir R´su 2 engla! Sendu einhverja vana! Annar þeirra mætti gjarna vera læknir. Rósa hefur vandamál sem bara þú getur læknað.
Ég vil að þú gerir það srax! Hún er búin að þjóna þér alveg hjartahrein í mörg ár, og á þetta skilið." Amen
Svo var bréfið eitthvað lengra..nenni ekki að skrifa allt upp á nýtt.
Kv,
Óskar
Óskar Arnórsson, 5.1.2009 kl. 13:45
Aida!
Ég botna ekkert i kommentunu þínu nema smá...í Guðana bænum taktu þessu ekki sem krítil. Ég er með nóg af misskilningi samt..
Boðorðin 10, búin að brjóta þau öll!
Óskar Arnórsson, 5.1.2009 kl. 13:54
Guð blessi þig kæra Aida
Kristín Gunnarsdóttir, 5.1.2009 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.