17.4.2009 | 23:06
Lækning og lausn.
Faðir vor , þú sem ert á himni.
Helgist þitt nafn og tilkomi þitt ríki.
Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni og gef oss í dag vort daglega brauð.
Fyrirgef oss svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.
Eigi leiðir þú okkur í freistni , heldur frelsa þú oss frá illu.
Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin.
Að eilífu. Amen
Í Jesú nafni.
Faðir. Takk fyrir þennan dag og náð þína.
Takk fyrir allt sem þú gefur okkur sérhvern dag,dýrðin er þín.
Takk fyrir vonina Drottin sem þú gefur, því vonin er staðfesta.
Drottin svo margir út að þjást.
Verkamenn eru fáir og uppskeran er mikil ,
og neyðin mikil.
Fyrirgef oss, ónýtir verkamenn erum vér allir, gerum aðeins skyldu vora.
Herra hvíldardagur! Það er þú Jesús, hinn sanni Drottinn og Guð, Guð minn.
Hann hefur ritað nafn mitt í lófa sinn og nafn sitt hefur hann ritað í hjarta mér.
Boð þín eru ráðgjafar mínir. Gjör mig að verðugri verkamanni, sú sem þú hefur mætur á.
Og alla þá er hvíla í brjósti mér, í hjarta mínu. Faðir börn þín kalla.
Lækna þú , leys þú, blessa þú. Gjör hið gamla að engu og sjá nýtt er orðið til.
Sakir nafns þíns Drottinn vor og Guð, sem allt þetta getur og gerir.
Takk Faðir , þú heyrir , þú gerir.
Ég trúi Drottinn, leyf alla þá er biðja hér með mér fá snertingu andans eins og mér,
Gef oss bænaranda Drottinn, gef oss sanna iðrun, heilög tárin.
Ég bið í Jesú nafni.Amen.Amen.
Takk Abba.Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Löggæsla, Menntun og skóli | Facebook
Athugasemdir
Amen.
Aðalbjörn Leifsson, 17.4.2009 kl. 23:52
Amen yndislegt hjá þér
Sverrir Halldórsson, 18.4.2009 kl. 18:19
amen.og takk elsku systir
Guð/Jesús blessi þig
Kær kveðja Gulli Dóri
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 18.4.2009 kl. 20:04
Sælir bræður, yndislegt að sjá ykkur.
Knús á ykkur og heilagir kossar á kinnar ykkar.
Guð er góður Guð.
Hallelúja.
Aida., 18.4.2009 kl. 21:05
Takk elsku Aida mín.
Þú ert æðisleg.
Amen***
Takk.
Kærleiks kveðjur.
Valgeir.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 21:24
Sæll Valli minn.Yndislega sál.
Mikið er gaman að sjá þig ég sendi þér lika knús og heilaga kossa á kinn.Í Jesú nafni.Amen
Aida., 18.4.2009 kl. 21:37
Amen. Falleg orð. Guð blessi þig bænahermaður Drottins.
Kv. Muggi.
Guðmundur St Ragnarsson, 20.4.2009 kl. 16:25
Sæl og blessuð kæra Aida
Takk innilega fyrir heilnæmt Guðsorð.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.4.2009 kl. 21:58
Takk fyrir innlitin Muggi og Rósa . Drottinn blessi ykkur og varðveiti í Jesú nafni,Amen.
Aida., 26.4.2009 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.