Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
11.3.2008 | 09:35
"Verum fullkominn.
Svo segir hinn Heilagi:
-Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina.
'Eg kom ekki til að afnema, heldur uppfylla.
Sannlega segi ég yður:Þar til himinn og jörð líða undir lok,
mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu,
uns allt er komið fram.
Þér hafið heyrt, að sagt var við forfeðurna:
-Þú skalt ekki morð fremja.
sá sem morð fremur, skal svara til saka fyrir dómi.
En ég segi yður: Hver sem reiðist bróður sínum,
skal svara til saka fyrir dómi.
Sá sem hrakyrðir bróður sinn skal svara til saka fyrir ráðinu
og hver sem svívirðir hann,hefur unnið til eldvítis.
Þér hafið heyrt, að sagt var: Þú skalt ekki drýgja hór.
En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug,
hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.
Þá var og sagt: ,,Sá sem skilur við konu sína nema fyrir hórsök,
verður til þess að hún drýgir hór.
Þér hafið heyrt, að sagt var: ,,Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.
En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim, sem gerir yður mein.
Nei, slái einhver þig á hægri kinn, þá bjóð þú honum einnig hina.
Og neyði einhver þig með sér eina mílu, þá far með honum tvær.
Gef þeim sem biður þig, og snú ekki baki við þeim, sem vill fá lán hjá þér.
Þér hafið heyrt, að sagt var:,,Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn.
En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim sem, sem ofsækja yður,
svo að þér reynist börn föður yðar á himnum, er lætur sól sína renna upp
yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta.
Þótt þér elskið þá, sem yður elska, hver laun eigið þér fyrir það?
Gjöra ekki tollheimtumenn hið sama?
Og hvað er það, þótt þér heilsið bræðrum yðar einum.
Gjöra heiðnir menn ekki hið sama?
Verið því fullkomnir, eins og faðir yðar himneskur er fullkominn.
Þú munt nú segja:,,Hver getur staðist þetta?
En Drottinn svarar:,,Fyrir mönnum eru enginn ráð til þessa,
en fyrir Guði. Guð megnar allt.
Hann sér til þess að við getum gert allt þetta.
I Jesú nafni Amen.
10.3.2008 | 12:54
"Sál mín.
Hví ert þú beygð, sál mín,
og ólgar í mér?
Vona á Guð,
því enn mun ég fá að lofa hann,
hjálpræði auglitis míns og Guð minn
Um daga býður Drottinn út náð sinni,
og um nætur syng ég honum ljóð,
bæn til Guðs lífs míns.
Send ljós þitt og trúfesti þína,
þau skulu leiða mig,
þau skulu fara með mig til fjallsins þíns
helga,
til bústaðar þíns,
svo að ég megi inn ganga að altari
Guðs,
til Guðs minnar fagnandi gleði,
og lofa þig.
Ef ég gæti sungið Guð minn,
myndi ég ekki gera annað en að syngja þér
ljóð hjarta míns.
I Jesú nafni. Amen.
9.3.2008 | 21:13
"þakkir.
Drottinn minn, fyrirgef þú mér.
Fyrirgef þú hve bráðlát ég er.
Fyrirgef þú mér, að ég skuli kvartað í stað þess að spyrja þig.
Þú segir að allt leiðir til góðs,að þínir vegir séu óransakanlegir.
Hallelúja fyrir það.
Því bið ég þig að fyrirgefa mér.
'I dag var hvildardagurinn þinn heilaga og ég ætlaði svo sannarlega að
heiðra þinn dag,þinn feginsdag sem hann og er.
Það byrjaði vel, gladdi börnin og fólkið mitt sem þú gafst mér.
Svo ætlaði ég bara að næra okkur og halda svo áfram.
Brauðið komið i brauðristinna,er allt sló bara út og rafmagnið fór.
Pirringur,pirringur, Hvert fór feginsdagurinn. 'Eg mátti bara alls ekki vera að þessu.
Ætlaði að vinna þitt verk.
Jæjæ, rafmagnskallinn ætlaði bara aldrei að koma.
Jesú,þvi hjálpar þú mér ekki að standast?
Rak á eftir rafmagnskallinum svo hét duga, sagði honum að koma með krakkana sina
bara. Bara driva sig.
Ekkert umburðarlyndi hjá mér,bara pirring.
Loks kom þó kappinn og reddaði málinu með einum takkaýtingu.
En hann kom lika með öll börn sín blessaður. Og Halldór litli sem er mjög veikur,
vildi leika með syni minum en mátti ekki vegna veikinda.
Þá sló það mig elsku faðir minn.
'Eg bið fyrir Halldóri og allt fólkið hans í Jesú nafni.
'Eg bið að þú gerir hann alheilan í Jesú nafni.
'Eg þakka þér Jesú,að þú gerir hann alheilan
'Eg þakka þér að ég fékk og mitt fólk að gleðja gömlu hjónin sem hvilt hefur
í hjarta mér.'Eg ákalla þína blessun yfir allt það fólk.
'Eg þakka þér að þrátt fyrir vantrú minni,
þá sigraði trú mín.
I Jesú nafni. Amen.
9.3.2008 | 10:53
Ljúfi Jesú.
Þér ég niður fell við fætur,
friðar hæsti gjafarinn,
þar mín öndin þreytta grætur,
þar minn griðastað ég finn.
Vinn þú mínu böli bætur,
besti vinur, Jesús minn.
Lít í náð til meina minna,
mildi Jesús liknarhár.
'O, ég lít til unda þinna,
er mín blæða harmasár.
Lát mér huggun hjá þér finna,
hörmunganna þerrðu tár.
Þú einn veist, hvað þjáðu hjarta
þrengir böls á huldri leið.
'Eg vil biðja, en ekki kvarta
undir minni þungu neyð:
Lát þins friðar ljósið bjarta
lýsa mér um reynsluskeið.
Amen, I Jesús Krists nafni.Amen.
8.3.2008 | 15:36
"Bæn.
'O, Guð, mér anda gefðu þinn,
er glæðir kærleik, von og trú,
og veit hann helgi vilja minn,
svo vilji ég það, sem elskar þú.
Æ, lát hann stjórna lífi og sál,
að lifi ég eins og kristnum ber,
og öll mín hugsun, athöfn, mál,
til æviloka helgist þér.
Þig, sem hið góða gefur allt,
ó, Guð, af hjarta bið ég nú:
Við ótta þinn mér ætið halt
og elsku þína og sanna trú.
Minn greiði veg þín gæskan blíð,
svo geti ég trúr mitt runnið skeið,
en þegar lyktar lífsins stríð,
mér líknar þú í dauðans neyð.
Að ég sé blessað barnið þitt,
ég bið þinn andi vitni þá.
Æ, heyr þú hjartans málið mitt,
vor mildi faðir himnum á.
7.3.2008 | 21:41
" 'I anda.
'I anda, Kristur, enn ég lít
hið auða fíkjutré,
sem fordæmt með sín fölnuð lauf,
til foldar visnað hné.
Því ávöxtu það enga bar,
með auð sín blöð og tóm.
Mér er sem sjái ég sjálfan mig,
og sjálfs mín skapadóm.
'Eg er þitt fordæmt fíkjutré,
sem fell og visna skjótt.
Mitt líf nú senn er orðið allt,
og að fer dauðans nótt.
'A fund þinn, Kristur, kem ég nú,
ég krýp og til þín bið.
Við kross þinn sprettur lífsins lind,
með líkn í sínum nið.
Þinn, Kristur, snart ég klæðafald
með kærleiksmáttinn sinn,
mér hvarf af augum hula sú,
sem huldi guðdóm þinn.
Mér athvarf, Kristur, orð þitt var,
þitt orð, sem heyri ég nú:
E'g lifi og þú lifa munt,
þér lífið gaf þér trú.
7.3.2008 | 10:07
"Bók bókanna.
Snúist til umvöndunar minnar,
Sjá,ég læt anda minn streyma yfir yður,
kunngjöri yður orð mín.
Ef þú veitir orðum mínum viðtöku og geymir boðorð
mín hjá þér,svo að þú ljáir spekinni athygli þína,
hneigir hjarta þitt að hyggindum,
já,ef þú kallar á skynsemina og hrópar á hyggindin,
þá munt þú öðlast þekking á Guði.
Því að Drottinn veitir speki, af munni hans kemur
þekking og hyggindi.
Hann geymir hinum ráðvöndu gæfuna,er skjöldur þeirra,
sem breyta grandvarlega, með því að hann vakir yfir stigum réttarins
og varðveitir veg sinna guðhræddu.
Þá munt þú og skilja,hvað réttlæti er og réttur
og ráðvendni,-'I stuttu máli,sérhverja braut hins góða.
Því að speki mun koma í hjarta þitt,
og þekking verða sálu þinni yndisleg.
Aðgætni mun vernda þig og hyggindi varðveita þig,
til þess að þú gangir á vegi góðra manna og haldir þig á stigum
réttlátra.
Að hata hið illa er að óttast Drottinn.
Engill Drottins setur vörð kringum þá er óttast hann,og frelsar þá.
Finnið og sjáið,að Drottinn er góður, sæll er sá maður er leitar hælis hjá honum.
Ef einhver óskar lífs, til þess að njóta hamingjunnar,
þá varðveit tungu þína frá illu og varir þínar frá svikatali,
forðastu illt og gjörðu gott.
Leita friðar og legg stund á hann.
'I bók bókanna er hin andlega fæða mín.
Ekki leita ég þekkingu manna heldur þekkingu og orð Drottins.
Leyfum Drottinn að tala í dag,gefum honum gaum og nærumst með andlegri fæðu.
Sú fæða er kætir hjarta og sál og gefur frið hugans.
Sú fæða er gefur andlega fullnægingu.
6.3.2008 | 09:20
"Biðjum saman þessa bæn.
styrkjumst í Drottni og í krafti máttar hans.
Að við mættum klæðast alvæpni hans.
Biðjum, að við mættum standa gyrtir
sannleikan um lendar og klædd brynju réttlætisins.
Að hann gefi okkur fúsleik til að flytja
fagnaðarboðskap friðarins.
Biðjum, að hann gefi okkur skjöld trúarinnar
og hjálm hjálpræðisins.
Að hann gefi okkur sverð andans.
Að hann gefi okkur bæn sína og
staðfestu.
Biðjum, að friður hans sé yfir 'Israel,
sem ert þú og ég.
'I Jesús heilaga nafni. Amen.
5.3.2008 | 08:45
"Bænin.
Bænin má aldrei bresta þig.
Búin er freisting ýmislig.
Þá líf og sál er lúð og þjáð,
lykill er hún að Drottins náð.
Andvana lík,til einskis neytt,
er að sjón,heyrn og máli sneytt.
Svo er án bænar sálin snauð,
sjónlaus,köld,dauf og rétt steindauð.
Vaktu minn Jesú,vaktu í mér.
Vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki,þá sofnar líf,
sé hún ætið í þinni hlíf.
I Jesú nafni. Amen.
4.3.2008 | 08:37
"Lítil bæn.
þau láttu alltaf takast mér,
ávaxtasöm sé iðjan mín,
yfir mér hvíli blessun þín.