"Hver erum við?"

Náð Guðs hefur opinberast til sáluhjálpar öllum mönnum.

Hún kennir okkur að afneita óguðleik og veraldlegum girndum og lifa hóglátlega,

réttvíslega og guðrækilega í heimi þessum, í eftirvæntingu vorra sælu vonar,

að hinn mikli Guð og frelsari vor Jesús Kristur opinberist í dýrð sinni.

Hann gaf sjálfan sig fyrir okkur, til að leysa okkur frá öllu ranglæti og hreinsaði sjálfum sér til handa eignarlýð, kostgæfinn til góðra verka.

Við lýður hans eigum að vera undirgefnir höfðingjum og yfirvöldum, hlýðinn og reiðubúin til sérhvers góðs verk, lastmæla engum, vera ódeilugjörn,sanngjörn og sýna hvers konar hógværð við alla menn.

Það voru tímar að við vorum líka óskynsöm, óhlýðinn, villuráfandi, í ánauð hvers konar fýsnar og lostasemda. Við vorum í illsku og öfund, vorum andstyggileg, hötuðum hvern annan.

En er kærleikur Guðs, frelsari vor birtist, þá frelsaði hann okkur, ekki vegna réttlætisverka

sem við höfðum unnið, heldur samkvæmt miskunn sinni endurfæddumst við og Heilagur andi gjörði okkur nýa.

Hann úthellti anda sínum yfir okkur ríkulega fyrir Jesús Krist, frelsari okkar, til þess að við,

yrðum réttlættir fyrir náð hans, yrðum i voninni erfingjar eilífs lífs.

'Eg bið fyrir þér sem les þetta með mér í dag og bið Drottinn um að blessa þig.

I Jesú nafni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Amen. Guð/Jesús blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 6.1.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Takk kærlega fyrir mig.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.1.2009 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband