Frelsi.

holy spirit6

Það er því engin fordæming fyrir þá er tilheyra Jesú Krist.

Ég er að hugsa um frelsið, sem ég öðlaðist er ég tók trú á Jesú sem Drottinn minn og Guð. Við mig sagði hann ; allir sem vilja við mér taka, gef ég eilíft líf. Ég hreinsa hann og gef honum líf, líf í fullri gnægð. Ég úthelli anda minn yfir hann, minn heilaga anda segir Drottinn. Andi minn, mun gefa honum sannleikan og hann mun verða frjáls. Hann mun kenna honum veg þann er hann á að ganga og hrasar hann mun hann reisa hann upp á nýu, hann mun varðveita hjarta hans að eilífu.

Ég sem Kristinn, lifi á hverjum degi með hann i hjarta mér, ég heyri hans nafn innra með mér. Mér verður á, ég geri eitthvað eða segi sem ekki er í anda hans eða ég gjöri ekki það sem hann biður. Það má vera lítið eða stórt en ég veit að það er eitthvað, alveg viss með það því hans orð hefur kennt mér að enginn stenst, ekki einn.                                                       Því hef ég tileinkað mér að iðrast á hverjum degi og þakka honum fyrir náð hans.               Að þótt ég fari frá honum, þá fer hann ekki frá mér.

Andinn hans boðar mér að elska alla menn eins og Guð elskar mig. Hann kennir mér að biðja fyrir öðrum á hverjum degi . Hann opnar eyru mín svo ég fái skilið leyndardóm Guðs, hann opnar augu mín svo ég fái séð vilja hans og verkin hans. Hann talar sín boð í hjarta mínu, hann segir mér að vitja þá sem þarfnast þess og hann blessar mig. Hann segir mér að tungan skuli ég vara mig á, því aðeins getur maður sem frelsaður er saurgað sig með henni, því hún,tungan,er ranglætislimur, er það sem út fer.Hann segir mér og kennir að hata hið illa og elska hið góða. Því ekki er þessi barátta við menn af holdi og blóði heldur andaveru vondskunar í himingeimnum.Því ber mér að biðja fyrir öllum.

Hann segir að ég megi gera allt, snerta allt, prófa allt, en forðast hið illa. Því aðeins eitt getur í raun saurgað mig og það er tungan og að elska ekki náungan. Ekkert annað getur slitið mig frá föðurnum, frá Guði.

Hann kennir mér að allt sem ég bið um í nafni hans mun hann veita mér, og það hef ég fengið að smakka og geri.

Ég spurði hann varðandi samkynhneigð, hann svaraði; hvað um þá?Því skyldi þeir ekki fá að lifa í náðinni,jafnt og þú? Auðvitað, allir,allir!!  Það er aðeins eitt sem saurgar okkur,það er tungan,  það er að segja það sem út fer af okkur og að elska ekki náungan. Því hefurðu tekið ámóti honum ertu frjáls.      Af hverju er ég að segja þetta, jú vegna þess að margir samkynhneigðir telja sér trú að þeir séu ekki elskaðir af Guði og það fer mikið fyrir brjóst á mér, ég verð sorgmædd.   

þú sem lest þetta með mér, að hafa heilagan andi innra með sér, er það sama og að vera andlega fullnægð. Ég bið að þú fáir að smakka andlega fullnægingu og fullkomið frelsi svo þú fáir skilið nærveru hans. Ég bið þess í Jesú nafni.Amen

Drottinn blessi þig, í Jesú nafni,Amen,amen.

Því það er af náð hans að ég fái að dvelja í honum og hann í mér,ekki af því að ég er fullkomin, þó ég keppist eftir því, af náð og ekki af verkum mínum. Ég skal ekki geta mikklast af mér en ég get mikklast af honum.

Eftir að ég tekið við honum hefur líf mitt vissulega breyst og satt að segja myndi ég ekki geta lifað án hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk Aida mín. Þetta er æðislegt, meiriháttar pistlar hjá þér elsku vinur og svo mikil heilræði. Það er það besta við þetta. Gangi þér sem best vinur og knúsi knús. Þú ert æðisleg. Eigðu góða nótt.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 01:49

2 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Amen Amen.

Drottinn, gefur frelsi Guð/Jesús blessi þig elsku systir

Kær kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 15.3.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband