Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

"Tjáningafrelsi.

Tungan!

Ef við leggjum hestum beisli í munn,

til þess að þeir hlýði oss,þá getum við stýrt öllum líkama þeirra.

Sjá einnig skipin, svo stór sem þau eru og rekin af hörðum vindum.

Þeim verður stýrt með mjög litlu stýri, hvert sem stýrimaðurinn vill.

Þannig er líka tungan lítill limur en lætur mikið yfir sér.

Sjá hversu lítill neisti getur kveikt í miklum skógi.

Tungan er líka eldur.

Tungan er ranglætisheimur meðal lima vorra.

Hún flekkar allan líkamann og kveikir í hjóli tilverunnar,

en er sjálf tendruð af helvíti.

Allar tegunda dýra hafa mennirnir tamið,

en tunguna getur enginn maður tamið,

þessa óhemju,sem er full af banvænu eitri.

Með henni vegsömum við Guð og með henni formælum

við mönnum, sem skapaðir eru í líkingu Guðs.

Öll hrösum við margvíslega.

Hrasi einhver ekki í orði, þá er hann maður fullkominn,

fær um að hafa stjórn á öllum líkama sinum.

Sú speki sem að ofan er,hún er í fyrsta lagi hrein,

því næst friðsöm, ljúfleg, sáttgjörn, full miskunnar

og góðra ávaxta, óhlutdræg, hræsnislaus.

En ávexti réttlætisins verður sáð í friði þeim til handa,

er frið semja.

 


"Trúarbænin.

Trúarbænin mun gjöra hinn sjúka heilan, og Drottinn

mun reisa hann á fætur.

Þær syndir, sem hann kann að hafa drýgt,

mun honum verða fyrirgefnar.

Játum því hver fyrir öðrum syndir

okkar og biðjum hver fyrir öðrum,

til þess að vér getum verið heilbrigð.

Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.


"Kærleikurinn fylling lögmálsins.

Við erum dánir lögmálinu fyrir líkama Krists,

til þess að verða öðrum gefnir, honum sem var vakinn frá dauðum,

svo að vér mættum bera Guði ávöxt.

Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú.

Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað oss frá lögmáli

syndarinnar og dauðans.

Það sem lögmálinu var ógerlegt, að því leyti sem það mátti sín einskis

fyrir holdinu, það gjörði Guð.

Með því að senda sinn eigin son í líkingu syndugs manns gegn syndinni,

dæmdi Guð syndina í manninum.

Allir þeir , sem leiðast af anda Guðs,

þeir eru Guðs börn.

Kristur er endalok lögmálsins, svo að nú réttlætist sérhver sá, sem trúir.

Ef þú játar með munni þínum :

Jesús er Drottinn-og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann

frá dauðum, muntu hólpinn verða.

Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til

hjálpræðis.

Hann afmáði skuldabréfið, sem þjakaði oss með ákvæði sínum.

Hann tók það burt með því að negla það á krossinn.

Drottinn blessa þú þá sem lesa þetta.

I Jesú nafni. Amen.


"Upp mín sál.

Upp, upp, mín sál og allt mitt geð,

upp mitt hjarta og rómur með.

Hugur og tunga hjálpi til.

Herrans pínu ég minnast vil.

Ljúfan Jesúm til lausnar mér,

langaði víst að deyja hér.

Mig skyldi og lysta að minnast þess

mínum drottni til þakklætis.

O', Jesús, gef þinn anda mér,

allt svo verði til dýrðar þér,

uppteiknað, sungið, sagt og téð.

Síðan þess aðrir njóti með.

Amen.


"Gæska Guðs.

Gæskan þín, Jesú, eilíf er,

ununar vist þú tilbjóst mér.

Drottinn, lát mig þín rækja ráð,

ráði mér æ þín blessuð náð.

Unn þú mér nafns að njóta þíns,

nákvæmast yndi hjarta míns.

Þér einum vil ég unna mest,

orð þitt læra og stunda best.

Ráfa þótt hljóti í dimmum dal,

deiga mig enginn kvíði skal.

Af því svo ríkt ég reiði mig,

raungóði bróðir, upp á þig.

Deyja nær burt ég eitt sinn á;

ó, góði Jesú, vert mér hjá.

Tak mig þá þína tjaldbúð í,

til þín mig jafnan langar því.

'Eg svo í dýrðar ríkum reit

rómi þitt lof með englasveit.

Amen.


" Iðrun.

Horfin er flest öll heimsins blíða,

hlýt ég aðkast svo margt að líða,

lít þú því, Jesú, ljúft til mín,

líknar blessuðu augum þín.

Vinir sem fyrr ég vel nam trúa,

vilja nú flestir frá mér snúa.

Fáráðan þó ei forlát mig,

fyrst ég treysti nú best á þig.

Allir, sem þunga þjáðir,

þreyttir og heims af böli hrjáðir,

'I hjá þér finna einkalið,

andahræring og sálarfrið.

Með klökkum til þín kem ég huga,

sem kvinnan sú hin bersynduga,

viljandi fætur þínar þar,

þvo með tárum iðrunar.

Sá hefur á þér miklar mætur,

sem margar skuldir þú forlætur.

Fyrst þú upp gefur mikið mér,

mikið lát þú mig unna þér.

Klæðfald þinn ég kem að strjúka,

sem kvinnan sú hin blóðfallssjúka.

Æ, lát kraft ganga út frá þér,

ó, Jesú, til að bjarga mér.

Við ástar tillit augna þinna,

iðraðist Pétur glæpa sinna.

Eins lát þú náðar ávarp þitt,

ilja og hræra hjartað mitt.

'O, Jesú, veit mér iðran slíka,

því ég vil hjartans feginn líka,

með sárt kveinandi sorgar raust,

synd mína gráta hræsnislaust.

Einnig bið ég að þú blessir þá sál er les þetta.

I Jesú nafni. Amen.


" Illugi Jökulson.

Hvað er að?

Hvað höfum við Íslendingar að gera með að birta myndir af Múhameð spámann.

Er það ekki bara til að ögra múslima?

Eg sjálf er Krists en myndi ekki hvarfla að mér að fræða aðra um Múhameð, hvað þá teikna mynd af honum.

Vitum við yfir höfuð hvernig hann leit út?

Þetta fór hrikalega fyrir brjóst á mér, og ég fylltist skömm.

Illugi, hver er tilgangurinn?

Eiga ekki allar þjóðir að virða hvor aðra?

Við sem tilheyrum Krist, við þurfum að biðja fyrir þessu.

'Astundum frekar kærleika til allra, sama hvaða þjóða við tilheyrum.

Virðum alla menn jafnt.

Það er Guði þóknanlegt.

'Astundum friðar við alla.

I Jesú nafni. Amen.


"Opinber syndajátning og auðmjúk líknarbón.

'O Guð, og Drottinn allsvaldandi,

ég kem nú til þín sárt harmandi

synd mína, hver nú orðin er

of þung mikils til byrði mér.

Aldrei skal ég af því láta

auðmjúklega brot mín játa,

því sá sem lækning fús vill fá,

fyrst um sjúkdóminn kvarta má.

Um fótskör þína á allar síður

ormur syndugri varla skríður.

Er því vel maklegt að mér nú

af henni burtu spyrnir þú.

Allskonar lýtum er ég þakinn,

aumur, volaður, blindur, nakinn.

Er því réttvíst að útskyrpir

af þínum munni, Drottinn, mér.

Sjá þú, Guð, hversu sárt ég harma,

og sundurbrotnum vængi barma:

Af því að fitin föst er mín,

forsmán ég líð og sára pín.

Samviskan bítur, sárið blæðir.

Satan ákærir, lögmál hræðir.

Hjástoðin dvínar, hörmung lýr,

heimurinn fagnar, lukkan flýr.

Nú flý ég, meðan náðin stendur,

náðugi Guð, á náðir þín,

náðþyrstri sálu líkna mín.

Fyrst þú vilt ekki frá þér reka

fáráða, er sig játa seka

og ganga hreint við glæpum sín,

grátandi flý ég nú til þín.

Allskonar vill mig angrið beygja,

engum hef ég nú til að segja,

eilífi Drottinn, utan þér,

-ó brunnur líknar! Svala mér.

'O, hvað margt böl mig gjörir græta,

græt ég það tjón, er síst má bæta,

bæta, Guð, virst meinin mín,

mín önd svo prísi gæsku þín.

Eftir mikilli miskunn þinni,

miskunna, Drottinn, sálu minni,

og afmá syndir allar minnar,

eftir mikilleik náðar þinnar.


" Vinur.

Vinur elskar ætið

og í nauðum er hann sem bróðir.

Sá sem breiðir yfir bresti,eflir kærleika,

en sá sem ýfir upp sök, veldur vinaskilnaði.

Sá sem ástundar réttlæti og kærleika,

hann öðlast líf, réttlæti og heiður.

Gott mannorð er dýrmætari en mikill auður,

vinsæld er betri en silfur og gull.

Laun auðmýktar, ótta Drottins,

eru auður heiður og líf.

Glatt hjarta gjörir andlitið hýrlegt,

en sé hryggð í hjarta, er hugurinn dapur.

Vingjarnlegt augnaráð gleður hjartað,

góðar fréttir feitar beinin.


Bænin mín.

Svo margt sem ég vil segja,

og það ei að gleyma.

Af hjartans þrá,

þig vil ég elska og dá.

Með logandi hjarta,

Drottinn,ég er sá,

sem þráir ljósið bjarta.

Kenn mér Jesús,

að yrkja ljóð,

það mun fylla mína fró.

'Eg mætti syngja

og lofa þér,

hinn hæsta

eins og vera ber.

Amen.

I þínu nafni Jesú. Amen.                                                                                          Höf.'Eg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband