Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
19.2.2009 | 12:19
Bæn.
Kom, Guð andi helgi, hér himnum frá og til vor ber ljóssins geisla, er ljóma af þér. Kom, vér börn þig köllum á, kom og gjafir þínar ljá, kom í hjörtun himnum frá. Huggarinn, sem hjálpar best, heill fær sálin af þeim gest, endurnæring ertu mest. Öllu í...
16.2.2009 | 03:27
Dögg af hæðum.
Þú sendir, Drottinn dögg af hæðum, í dropum smáum niður á jörð, að kveikja líf í köldum æðum að klaka leysa böndin hörð. Lát náðardaggar dropa þinn svo drjúpa í mína sálu inn. Þú lætur, Drottinn, ljós af hæðum hér lýsa sólargeislum í, það grundu skrýðir...
16.2.2009 | 02:22
Kærleiksandinn.
Kom þú, andinn kærleikans, tak þú sæti í sálu minni, svala mér á blessun þinni, brunnur lífs í brjósti manns. Andi kærleiks, helgi, hreini, hjálpa mér, svo ég deyi frá sjálfum mér og synda meini. Sæll í Guði ég lifi þá. Drottinn blessi þig og mig, sem...
15.2.2009 | 21:18
"Sorgin.
Lítið upp, sem lútið niður, lítið upp, er slíkt að ber, skelfi neyð þ á engin yður, yðar lausn því nálæg er. Horfið upp frá höfum nauða, horfið upp frá gröfum dauða, horfið upp frá harmi' og sorg, horfið upp í lífsins borg. Drottinn huggi alla þá sem...
14.2.2009 | 19:36
Fyrst boðar Guð.
Fyrst boðar Guð sitt blessað náðarorðið, svo býður hann sitt ríka kærleiksborðið og sendir einkason sinn til að kalla til sinnar kvöldmáltíðar alla - alla. En fyrsti og annar afsökunar biðja, og eins fer líka boðsmanninum þriðja, og það er kunngjört...
6.2.2009 | 15:59
Predikun Krist fyrir Gyðingum.
Talaði Jesús tíma þann til við óvini sína, sem komnir voru að höndla hann. Heyrum þá kenning fína. ,,Sem til illvirkja eruð þér útgengnir mig að fanga. 'Aður gat enginn meinað mér í musterinu að ganga. Daglega hef ég sýnt og sagt sannleikans kenning...
1.2.2009 | 22:55
Hver fær þann heiður að öðlast Heilagan anda og mátt Guðs?
Hvernig öðlumst við andann,heilagan anda? Öðluðumst við andann fyrir lögmálsverk? Eða fyrir boðun trúar? Sá sem gefur okkur andann og framkvæmir máttarverk meðal okkar, gerir hann það fyrir lögmálsverk? eða fyrir boðun trúar? Svo var um Abraham, hann...
1.2.2009 | 13:19
Lítil bæn
'Eg hef þér heitið, Jesús, að hlýða og fylgja þér. Þú vinur, bróðir bestur, þitt boð sé heilagt mér. 'Eg vil ekki frá þér víkja, þú veitir styrk og lið. 'Eg þarf ekkert að óttast, ef þú ert mér við hlið. 'Eg hef heitið þér, Jesús, því heit þitt gafstu...
31.1.2009 | 12:58
Blessanir.
Ef þú hlýðir grandgæfilega raustu Drottins Guðs þíns, svo að þú varðveitir og heldur skipanir hans, þær er hann leggur fyrir þig í dag, þá mun Drottinn Guð þinn hefja þig yfir allar þjóðir á jörðu, og þá munu fram við þig koma og á þér rætast allar...
21.1.2009 | 08:54
Hallelúja.
Takk góði Guð fyrir Amnesty International. Takk Drottinn fyrir fólk sem berst fyrir mannréttindi. ,,Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki. Sælir eru sorgbitnir, þvi að þeir munu huggaðir verða. Sælir eru hógværir, því þeir munu jörðina...