Svo segir Drottinn!

Og ef þeir segja við ykkur: Leitið frétta hjá þjónustuöndum og spásagnaröndum sem

hvískra og umla-þá svarið : á ekki fólk að leita  frétta hjá Guði sínum?

Á að leita  til hinna dauðu vegna hinna lifandi?

Leitið til kenningarinnar og vitnisburðarins!

Ef þeir tala ekki samkvæmt þessu orði, þá er hann án morgunroða, hann mun ráfa

hrjáður og hungraður. Og er hann hungrar, mun hann fyllast bræði og formæla konungi

sínum og Guði sínum.

Hann horfir til himins og lítur til jarðar, og sjá, þar er neyð og myrkur, í angistarsorta

og niðdimmu er hann útrekinn.

Vitið það lýðir, og hlustið á. Herklæðist, þér skuluð samt hugfallast!

Takið saman ráð ykkar, þau skulu að engu verða.

Mælið málum ykkar, þau skulu engan framgang fá, því að Guð er með okkur, okkur

sem lofum hann.

Því svo mælti Drottinn við mig, þá er hönd hans hreif mig og hann varaði mig við því

að ganga sama veg og þetta fólk gengur. Þér skuluð ekki kalla heilagt það sem þetta

fólk kallar heilagt, og ekki óttast það, sem það óttast og ekki skelfast.

Drottinn hersveitanna, hann skuluð þér telja heilagan, hann sé yðar ótti, hann sé yður skelfing.

Sjá, ég og börn hans, sem Drottinn hefur gefið mér, við erum til tákns og jarteina í Ísrael

frá Drottni hersveitanna, sem býr á Síon fjalli.

Amen, Í Jesú nafni.Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.