5.8.2008 | 10:50
Jesús minn.
Með Jesú byrja ég, með Jesú vil ég enda,
Og um æviveg hvert andvarp honum senda.
Hann er það mark og mið, er mæni ég sífellt á.
Með blessun, bót og frið hann býr mér ætið hjá.
Ef Jesú ég hef, um jörð eg minna hirði,
um heimsins glys ei gef og glaum hans einskis virði.
Mitt bætir Jesús böl, mér byrðar léttir hann.
Ef hann á hjá mér dvel, mig hrella neitt ei kann.
Af allri sál og önd mig alla þér ég færi,
mitt hjarta, tungu og hönd þér helga ég Jesús kæri.
'O, tak það, Guð minn, gilt, og gef ég æ sé þín.
Gjör við mig sem þú villt, þinn vilji æ sé minn.
Amen, í Jesús nafni Amen.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:52 | Facebook
Athugasemdir
Sæl og blessuð.
Gaman að sjá þig aftur eftir svolítið hlé.
Kærar þakkir fyrir yndislegan boðskap.
Megi almáttugur Guð blessa þig og varðveita.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.8.2008 kl. 12:35
Já það er svolitið siðan ,mikið að gera hjá mér i sumar en það róast.
Drottinn blessi þig ríkulega og varðveiti.'I Jesú nafni.Amen.
Aida., 5.8.2008 kl. 22:12
Þakka þér.
Njóttu dagsins.
Hafdís Lilja Pétursdóttir, 6.8.2008 kl. 07:06
Velkomin aftur elsku Aida - prufaði einmitt að hringja í þig um daginn en þá var slökkt á símanum þínum - langaði svo að frétta af þér hvernig þú hefðir það.
Ása (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 13:18
Takk 'Asa min. Eg hef það barasta fint er mikið á flakki, týna jurtir og leika mér.
Fer trúlega i bæinn bráðlega verð i bandi þá.
Aida., 7.8.2008 kl. 10:04
Takk fyrir innlitið Hafdis og kveðjur.
Eg bið að Drottinn mætti blessa ykkur öll ríkulega i dag og alla daga.
Þess bið ég i Jesú nafni.Amen.
Aida., 7.8.2008 kl. 10:06
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 13.8.2008 kl. 02:19
Sæl vertu!
Gott að þú ert komin aftur.Saknaði þín!
Kær kveðja
Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 15.8.2008 kl. 18:21
Glitter Hello Graphics
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.8.2008 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.