Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Bæn

Drottinn, fáðu mig auma séð,

af hjartans þrá nú ég kveð.

Drottinn, ég að heiman er,

og einmanna dvel.

Þú minn bestur vinur er,

því skyldi ég þrá annan hér.

Fyrirgef þú mér.

I Jesú nafni. Amen.                                                                                         Höf.'Eg


" Bæn.

'O, Drottinn, ég vil aðeins eitt:

Að efla ríki þitt.

'O, þökk, að náð sú var mér veitt,

sem vakti hjarta mitt.

'Eg verður, Jesú, ekki er

að vera í þínum her,

en vinar nafn þú valdir mér,

mig vafðir blítt í hjarta þér,

ó, hjálpa mér

að hlýðnast eins og ber.

Amen. I Jesú nafni.


" Fjallið helga.

Drottinn, hver fær að gista í tjaldi þínu,

hver fær að búa á fjallinu þínu helga?

Sá er fram gengur í flekkleysi og iðkar réttlæti,

og talar sannleika af hjarta,

sá er eigi talar róg með tungu sinni,

eigi gjörir öðrum mein og eigi leggur náunga

sínum svívirðing til:

sem fyrirlítur þá er illa breyta,

en heiðrar þá er óttast Drottin,

sá er sver sér í mein og bregður eigi af,

sá er eigi lánar fé sitt með okri,

og eigi þiggur mútur gegn saklausum.

-Sá er þetta gjörir, mun eigi haggast um aldur.

 


" Við erum víngarður hans.

Svo segir Drottinn til þín og til mín.

'Eg, Drottinn, er vörður þinn,

ég vökva þig á hverri stundu.

'Eg gæti þíns dag og nótt,

til þess að enginn vinni þar spell.

Mér er ekki reiði í hug,

en finni ég þyrna og þistla,

ræðst ég á þá og brenni þá til ösku,

-nema menn leiti hælis hjá mér og

gjöri frið við mig,gjöri frið við mig.

Jesú blessi þig í dag. I Jesú nafni .Amen.

-


" 'Arla dags!

Hvað gjöra þeir, sem hér á jörð

hafa að spotti Drottins orð,

lifa í glæpum ljóst til sanns,

lasta og forsmá þjóna hans?

Soninn Guðs ekki þekktu þeir,

því syndga hinir langtum meir,

sem kallast vilja kristnir best,

kristnum þó lasta allra mest.

Hatursmenn herrans vaka,

hugsandi að gjöra tjón.

Eftir því áttu að taka,

ef ertu hans tryggða þjón.

Viljir þú við þeim sporna

og varast þeirra háð,

árla dags alla morgna

við orð Guðs haltu ráð.

'Arla dags uppvaknaður

ætið ég minnist þín,

Jesús minn hjálparhraður,

hugsa þú æ til mín.

'Arla á efsta dómi

afsökun vertu mér.

Minnstu þá, frelsarinn frómi,

hvað fyrir mig leiðstu hér.

I Jesú nafni. Amen.

Mætti Drottinn blessa þig í dag, þú sem lest þetta.

I Jesú nafni. Amen.


" 'Ast!

Guðdóms elskueðlið djúpa,

inn til þín ég mæni klökk.

'O, ég þarf að krjúpa, krjúpa,

koma til þín heitri  þökk.

Ekki neitt ég átti skilið.

Innst í mér þín birta skín.

Hvernig fórstu að brúa bilið,

bilið milli þín og mín?

Ekki neitt ég átti skilið,

ekkert sem ég bað þig um,

en nú sé ég, að breiða bilið

brúað er með þjáningum.

'An þín hefði ég gæfu glatað,

Guð, sem vakir yfir mér.

'An þín hefði ég aldrei ratað,

og þó gat ég vantreyst þér.

'O, að trúa, treysta mega,

treysta þér sem vini manns,

Drottinn Guð, að elska og eiga

æðstu hugsjón kærleikans.

I Jesú nafni. Amen.

'Eg bið að Drottinn blessi alla þá er þetta lesa.

I Jesú nafni .Amen.


"'Eg er kristinn.

 

Jesús.

'Eg vil leita, þín af hug og trú.

'Eg vil breyta, sem kenndir þú.

'Eg vil þig, biðja að leiða mig.

'Eg vil mæna, til þín augum bæna.

'Eg vil láta, orð þitt lýsa mér.

'Eg vil gráta, mína synd hjá þér.

'Eg á þig, vil reiða mig.

'Eg skal vera, ok þitt fús að bera.

E'g vil þreyja, uns þú kallar mig.

'Eg vil deyja, í trú á þig.

'Eg mun fá, þína dýrð að sjá.

'Eg mun gjalda, Jesú prís um aldir alda.

Amen í Jesús nafni.


"Drottinn segir:

,,Rita þú, því þetta eru orðin trúu og sönnu."

Og hann sagði við mig:,,Það er fram komið.

'Eg er Alfa og 'Omega, upphafið og endirinn.

'Eg mun gefa þeim ókeypis, sem þyrstur er,

af lind lífsins vatns.

Sá er sigrar mun erfa þetta, og ég mun vera hans Guð

og hann mun vera minn sonur.

En fyrir hugdeiga og vantrúaða og viðurstyggilega

og manndrápara og frillulífsmenn og töframenn,

skurðgoðadýrkendur og alla lygara er staður búinn í díkinu,

sem logar af eldi og brennisteini.

Það er hinn annar dauði.

           Og.

Sjá, ég kem skjótt, og launin hef ég með mér,

til að gjalda hverjum og einum eins og verk hans er.

'Eg er Alfa og Omega, hinn fyrsti og hinn síðasti,

upphafið og endirinn.

Sælir eru þeir sem þvo skikkjur sínar.

Þeir fá aðgang að lífsins tré og mega ganga um hliðin inn í borgina.

'A þeim degi vil ég segja og syngja:

-Hallelúja, Drottinn Guð vor, hinn alvaldi,

er konungur orðinn.

Gleðjumst og fögnum og gefum honum dýrðina,

því að komið er að brúðkaupi lambsins og brúður hans

hefur búið sig.

Henni var fengið skínandi og hreint lín til að skrýðast í.

Og hann sagði við mig:,,Rita þú: Sælir eru þeir,

sem boðnir eru í brúðkaupsveislu lambsins."

Og hann segir við mig:,, Þetta eru hinn sönnu orð Guðs."


"Varað við villukennendum.

Náð og miskunn og friður frá Guði föður og Kristi Jesú,Drottni vorum.

Við sem elskum Jesú, eigum að bjóða sumum mönnum að fara ekki

með annarlegar kenningar og gefa sig ekki að ævintýrum og endalausum

ættartölum, er fremur efla þrætur en trúarskilning á ráðstöfum Guðs.

Markmið þessara hvatningar er kærleikur

af hreinu hjarta, góðri samvisku og hræsnislausri trú.

Sumir eru viknir frá þessu og hafa snúið sér til hégómamáls.

Þeir vilja vera lögmálskennendur, þó að hvorki skilji þeir,

hvað þeir sjálfir segja, né hvað þeir eru að fullyrða.

Vér vitum að lögmálið er gott, noti maðurinn það

réttilega og vitið að það er ekki ætlað réttlátum,

heldur lögleysingjum og þverbrotnum, óguðlegum og syndurum,

vanheilögum og óhreinum, föðurmorðingjum og móðurmorðingjum,

manndrápurum, frillulífsmönnum, mannhórum, lygurum, meinsærismönnum,

og hvað sem það nú annað, sem gagnstætt er hinni heilnæmu kenningu.

Þetta er samkvæmt fagnaðarerindinu um dýrð hins blessaða Guðs,

sem mér var trúað fyrir.

Gefið gætur að hundunum, gefið gætur að hinum vondu verkamönnum,

gefið gætur að hinum sundurskornu.

Vér erum hinir umskornu, vér sem dýrkum Guð í anda hans og mikklumst af Kristi Jesú.

Þér hafið tekið á móti Kristi,Drottni Jesú.

Lifið því í honum. Verið rótfastir í honum og byggðir á honum, staðfastir í trúnni,

eins og yður hefur verið kennt, og auðugir að þakklátsemi.

Gætið þess að enginn verði til að hertaka yður með heimspeki og hégómavillu,

sem byggist á mannasetningum, er runnið frá heimsvættum, en ekki frá Kristi.

Þeir hrokast upp af engu í hyggju holds síns og halda sér ekki við hann, sem er höfuðið og

styrkir allan líkamann og samantengir taugum og böndum, svo að hann þroskast

guðlegum þroska.

Kjósum ekki heiður manna,

kjósum heiður frá Guði.

Hann segir:,,Sá sem hafnar mér og tekur ekki við orðum mínum,

hefur sinn dómara. Orðið, sem ég hef talað, verður dómari hans á efsta degi.

Þú sál sem ekki þekkir Drottinn Jesús Krist,

skalt varast þetta, til að þekkja hinn heilaga þarftu að lesa Nýa testamentið

og leyfa sjálfum Drottni að kenna þér eins og mér.

Gamla Testamentið sýnir okkur hvernig var áður en Frelsarinn kom,

Nýa Testamentið kennir okkur frelsið í honum.

I Jesú nafni Amen.


"Anda Sannleikans.

Jesús segir:,,Trúið á Guð og trúið á mig.

'Eg er vegurinn, sannleikurinn og lífið.

Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.

Sannlega, sannlega segi ég yður:

-Sá sem trúir á mig, mun einnig gjöra þau verk, sem ég gjöri.

Og sá mun gjöra meiri verk en þau.

Og hvers sem þér biðjið í mínu nafni, það mun ég gjöra,

svo að faðirinn vegsamast í syninum.

Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín.

'Eg mun biðja föðurinn, og hann mun gefa yður anda sannleikans.

Sá sem hefur boðorð mín og heldur þau,

hann er sá sem elskar mig.

En sú sál sem mig elskar, mun elskuð verða af föður mínum.

Og ég mun birta sjálfan mig.

Svo segir Drottinn til þín er les þetta.

I Jesú nafni Amen.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.