"Grát þú eigi."

Guðs son mælti:,, Grát þú ekki",

gæskuríkur, er hann sá ekkju, sem varð á vegi hans, vafin sorgum.

Þegar hryggðin hjartað sker, huggun orð þau veita mér.

Ef ég við örbyrgð heyi stríð eða skortur hrellir mig,

Guðs son mælir:,, Grát þú ekki",

Guði víst er annt um þig, hann, sem fæðir fugla smá, fyrir þér mun einnig sjá.

Ef ég sjúkleik þjáður þreyi, þungt ég styn dag og nótt.

Guðs son mælir:,,Grát þú ekki",

græða vil ég sár þín brátt. Gegnum neyð þér ætlað er inn að ganga í dýrð hjá mér.

Ef mér þrátt á ævidegi óvild sýnir heimurinn,

Guðs son mælir:,, Grát þú ekki,

gæt þess, ég er vinur þinn, heims ég líka hatur bar, hugrór þó og glaður var.

Ef á mínum ævivegi ástvinum ég sviptur er,

Guðs son mælir:,, Grá þú ekki,

geymdir eru þeir hjá mér. Aftur gefa þér skal þá, þar sem hel ei granda má.

Ef á hinstu ævidegi ógnir dauðans hrella mig,

Guðs son mælir:,, Grát þú ekki,

glötun frá ég leysti þig. Guðs barn, lát þig gleðja það, Guði hjá ég bjó þér stað.

Í Jesús nafni.Amen,amen.

Drottinn blessi þig sem ert vafin sorg, hann huggi þig og gleðji ,

með miskunn sinni og dýrð.

Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Við þurfum að biðja Guð um að gefa þjóð okkar bjartsýni.

Offari, 4.3.2009 kl. 13:40

2 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Amen. Guð/Jesús blessi þig

kær kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 4.3.2009 kl. 15:06

3 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Gott kvöld/AMEN Guð blessi þig

Kveðja Guðrún

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 4.3.2009 kl. 21:33

4 identicon

takk Aida fyrir  kveðjuna og bænirnar þínar !! ertu búin að fá bæklinginn ?

Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband