"Bæn okkar í dag."

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_jesus_mappa_head4634f1253ada4Faðir vor, þú sem ert á himnum.

Helgist þitt nafn,til komi þitt ríki,

verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.

Gef oss i dag vort daglegt brauð.

Og fyrirgef oss vorar skuldir,

svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.

Eigi leiðir þú oss í freistni, heldur frelsa þú oss frá illu.

Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu.

Amen.

Komum,fögnum fyrir Drottni.

Komum, Guðs á fótskör föllum

fram með bæn og þakkargjörð.

Guð er vígi og vörn oss öllum,

við hans eignarþjóð og hjörð.

Hlýðum rödd Guðs, og herðum ekki

hjörtu vor.

Keppum náð að höndla hans,

hvíld að erfum sæluranns.

Drottinn.

E'g bið þig að blessa okkur, tala til okkar í orði þínu,

gef okkur auðmjúkan anda, hljóðlátt og hlýðið hjarta.

Tala þú  það, sem við þurfum að heyra,

gjör kunnan vilja þinn og lát okkur lúta honum,

birtu  náð þína og lát okkur þiggja hana.

'Eg bið þig að leiða og helga þá,sem þjóna orði þínu.

Lát anda þinn styrkja þá og stjórna þeim,

lát varir þeirra vegsama þig.

Blessa alla þá er leita þín, laða alla menn að lindum þínum.

Fyll hvern helgidóm ljósi þínu.

Blessa þú bænir, lofsöngva, og boðun.

Lát hjálp þína birtast svo, að nafn þitt verði vegsamað.

Heilagi Guð, helga okkur þennan dag og lát alla daga vora

bera þess mót, að við séum helguð þér.

Friður sé yfir Ísrael.

I  Jesú nafni.Amen,amen,amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Takk fyrir og amen

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 5.10.2008 kl. 22:25

2 identicon

Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband