Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
23.11.2008 | 12:44
"Bænin."
"Bænin"
'Eg bið að helgun mín til þín Jesús, mætti skína af dýrð þinni og nærveru.
Að þú Drottinn minn, lætur mig bera góðan ávöxt, á grein þína.
Eins marga og þú villt, þeim mun betri.
'Eg þrái að rísa á fætur árla dags er allt og allir sofa.
Lesa þitt lifandi orð inn í mig, biðja þín, elska og lofa þig.
Mætti öll verk mín og áform fá framgegnt í blessun og friði þínum,
með þinni vernd.
Mætti ég vera sú verkamaður sem þú hefur mikla þóknun á,
því uppskeran er mikil en verkamenn fáir.
Að ég mætti taka mína stöðu í köllun minni fyrir allar þær sálir
er þú hefur sett í hjarta mitt.
Blessa þú heimilið með hamingju og frið, og góða heilsu,
svo að dýrð þín sé í öllum og í öllu.
Gef mér að vera sú dóttir er þú verður ástfanginn af.
Sú kona sem þú dáir vegna innri fegurð er þú fyllir mig með.
Sú móðir sem þú myndir kalla mamma, þótt ég hafi ekki fætt þig.
Að ég sé sú sem þú myndir aldrei sleppa eða fara frá.
Hjálpa mér að hvílast á réttum tíma svo ég týnist ekki.
Hjálpa mér að elska aga svo ég geti gert allt þetta.
Abba Jesú. Þessa bæn bið ég heitt og sárt af öllum mínum mætti,
hjarta, huga og sál, og að allir sem lesa þessa bæn fái einnig þá blessun sem ég bið um.
'Eg bið þess í Jesú Krists nafni.
Amen. Amen þér til dýrðar, amen.
Hallelúja.