Náðin skal upp byggð að eilífu.

Um náðarverk Drottins vil ég syngja að eilífu, kunngjöra trúfesti þína með munni mínum frá kyni til kyns,  því að þú hefur sagt: Náðin skal upp byggð að eilífu, frá himnum grunvallaðir þú trúfesti þína.

Drottinn, Guð hersveitanna, hver er eins sterkur og þú? Og trúfesti þín er umhverfis þig.

Þú hefur máttugan armlegg, hönd þín er sterk, hátt upphafin hægri hönd þín.

Réttlæti og réttvísi er grundvöllur hásætis þíns, miskunn og trúfesti ganga fram fyrir þig.

Sæll er sá lýður, sem þekkir fagnaðarópið, sem gengur í ljósi auglitis þíns Drottinn.

ATT0007323

Sæl er sú sál, er situr í skjóli þínu sá er gistir í skugga þíns og segir við Drottinn: Hæli mitt og háborg, Guð minn er ég trúi á! Drottinn minn, Jesús minn.

Drottinn, þú segir : Af því að hann leggur ást á mig, mun ég frelsa hann, ég bjarga honum, af því að hann þekkir nafn mitt. 'Akalli hann mig, mun ég bænheyra hann, ég er hjá honum í neyðinni, og frelsa hann og geri hann vegsamlegan. Ég metta hann með fjölda lífdaga og læt hann sjá hjálpræði mitt.

Drottinn, ég leita þín og ég elska þig. Ég ákalla þig Drottinn Jesús minn.

Blessa þú og metta okkur með þinni dýrð sem lesa þetta með mér, því að þeir sem lesa þetta myndi ekki gera það nema að vona á þig. Þeir myndu ekki einu sinni opna þessa síðu, ef ekki væri fyrir þig.

Við vonum á þig, og við köllum á þig.

Í Jesús Krists nafni.Amen,amen,amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk elsku Aida mín.

Mér finnst alltaf, mjög gott að koma hérna inn á síðuna þína og lesa þau fallegu orð sem þú setur hér fram. Þetta eru svo falleg orð og fallegar bænir að maður hreinlega fer stundum að gráta. En gangi þér sem best vinur og vegni þér vel áfram.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 17:18

2 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Amen Guð/Jesús blessi þig systir 

Kær kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 23.3.2009 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband