"Lítil Bæn"

Hversu yndislegir eru bústaðir þínir, Drottinn hersveitanna,

sálu mín langaði til, já hún þráði forgarða Drottins.

Nú fagnar hjarta mitt og hold, fyrir hinum lifandi Guði.

Jafnvel fuglinn hefur fundið  hús, og svalan á sér hreiður,

þar sem hún leggur unga sína.

Ölturu þín, Drottinn hersveitanna, konungur minn,

Guð minn.

Sælir eru þeir sem búa í húsi þínu, þeir munu framvegis lofa þig.

Sælir eru þeir , sem finna styrkleik hjá þér,

er þeir fara í helgifarir í huga.

Þótt þeir fara gegnum táradalinn, breytir hann honum í vatnslindir,

og haustregnið hylur hann blessun.

Þeim eykst  kraftur kraftur á göngunni, hann birtist fyrir Guði á Zíon.

Drottinn, Guð hersveitanna, heyr bæn mína, hlýð til, þú Jakobs Guð.

Guð skjöldur vor, sjá, og lít á auglit þíns smurða.

Því að einn dagur í forgörðum þínum er betri en þúsund aðrir.

Heldur vil ég standa við þröskuldinn í húsi Guðs míns

en dvelja í tjöldum óguðlegra.

Því að Drottinn Guð er sól og skjöldur, náð og vegsemd veitir Drottinn.

Hann synjar þeim engra gæða, er ganga í grandvarleik.

Drottinn hersveitanna, sæll er sá maður, sem treystir þér.

Í Jesú nafni. Amen,amen,amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk elsku vinur fyrir hugljúfa bæn, þetta hjálpar mér mikið.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 23:51

2 Smámynd: Aida.

Ég brosi.Þú ert barn Guðs.

Aida., 27.2.2009 kl. 23:55

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég tók þig bara á Orðini Aida mín. Fallgegar bænir, bæði þessi og á hinum bloggunum. Ég held að ég hafi lesið mér til óbóta um líf og starf Jésú. Skil bara minna og minna í þessu öllu saman.

Jésú hvarf 12 og kom aftur 30 ára. fólki ber ekki saman hvert hann fór eða hvað hann geri í millitíðinni.  Svo eru heimildir um að Jésú hafi átt tvær systur. Ég veit ekki.

Bænir eru fallegar og allt í lagi með það. Trúi nú bara mest á engla sem eru bæði hérna megin lífs og hinum meginn. Safnað englamyndum án þess að vita af hverju.

Af hverju er tú svona flókinn? Það er eins og hún sé ekki fyrir venjulegt fólk! Þetta verður bara flóknara og flóknara. Fyrir mig alla vega.

Tómasarguðspjallið er það eina sem hefur haft einhver svona trúaleg áhrif á mig. Og svo 2 bænir sem virkuðu svo rosalega að ég svaf eins og rotaður í ca. 18 tíma. Hinar bænirnar virkuðu ekki neitt. Svo ég hætti því.

Svo það eina sem ég fékk út úr þessari biblíu var þetta: "Í upphafi var Orðið, og Orðið var Guð!" Gúrúar segja að þetta orð hafi verið OM. Og það ein sem Guð hefur sagt.

Hann Guð slundraði sér sjálfum í óendanlega marga hluta og þá sköpuðust sæalirnar í Asralheiminum. Þetta Orð bjó líka til efnisheiminn sem er enn að þenjast út samkvæmt mælingum stjarnfræðinga.

Svo kemur að því að heimurinn hættir að þenjast út og Guð verður aftur eins og Hann var í upphafi. Hver einasti maður á öllum plánetum heims eru með Guðsneista í sér.

Annars gætu þeir ekki fæðst inn í efnisheiminn. Að Guð hafi sen Jésú til að láta pynta sig og krossfesta stemmir ekki. Það sendir engin faðir barnið sitt til þess að láta dreða það. Þá hefur Guð eða Skaparinn, brotið lög Mose.

Jésú var mikilmenni. Og það var Búdda líka. Gandi og fullt af öðru fólki sem vildu öllum vel. Kaðólikka þoli ég ekki og sértaklega Vatikanið. Bara glæpastofnun.

Páfinn er búin að kaupa Filippseyjar og kristnir kaðólskir prestar þar kenna börnum á daginn og nauðga þeim á kvöldinn. Og yfirvöld gera ekkert, því annars fá þeir ekki borgað frá Vatikaninu.

Og þar er Biblían framleidd. Ég sé svo sem ekkert eftir því að hafa kynnt mér þessi mál.  Skaparinn hefur mörg nöfn um allann heim. Og allir hafa rétt fyrir sér auðvitað.

Ég er alla vega trúaður á eitthvað, veit bar ekki hvað nema englanna. Þeir eru út um allt. Búin að fara tvisvar til woodoo presta og þeir eru með besta fólki sem ég hef komið nálægt! Það virkilega ljómaði eins og englar! Woodoo þýðir "spirit of God".

Ég verð nú bara að segja eins og er, eða réttara sagt það sem er mín reynsla, og það er að Bubba t´kst vetur að flytja "fagnaðarerindið" enn Jésú tókst. Að Jésú hafi látið pína sig til dauða með krosfestingunni, kaupi ég ekki.

Að Ísrael sé heilagt land eða einhver "útvalin" þjóð er málatilbúningur. Enda er heimurinn að fá upp í kok af þessu "heilaga" fólki sem fangelsar, myrðir og drepur að tilefnislausu.

Svona eru nú hugrenningar mínar í dag í þessum málum.

Enn meigi allir góðir englar, báðum megin við

landamæri lífs og dauða vernda þig og þína.

kv,

Óskar Arnórsson, 28.2.2009 kl. 01:08

4 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Amen Guð/Jesús blessi þig Aida

kær kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 28.2.2009 kl. 06:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband