"Orð hans til þín."

aidaspictures5

Sæll er sá , er situr í skjóli hins hæsta,

sá er gistir í skugga Hins Almáttka,

sá er segir við  Drottin: ,,Hæli mitt og háborg,

Guð minn er ég trúi á!"

Við þig segir hann: 'Eg frelsa þig úr snöru fuglarans,

frá drepsótt glötunarinnar, 'eg skýli þér með fjöðrum mínum,

undir vængjum mínum mátt þú hælis leita, trúfesti mitt er skjöldur og verja.

Þú þarft ekki að óttast ógnir næturinnar, eða örina sem flýgur um daga,

drepsóttina, sem reikar um í dimmunni, eða sýkina, sem geisar um hádegið.

Þótt þúsund falli þér við hlið og tíu þúsund þér til hægri handar, þá nær það ekki til þín.

Þú horfir aðeins á, sérð hversu óguðlegum er endurgoldið.

Þitt hæli er Drottinn, þú hefur gert mig,hinn hæsta að athvarfi þínu.

Engin ógæfa mun henda þig, og engin plága nálgast þig.

Því að þín vegna býð ég út englum mínum, til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.

Þeir munu bera þig á höndum sér, til þess að þú steytir ekki fót þinn við steini.

Þú skalt stíga á höggorma og nöðrur, troða fótum ljón og dreka.

Af því að þú leggur ást á mig, mun ég frelsa þig.

'Eg bjarga þér af því að þú þekkir nafn mitt.

'Akallar þú mig, mun ég bænheyra þig.

'Eg er hjá þér í neyðinni, ég frelsa þig og geri þig vegsamlegan.

'Eg metta þig með fjöld lífdaga og læt þig sjá hjálpræði mitt."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk elsku Aida - þetta er ein af mínum uppáhaldsfærslum í Biblíunni - alveg yndislegt og satt orð sem kemur frá Drottni!!!

Ása (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 09:58

2 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 11:07

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Sjá, Guð er mitt hjálpræði, ég er öruggur og óttast eigi, því að Drottinn Guð er minn styrkur og minn lofsöngur, hann er orðinn mér hjálpræði." Jesaja 12:2.

Guð blessi þig kæra trúsystir

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.10.2008 kl. 20:44

4 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Enn einn góður dagur, Guð er góður.

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 29.10.2008 kl. 10:00

5 identicon

Jakob (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 14:20

6 Smámynd: Aida.

Sæl og blessuð öll sömul.

Yndislegt að sjá ykkur öll.

Takk fyrir bænir og blessanir, ómetanlegt.

'Eg bið hér og nú að Drottinn blessi ykkur öll með sína himneska náð.

Þess bið ég í Jesú nafniAmen.

Aida., 29.10.2008 kl. 16:44

7 identicon

Sæl dúllan mín . Já þetta hef ég þulið í ófá skipti . Alger snilld í nauðum

Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 20:10

8 Smámynd: Aida.

Sæl Helga min.

Innirlega gaman að sjá og heyra i þer.

Knús og blessanir frá mér til þín.

Aida., 29.10.2008 kl. 20:40

9 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl og blessuð yndislega blogg vinkona!

Vel til fundið að koma með þennan sálm, sem er fullur af blessunum frá himni Guðs.

Drottinn blessi þig .

                                Kveðja

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 30.10.2008 kl. 17:32

10 Smámynd: Linda

 yndislegur sálmur frá yndislegri sál.  Guð Blessi þig og varðveiti.

bk.

Linda.

Linda, 31.10.2008 kl. 21:58

11 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

flott bæn amen

Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 2.11.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband