Tileinkað þér.

holyspirit11

Ég elska þig.

Ég vildi óska að ég gæti gefið þér hamingju.

Ég vildi að þú værir stolt af mér, að þú værir ánægð með mig.

Ég hef alltaf þráð það.

Til margra ára hef ég beðið til Drottins að hann geri mig að þeirri konu sem hann þrái að ég sé, að ég væri sú dóttir er hann yrði stoltur af, svo sem einkadóttir hans sem augasteinn hans. Að ég væri sú móðir er hann aldrei gæti yfirgefið. Svo ég yrði fullkomin fyrir þig.

Svo er ekki enn, en kannski áður en þú kveður, færð þú að upplifa það, fullkomna konu, dóttir og móðir og sem Guðs barn.

En kannski ekki.

Ég mætti elska mig meir og aga, þá gæti ég sýnt þér betur hve mikið ég elska þig.

Ég vildi að ég væri betri vinur.

Fyrirgef mér, elskaðu mig, svo sem ég er svo ég passi mig betur.

Ég hef þráð það allt mitt líf að ég gæti gert þig hamingjusama, að allt er ég gjöri, alla er ég elska og elska mig, að öll mín lífsreynsla og líf mitt væri þér unun að sjá.

Að sjá mig þroskast sem fullorðin kona, barn og móðir. Að þú værir stolt af mér, og sæir ekkert rangt.

Ég vil vera í góðum höndum, vina og ættingja. Ég vil vera elskuð og þráð.

Ég elska þig og ég bið að þú sjáir það og finni. Að það geri þig fullkomlega hamingjusama, að þú viljir sjá það. Að þú fyrirgefur mér af hjarta, huga og sál og treystir mér.

Elskaðu mig.

Þín Aida.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Ég elska þig sem bróðir, hvernig líst þér á það?

Aðalbjörn Leifsson, 29.3.2009 kl. 18:00

2 Smámynd: Aida.

Það gleður mig og ég elska þig lika.

Aida., 29.3.2009 kl. 18:11

3 identicon

Takk æðislega fyrir gott og hlýtt blogg. Þetta er æðislegt. Takk elsku vinur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 18:59

4 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Amen Ég elska þig sem bróðir 

Takk fyrir þessi fallegur orð

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 31.3.2009 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband