Vina.

image0013

Drottinn er þinn hirðir, þér mun ekkert bresta.

Á grænum grundum lætur hann þig hvílast, leiðir þig að vötnum þar sem þú mátt næðis njóta.

Hann hressir sál þína, leiðir þig um réttan veg fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt þú farir um dimman dal, skaltu ekki óttast neitt illt, því að hann er hjá þér, sproti hans og stafur huggar þig.

Hann býr þér borð  frammi fyrir fjendum þínum. Hann smyr höfuð þitt með olíu, bikar þinn er barmafullur, já gæfa og náð fylgja þér alla ævidaga þína, og í húsi Drottins býr þú langa æfi.

Til þín , hef ég sál mína, Drottinn Guð minn!

Þér treysti ég, lát mig ekki verða til skammar, lát ekki óvini mína hlakka yfir mér.

Hver sá er á þig vonar, mun ekki heldur verða til skammar, þeir verða til skammar er ótrúir eru að raunalausu.

Vísa mér vegu þína, Kenn mér stigu þína. Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér, því að þú ert Guð hjálpræðis míns, á þig vona ég liðlangan daginn.

Minnst þú miskunnar þinnar,Drottinn, og kærleiksverka, því að þau eru frá eilífð.

Góður og réttlátur ert þú Drottinn, þess vegna vísar þú syndurum veginn. Þú lætur hina voluðu  ganga eftir réttlætinu og kennir hinum voluðu veg þinn.

Allir vegir þínir eru elska og trúfesti, fyrir þá, er gæta sáttmála hans og vitnisburða.            Sakir nafn þíns Drottins, fyrirgef sekt mína, því að hún er mikil.                                               

Ef einhver óttast Drottinn mun hann kenna honum veg þann, er hann á að velja, og niðjar hans eignast landið.

Í Jesú nafni.Amen,amen.

Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

flottur sálmur.Amen Guð/Jesús blessi þig elsku systir

Kær kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 15.3.2009 kl. 12:30

2 identicon

takk fyrir mig

Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband