Iðrun og bæn.

ATT34079

          Drottinn minn, heyr þessa bæn.

Ó, minn Guð, ég illa breytti, okið synda þyngst ég ber,

götu ég ei ganga skeytti, gæska þín sem vísar mér.

Ó, hvar má ég fylgsni finna, fjöld er hylji brota minna?

Hvar sem ég í heimi væri, hvergi falist gæti ég þér,

þótt ég hátt til himins færi, hafs í djúp þótt fleygði mér,

þótt ég vængi vinda fengi, vonska mín þér dyldist engi.

Og þótt tár af augum mínum aldrei græði meinið hætt,

dropinn einn af dreyra þínum, Drottinn Jesú, fær það bætt.

Vegna þess mér flötum fleygi ég fyrir þér, að læknast megi ég.

Láttu sár mín blóðug binda böndin hörð, er reyrðu þig,

hreinsa mig af saurgun synda, svo þú faðmað getir mig,

gef þú mér þinn góðan anda, gef mér sýknum upp að standa.

Jesús, gef að þær sálir sem biðja þessa bæn, fái þína blessun og náð.

Þér til dýrðar Jesús ,Drottinn og Guð.

Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk elsku Aida mín. Þetta eru svo fallegar bænir, maður hreinlega fær huggun og blessun með því að lesa þessi fallegu orð frá þér.

Takk.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband