Alvæpni Guðs.

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_thakka_ther_fyrir_thennan_dag_811225

Drottinn, styrk oss í samfélagi við þig, í krafti máttar þíns.

Klæð okkur í alvæpni þínu, svo að við fáum staðist vélarbrögð djöfulsins.

Því að baráttan, sem við eigum í , er ekki við hold og blóð, heldur við andaveru vonskunnar

í himingeiminum.

Fyrir því bið ég þig Drottinn, að þú gefur okkur alvæpni þitt.

Gyrð okkur með sannleika um lendar okkar og gef okkur brynju réttlætisins og skóaðu okkur með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins.

Gef okkur skjöld trúarinnar, svo að við getum slökkt öll hin eldlegu skeyti hins vonda,

set þú á oss hjálm hjálpræðisins og gef oss sverð andans, sem er þitt orð.

Gef oss þær bænir og beiðni, í hjörtum vor sem þú villt.

Drottinn innsigla þú þetta í hjörtu , sálu og huga okkar svo að allur líkaminn fái að lofa þig, eins og vera ber.

Amen,amen í Jesú nafni.Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

AmenÍ Jesú blessaða nafni

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 20.3.2009 kl. 16:22

2 identicon

Takk. Takk elsku vinur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 17:40

3 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Amen. Guð/Jesús blessi þig trú systir

Kær kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 20.3.2009 kl. 23:25

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Við erum lánsöm að eiga Jesú og þess vegna getum við varið okkur gegn allri mynd hins Illa .

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.3.2009 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.