Þú, Kristin sála.

Þú, Kristin sála, þjáð og mædd, þreytt undir krossins byrði,

 vanmegnast ekki, vertu  óhrædd,vilji Drottins þó yrði,

þrey, þol og líð, bið,vona og bíð, bölið fær góðan enda,

þá neyð er hæst, dove-holyspirit-bgHerrann er næst, hann mun þér fögnuð senda.

Ei er trúin þitt eigið verk, enn þótt hún veikleg standi,

né þolinmæði í þrautum sterk, það gefur helgur andi,

 hvað hann upptók hann gaf og jók, hjálpsamlega framkvæmir, 

  vanmegnan þá, sem er þar á, aldrei hans náð fordæmir.

Hygg að, því barni mest er mjúkt móðurhjartað ágæta,

 vanmegna sem hún sér og sjúkt, sýnir því hjúkrun mæta. 

 Eins er Guðs hönd, angraðri önd æ er hann nálægastur,

ástríkur best og blíður mest, við börn sín veik trúfastur.

Guði sé lof, sem glaða von gaf oss í raunum vöndum,

 lét hann sinn ljúfa líknar son leysa oss af dauðans böndum,

hans andi kær er alltaf nær öllum sem þjáning líða,

við skulum því í þrengingum þreyja, vona og bíða.

Drottinn ég bið fyrir þeim sálum sem með mér biðja,

að blessun þín mætti úthellast í hjörtu, huga og sálu vora.

Ég bið í þínu nafni Jesús, sem þú gafst okkur.

Í Jesú nafni Amen.

Verði þinn vilji Drottinn.Amen,amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Amin   

Dásamlegt

Kær kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 16.3.2009 kl. 13:46

2 identicon

Takk æðsilega fyrir fallega bæn. Takk.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 19:20

3 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Amen kæra AidaHafðu það gott

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 16.3.2009 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband