16.3.2009 | 09:08
Til þín leita ég.
´Faðir vor, þú sem á himnum ert. Lát opnast augu mín, minn ástvin himnum á, svo ástarundur þín mér auðnist skýrt að sjá, mér auðnist skýrt að sjá hið fríða foldarskraut, hin fagra stjarna her á loftsins ljómabraut og ljóssins dýrð hjá þér.
Lát opnast eyru mín, minn ástarfaðir kær, svo eilíf orðin þín ég ávallt heyrir skær, þíns lögmáls hvellan hljóm, þín heilög, boð ei ströng þíns guðspjalls ástaróm og engla helgan söng.
Lát opnast munninn minn, svo mál hans, Drottins kær, þitt vald og vísdóm þinn æ votti nær og fjær. Veit mér að mikla þig, á meðan æðar slá, já, lengur lát þú mig þig lofa himnum á.
Lát opnast harðlæst hús míns hjarta,Drottinn minn, svo hýsi ég hjartans fús þar helgan anda þinn. Lát friðmál frelsarans þar föstum bústað ná og orð og anda hans mér ætið búa hjá.
Drottinn minn, Faðir minn og Guð, ég bið í nafni þínu er þú gafst mér að allar þær sálir er þú hefur blessað með bæn þessari megi blessast af þér í dag. Mætti nærvera þín umvefja okkur í kærleika og náðina er þú gafst okkur. Takk Drottinn, fyrir það að við megum ætið koma fram fyrir þig, í dag og alla daga. Í Jesú nafni.
Amen,amen,amen.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 23.3.2009 kl. 09:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.