Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Af hverju ættiru að lesa Bibliunna?

!cid_CB34883D-AB31-4DA4-9A44-4F4F2F7CF28B

Til að fá lækningu og lausn, til að öðlast þá visku sem gefur líf í fullri gnægð.

Alveg sama hvaða sjúkdóm þú berð þá gefur orðið lækningu og visku til að varðveita lækninguna, að innan sem að utan. Til að öðlast sýn á Guð og fengið að heyra hann þó þú lesir ekki. Þvi ef sálin er full af orðum hans þá heyrir þú alltaf i heilaga anda hans.

Til að geta læknað aðra og til að geta gefið öðrum. Til að öðlast líf í fullri gnægð, bókstaflega.

Þetta segir hann til þin er  ætlað var að lesa þetta með mér.

 Barn mitt, gleym ekki kenning minni, og hjarta þitt varðveiti boðorð mín,

því að langa lífdaga og farsæl ár og velgengni munu þau veita þér í ríkum mæli.

Kærleiki og trúfesti munu aldrei yfirgefa þig.

Bind þau um háls þinn, rita þau á spjald hjarta þítt.

Þá munt þú öðlast hylli og fögur hyggindi, bæði í augum Guðs og manna.

Treystu Drottni af öllu hjarta, en treystu ekki á eigið hyggjuvit.

Mundu til hans á öllum þínum vegum þá mun hann gera stigu þína slétta.

Þú skallt ekki þykjast vitur, óttastu Drottinn og forðast illt,

 það mun verða heilnæmt fyrir líkama þinn og hressandi fyrir bein þín.

Tigna Drottinn með eigum þínum, þá mun hlöður þínar verða nægtafullar og vinberja lögurinn flóa  út af vinlagarþróm þínum.

Barn mitt lítilsvirð ekki ögun Drottins og lát þér ekki gremjast umvöndun hans,

því að Drottinn agar þann, sem hann elskar, og lætur það barn kenna til,

sem hann hefur mætur á.

'Eg bið að þú sem last þetta með mér, fái að öðlast líf í fullri gnægð, sjálfum þér og öðrum til blessunar.

Þess bið ég í Jesú nafni.

Amen,amen,amen.

 


"Hin sanna viska"

Dock

Barn mitt, ef þú veitir orðum mínum viðtöku og geymir boðorð mín hjá þér,

svo að þú ljáir spekinni athygli þina, hneigir hjarta þitt að hyggindum,

já ef þú kallar á skynsemina og hrópar á hyggindin, ef þú leitar af

þeim sem að silfri og grefst eftir þeim eins og fólgnum fjársjóðum,

þá munt þú skilja, hvað ótti Drottins er, að öðlast þekking á Guði.

Því að Drottinn veitir speki, af munni hans kemur þekking og hyggindi.

Hann geymir hinum ráðvöndu gæfuna, er skjöldur þeirra, sem breyta grandvarlega.

Með því að hann vakir yfir stigum réttarins og varðveitir veg sinna Guðhræddu.

Þá munt þú skilja, hvað réttlæti er og réttur og ráðvendi,- í stuttu máli,

sérhverja braut hins góða.

Því að speki mun koma i hjarta þitt, og þekking verða sálu þinni yndisleg.

Aðgætni mun vernda þig og hyggindin varðveita þig, til þess að frelsa þig frá

vegi hins illa, frá þeim mönnum, sem fara með fals, sem yfirgefa stigu einlægninnar

og ganga á vegum myrkursins sem hafa gleði af því að gjöra illt, fagna yfir illsku

hrekkjum, sem gjöra vegu sinna hlykkjótta og komnir eru á glapstigu í breytni sinni,

til þess að þú gangir á vegi góðra manna og haldir þig á stigum réttlátra.

Því að hinir hreinskilnu munu byggja landið, og hinir grandvöru verða eftir í því.

En hinir óguðlegu munu upprættir verða úr landinu, og hinum svikulu verða útrýmt þaðan.

Því munnur Drottins hefur talað það.

'I Jesú nafni.Amen,amen,amen.

Hallelú


"Sæll er sá maður."

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_jesus_mappa_f_my_pictures_bo_unarkirkjan_jes_myndir_helgimy

Sæll er sá maður, sem ekki fer að ráðum óguðlegra,

ekki gengur á vegum syndaranna og ekki situr i hópi þeirra er

hafa Guð að háði, heldur hefur yndi af lögmáli Drottins

og hugleiðir lögmál hans dag og nótt.

Hann er sem tré, gróðursett hjá rennandi lækjum,

sem ber ávöxt sinn á réttum tíma, og blöð þess visna ekki.

Allt sem hann gerir lánast honum.

Svo fer ekki fyrir hinum óguðlega, heldur sem sáðum sem vindur feykir.

Þess vegna munu hinir óguðlegu ekki standast i dóminum og syndugir

ekki í söfnuði réttlátra.

Því að Drottinn þekkir veg réttlátra, en vegur óguðlegra endar í vegleysu.

I Jesú nafni.Amen


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.