26.2.2009 | 11:24
Davíðs sálmur.
Bíð róleg eftir Guði, sála mín, frá honum kemur hjálpræði mitt.
Hann einn er klettur minn og hjálpræði, háborg mín, ég verð eigi valtur á fótum.
Hversu lengi ætlið þér að ryðjast á einn mann, hversu lengi ætlið þér allir að myrða,
eins og á hallan vegg, eins og á hrynjandi múr.
Þeir ráðgast um það eitt, að steypa honum úr tign hans,
þeir hafa yndi af lygi.
Þeir blessa með munninum, en bölva í hjartanu.
Bíð róleg eftir Guði, sála mín, því að frá honum kemur von mín.
Hann einn er klettur minn og hjálpræði, háborg mín, ég verð eigi valtur á fótum.
Hjá Guði er hjálpræði mitt og vegsemd, minn örugga klett og hæli mitt hefi ég í Guði.
Treyst honum, allur þjóðsöfnuðurinn, úthellið hjörtum yðar fyrir honum.
Guð er vort hæli.
Hégóminn einn eru mennirnir, tál eru mannanna börn,
á metaskálunum lyftast þeir upp, einber hégómi eru þeir allir saman.
Treystið eigi ránfeng, og alið eigi fánýta von til rændra muna.
Þótt auðurinn vaxi, þá gefi því engan gaum.
Eitt sinn hefur Guð talað, tvisvar hefi ég heyrt það, hjá Guði er styrkleikur.
Já , hjá þér Drottinn er miskunn, því þú geldur sérhverjum eftir verkum hans.
Amen, í Jesús nafni.Amen.
Drottinn blessi þig sem les þetta með mér.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Ljóð, Löggæsla, Mannréttindi | Facebook
Athugasemdir
Amen
Sverrir (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 13:59
Amen. Góður Sálmur og takk fyrir hann Guð/Jesús blessi þig
Kær kveðja Gulli Dóri
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 26.2.2009 kl. 14:06
Fallegur sálmur kæra Aida. Guð blessi þig
Kristín Gunnarsdóttir, 26.2.2009 kl. 17:24
Hæ elsku vinur.
Þetta er æðislegur álmur og ég eiginlega grét eins og svo oft áður við lestur úr biblíunni.
Eigðu rosalega góðan dag og takk æðislega fyrir bloggvináttuna.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 10:16
Takk fyrir góðan sálm. Hjarta þitt ar á réttum stað.
Offari, 27.2.2009 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.