Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
3.3.2008 | 13:22
"Þegar hjarta mitt dó.
Vonin var horfin mér.
Allt er ég sá,var dauði.
Hjörtu mannanna var illska.
'Eg hataði manneskjur.
Heimurinn mátti farast og allt er í henni bjó.
'Eg leitaði,en fann enga fró.
Og einn daginn,hjarta mitt dó.
Meðan ég þagði,tærðust bein mín,
allan daginn kveinaði ég.
því að dag og nótt lá hönd Drottins þungt á mér,
lífsvökvi minn þvarr sem í sumarbreiskju.
Þá játaði ég synd mína frammi fyrir Drottni
og fól eigi misgjörð mína fyrir honum.
'Eg mælti:,,'Eg vil játa afbrot mín fyrir Drottni,"
og hann fyrirgaf syndasekt mína.
Þess vegna biðji þig sérhver trúaður,
meðan þig er að finna.
Þótt vatnsflóðið komi,
nær það honum eigi.
Drottinn,er skjól mitt,
hann leysir mig úr nauðum,
með frelsisfögnuði umkringir hann mig.
Hann sagði:,,'Eg vil fræða þig og vísa þér veginn,
er þú átt að ganga,
ég vil kenna þér og hafa augun á þér:
Verið eigi sem hestar eða skynlausir
múlar;
með taum og beisli verður að temja
þrjósku þeirra,
annars nálgast þeir þig ekki.
Mikklar eru þjáningar óguðlegs manns,
en þann er treystir Drottni umlykur
hann elsku.
Gleðjumst yfir Drottni og fagnið,
þér réttlátir,
kveðið fagnaðarópi,allir hjartahreinir!
Því sæll er sá er afbrotin eru fyrirgefin,
synd hans hulin.
Sæll er sá maður er Drottinn tilreiknar
eigi misgjörð,
sá er eigi geymir svik í anda.
3.3.2008 | 12:38
"Kvæði um spekina.
Spekin,hvar er hana að finna,
og hvar á viskan heima?
Enginn maður þekkir veginn til
hennar,
og hana er ekki að finna á landi
lifenda.
Undirdjúpið segir:,,'I mér er hún
ekki!"
Og hafið segir:,,Ekki er hún hjá mér!"
Hún fæst ekki fyrir skíragull,
og ekki verður silfur reitt sem andvirði
hennar.
Eigi verður hún ófírgulli goldin
né dýrum sjóam- og safírsteinum.
Gull og gler kemst ekki til jafns við
hana,
og hún fæst ekki í skiptum fyrir ker af
skíragulli.
Kóralla og krystalla er ekki að nefna,
og að eiga spekina er meira um vert en
perlur.
Tópasar blálands komast ekki til jafns
við hana,
hún verður ekki goldin með hreinasta
gulli.
Já spekin,hvaðan kemur hún,
og hvar á viskan heima?
Hún er falin augum allra þeirra er lifa,
og fuglum loftsins er hún hulin.
Undirdjúpin og dauðinn segja:
,,Með eyrum vorum höfum vér heyrt
hennar getið."
Guð veit veginn til hennar,
og hann þekkir heimkynni hennar.
Því að hann sér til endimarkar jarðar,
lítur allt,sem undir himninum er.
Þá er hann ákvað þunga vindarins
og ákvarðaði takmörk vatnsins,
þá er hann setti regninu lög
og veg eldingunum,
þá sá hann hana og kunngjörði hana,
fékk henni stað og rannsakaði hana
einnig.
Og við manninn sagði hann:
,,Sjá ,að óttast Drottin-það er speki,
og að forðast illt-það er viska."
2.3.2008 | 15:37
"Leiddu mína litlu hendi.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús,þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesús,að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu,
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf,Jesús,vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag,þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
2.3.2008 | 15:30
"Hönd í hönd.
Um lífsins veg,
hönd í hönd,
ég og Drottinn minn,
þó fari ég
um ókunn lönd,
hann hjá mér alltaf finn.
'I amstri dags þó að Guð ég gleymi,
hann man alltaf eftir mér,
í hjarta mínu ávallt ég geymi,
Drottinn,mynd af þér.
1.3.2008 | 12:22
Lítil bæn.
Frelsarinn góði,ljós mitt og líf,
lífsins í stormum vertu mér hlíf.
Láttu þitt auglit lýsa yfir mig,
láttu mig aldrei skiljast við þig.
Gjörðu mig fúsan,frelsari minn,
fúsari að ganga krossferil þinn,
fúsari að vinna verk fyrir þig.
Vinurinn eini,bænheyrðu mig.
1.3.2008 | 12:17
"Sönn og rétt Guðsdýrkun!
Elskan sé flærðarlaus.
Höfum andstyggð á hinu vonda,en höldum fast við hið góða.
Sýnum hver öðrum bróðurkærleika og ástúð,
og verum fyrri til að veita öðrum virðing.
Verum ekki hálfvolgir í áhuganum,
verum brennandi í andanum.
Þjónum Drottni. verum glöð í voninni,þolinmóð
í þjáningunni og staðföst í bæninni.
Tökum þátt í þörfum heilagra,stundum gestrisni.
Blessum þá sem ofsækja okkur.Blessum þá en bölvum þeim ekki.
Fögnum með fagnendum,grátum með grátendum.
Berum sama hug til allra,hreykjum okkur ekki,
en höldum okkur að hinum litilmótlegu.
Ætlum okkur ekki hyggna með sjálfum okkur.
Gjöldum engum illt fyrir illt.
Stundum það sem fagurt er fyrir sjónum allra manna.
Höfum frið við alla menn,að því leiti sem það er unnt og á okkar valdi.
Hefnum okkur ekki sjálf,heldur leyfum hinni refsandi reiði
Guðs að komast að,því að ritað er:
,,Mín er hefndin,ég mun endurgjalda,segir Drottinn"
Og eins og ritað er:,,ef óvin þinn hungrar,þá gef honum að eta,
ef hann þyrstir þá gef honum að drekka"
Með þvi að gjöra þetta safnar þú glóðum elds á höfuð honum.
"lát ekki hið vonda yfirbuga þig,heldur sigra þú illt með góðu".
Skuldum ekki neinum neitt,nema það eitt að elska hvern annan,
þvi að sá sem elskar náunga sinn,hefur uppfyllt lögmálið.
Boðorðin:,,þú skalt ekki drýgja hór,
þú skalt ekki morð fremja,
þú skalt ekki stela,
þú skalt ekki girnast,"og hvert annað boðorð er innifalið í þessari grein:
þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig."
Kærleikurinn gjörir ekki náunganum mein.
Þess vegna er kærleikurinn fylling lögmálsins. Amen.