27.2.2009 | 17:51
Hann mun vel fyrir sjá.
Treyst Drottni og gjör gott, iðka ráðvendni.
Þá munt þú gleðjast yfir Drottni og hann mun veita þér það sem hjarta þitt girnist.
Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.
Hann mun láta réttlæti þitt renna upp sem ljós, og rétt þinn sem hábjartan dag.
Drottinn þekkir daga ráðvandra, og arfleið þeirra varir að eilífu.
Á vondum tímum verða þeir ekki til skammar og á hallæristímum hljóta þeir saðning.
Forðastu illt og gjörðu gott, þá muntu búa kyrr um aldur, því að Drottinn hefur mætur á
réttlæti og yfirgefur ekki sína guðhræddu.
Hjálp réttlátra kemur frá Drottni, hann er hæli þeirra á neyðartímum.
Drottinn liðsinnir þeim og bjargar þeim, bjargar þeim undan hinum óguðlegu og hjálpar
þeim, af því að þeir leituðu hælis hjá honum.
Drottinn, ég leita þín.
Drottinn ég vil lofa þig.
Drottinn, þú sem græddir alla auma menn,
sem á þig trúðu, Jesú minn,
en söm er líkn þín sífellt enn,
og samur enn er máttur þinn.
Því skal það einkaathvarf mitt,
í allri lífsins neyð og þrá,
til þín að hverfa og hjálpráð þitt
í heitri trú að kalla á.
Í Jesú nafni, bið ég nú,
að þú blessar alla þá sem biður með mér,
í trú.
Amen.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Amen Drottinn Guð/Jesús blessi þig
kveðja Gulli Dóri
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 27.2.2009 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.