26.3.2009 | 12:47
Ert þú að kenna Kristinfræði?
Ef einhver þykist vera guðrækinn, en hefur ekki taumhald á tungu sinni, heldur leiðir hjarta sitt afvega, þá er guðrækni hans fánýt.
Hrein og flekklaus guðrækni fyrir guði og föður er þetta, að vitja munaðarlausa og ekkna í þrengingu þeirra og varðveita sig óflekkaða af heiminum.
Hver er það sem kærir okkur? Er það ekki Satan? Jú, sannlega,sannlega er það djöfullin.
En hver sýknar? Er það ekki Guð? Jú, sannlega,sannlega er það Guð.
Hver ert þú maður að dæma guðs útvalda? Eru Aðventistar fremri, eða hvítasunnumenn eða Gunnarsbörn eða páls, eða hvað sem þessir söfnuðir kalla sig? Eru ekki allir Krists, hefur Guð ekki útvalið okkur? Eða höfum við valið Guð. Hver gefur okkur trú, er það ekki Guð?
Ef þú segir nei við þessu að allir eru ekki eitt í Kristi, þá ertu fallin úr náðinni.
Þá ertu fallin frá Jesú Krist.
Eigum við að láta trúna á Krist dýrðarinnar vera samfara manngreinaráliti?
Segir ekki æðsta boðorð, þú skalt elska náungan þinn eins og Guð elskar þig?
Ef við förum í manngreinarálit þá drýgjum við synd og lögmálið sannar á oss að við erum orðin yfirtroðslumenn. Því að dómurinn verður miskunnarlaus þeim sem ekki sýndi miskunn.
Miskunseminn gengur sigurhrósandi að dómi. Hallelúja. Dýrð sé Drottinn fyrir þá dýrð.
Því segir Drottinn: Verið ekki margir kennarar, með því að þér vitið, að vér munum fá þyngri dóm. Því að allir hrasa margvíslega. Hrasi einhver ekki í orði, þá er hann maður fullkominn, fær um að hafa stjórn á öllum líkama sínum. Sjá skipin, svo stór sem þau eru, og rekin af hörðum vindum, þeim verður stýrt með mjög litlu stýri, hvert sem stýrimaðurinn vill. Þannig er einnig tungan litill limur, en lætur mikið yfir sér. Sjá, hversu litill neisti getur kveikt í miklum skógi. Tungan er líka eldur. Tungan er ranglætisheimur meðal lima vora, hún flekkar allan líkamann og kveikir í hjóli tilverunnar, en er sjálf tendruð af helvíti. Því að allskonar dýr og fugla, skriðkvikindi og sjávardýr, má temja og hafa mennirnir tamið.
En tunguna getur enginn maður tamið, þessa óhemju, sem full er með bannvænt eitur. Með henni vegsömum við Drottinn og Guð, og með henni formælum vér mönnum, sem skapaðir eru í líkingu Guðs. Af sama munni gengur fram blessun og bölvun, þetta má ekki svo vera.
Sú speki sem kemur að ofan, hún er í fyrsta lagi hrein, því næst er hún friðsöm, ljúfleg, sannsýn, full miskunnar og góðra ávaxta, óhlutdræg, hræsnislaus, en ávexti réttlætisins verður sáð í friði þeim til handa, sem frið semja.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Heimspeki, Menntun og skóli, Trúmál | Facebook
Athugasemdir
Þetta er merkilegt að lesa.
Gangi þér vel í dag.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 15:32
Það er ekki að fara í manngreinar álit að benda á boðorð Guðs og biðja þá sem kalla sig kristna að fara eftir þeim.
Mjög nálægt því en ekki alveg.
Þarna er Jesú að vitna í orð Móse en það sem kemur á eftir þessum orðum Móse eru þessi vers hérna:
Þessi orð sem voru þarna boðuð eru boðorðin tíu og að elska Guð og elska náungan er í rauninni samantekt á þeim. Í þeim boðorðum sem er það eina sem við höfum fengið sem Guð sjálfur skrifaði með eigin fingri eru boðorðin tíu. Það eru mjög undarleg viðbrögð hjá einhverjum sem segist elska Krist að síðan vilja ekki fylgja þessum boðorðum Guðs.
Að benda á synd er ekki hið sama og að sýna ekki miskun. Annars virðist þú vera að vísa til Jakobsbréfs en þar sem bréfið er að tala um þau orð sem þú nefnir þarna þá segir bréfið líka þetta hérna:
Þarna eru boðorðin tíu kölluð lögmál frelsinins og að við eigum að tala og breyta eftir þeim. Hvað akkúrat er það sem gerir það að verkum fyrir þig að þú vilt ekki fara eftir einu af þessum boðorðum?
Mofi, 26.3.2009 kl. 16:06
Ég fer eftir öllum boðum hans af fremstu megni.
Og punkturinn með færslu minni hér ofan er að við eigum ekki að dæma bræður okkar og systur eins og þú gerir stöðugt.
Þú tekur undir með heiðingjum sem dæma Gunnar í Krossinum eða Omega, samt erum við öll að boða Jesú og fagnaðarerindinu, þú sem sagt brýtur boðorð Guðs með þvi að stunda þetta.
Það er bara einn ákærandi Mofi, hann er djöfullinn. Þú gleymir því að Guð sýknar öll börnin sin og með þvi að segja það að við tvö erum ekki eitt i Kristi, þá tilheyrir þú ekki honum þvi ég segi jafnt og Jesú sagði mér að við erum öll eitt í Kristi.
Ég ætla ekki að gera eins og þú að þrátta um orð hans öðrum til tjóns. Þeim sem ekki eru orðnir stöðugir i Kristi eða þeir sem ekki hafa fundið hann enn, gætuð snúið frá vegna þras og fordæmingar.
Eg veit fyrir vissu að jafnvel þú heldur ekki boð hans , ekki einu sinni hvildardagin og hefur þú einnig játað það.
Eins og færslan hér segir , verið ekki margir kennarar.
Aida., 26.3.2009 kl. 17:30
Er það of erfitt þá að halda sjöunda daginn heilagan eins og boðorðin tíu segja okkur að gera?
Að benda á hver boðorðin eru og biðja þá sem segjast fylgja Kristi að fylgja þeim er ekki að dæma aðra.
Mofi, 26.3.2009 kl. 19:30
ja hérna hér. .....Mofi Mofi Mofi
Mér er hin mesta furða hvað fólki gengur til með að vera að leita uppi síður kristinna systkyna sinna til að setja út á þá frammi fyrir alþjóð.
Það er til svolítið sem er mun snyrtilegra Mofi. Það er bæn fyrir þeim sem maður telur vera í villu og svo er annað sem heitir EINKAPÓSTUR. Það hæfir þeim sem elska Drottin og vilja "leiðrétta" systkyni sín í kærleika.
Því svona árásir hindra bara það sem allir þeir sem elska Drottin vilja gera , að vinna heiðingjana til Krists. Farísearnir börðu fólk með bókstafnum en voru sjálfir hræsnarar og hömruðu mjög að halda skyldi hvíldardaginn og ekki einu sinni lækna á hvíldardegi en Jesús virti þá varla viðlits og kallaði þá hræsnara.
Hvíldardagurinn var gerður mannsins vegna en ekki maðurinn vegna hvíldardagssins. Það er jú eitt boðorðanna og okkur ber að halda hann en æðsta boðorðið er kærleikurinn sem er fallega lýst í korintubréfinu. Þar stendur að hann er ekki RAUPSAMUR, umber allt . umberum hvort annað Mofi og biðjum fyrir hvort öðru , það er vilji Guðs með okkur í Kristi.
Að við náum einingu í kærleika.
Drottin segir að sá sem safnar ekki saman með mér , hann sundurdreyfir.
Stöndum saman og umberum hvort annað í Kærleika
Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 19:54
Takk Valli fyrir innlitið, og hlýa kveðju.
Mófi, ég vil lika þakka þér fyrir innlitið og ég vona að ég hafi engan sært.
Helga mín, tek undir með þér fullkomnlega.
Eins og þú segir eigum við að safna saman og ekki sundurdreyfa.
Aida., 26.3.2009 kl. 21:09
Helga, ég sá ekki betur en þessi færsla var svar við umræðum sem voru annars staðar. Það er mikið að þegar ekki er hægt að rökræða hvað er rétt og hvað er rangt án þess að fara í einhvern varnar eða fordæmingar ham. Það verður aldrei mikið um einingu þegar kristnir tilbiðja Guð og eiga sameiginlega stund á sitt hvorum tímum. Kristnir eru í dag mjög sundraðir en sameining í villu er ekki góð sameining. Ég vildi óska þess að sjá meiri sameiningu meðal kristna en fyrir mitt leiti er það sem þeir eiga að sameinast um er að fylgja boðskapi Biblíunnar frekar en nokkuð annað.
Aida, ég er vanur að vera kallaður öllum illum nöfnum þegar ég dirfist að gagnrýna þróunarkenninguna svo ég hef þykkan skráp :) Ég vildi óska þess að kristnir gætu sameinast en til þess að það sé möguleiki þá þurfa þeir að rökræða sín ágreninings mál. Ef einhver vill af öllum vilja fylgja orði Guðs þá tekur hann því ekkert illa ef einhver bendirr honum á hvað mætti betur fara því að það er hans æðsta ósk að halda áfram að vaxa í sannleika og fylgja Guði eins vel og hann getur. Mér finnst ég sjá mjög lítinn áhuga hjá kristnum að vera sameinaðir og enn verra sé ég lítinn áhuga á því að fara eftir Biblíunni. Ég vona að ég sjái breytingu á Íslandi hvað þetta varðar.
Kveðja,
Halldór
Mofi, 26.3.2009 kl. 21:44
Helga, ég sá ekki betur en þessi færsla var svar við umræðum sem voru annars staðar. Það er mikið að þegar ekki er hægt að rökræða hvað er rétt og hvað er rangt án þess að fara í einhvern varnar eða fordæmingar ham
ok, hvað ert þú að gera ?
Það er ekki hægt að rökræða sannleikann . Hins vegar höfum við okkar skoðanir á hvað sé rétt og hvað sé rangt. Það eina sem getur sameinað okkur er kærleikurinn Jesús Kristur óháð stétt og stöðu og kirkjudeild.
Farísear voru með bókstafinn á hreinu en skorti allan kærleika. Drottinn segir að þannig eigum við ekki að vera og jafnvel sneiða framhjá slíkum sem eru fullir af ættartölum, orðastælum og þrætum.
Það ætla ég að gera svo þetta verða mín síðustu orð til þín. mér þykir einfaldlega ekki við hæfi að taka þátt í svona umræðum þar sem heiðnir eru líka meðal þeirra sem þetta lesa.
ég vil safna saman en ekki valda sundrungu. Það er ENGINN sem getur verið fyllilega sammála öðrum í öllu, því verðum við að umbera hvort annað og nota tímann heldur í að vaxa sjálf upp til hans í stað þess að leggja fyrir okkur að krítisera systkini okkar.
Þannig gefum við Drottni líka færi á að leiðrétta okkur og kenna okkur það sem rétt er, hvort sem það er varðandi tungutal , handayfirlagningu eða hvíldardag eða hvað annað sem við erum ekki að skilja rétt.
Guð gefi okkur visku og vit til að greina á milli hvað það er sem máli skiptir hvað svo sem það er sem við erum að velta fyrir okkur.
Ég óska þér alls hins besta Mofi og bið Guð að leiða þig og styrkja til sérhvers góðs verks
Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 08:53
Rökræða það sem stendur í Biblíunni og kristnir ættu að vera sammála því að Biblían er grunnurinn að þeirra trú, ekki þeirra eigin skoðanir eða gamlar hefðir.
Þegar þú lest Nýja Testamentið þá sérðu Krist gagnrýna mjög faríseana fyrir margt og engan veginn sleikja þá upp í nafni kærleika og sameiningar. Eitt af því sem Hann gagnrýndi þá helst fyrir var að fylgja hefðum manna en hunsa það sem þeir höfðu fengið frá Guði í gegnum Móse.
Hvernig getur fólk verið að vaxa ef það er alltaf að vaxa eitt og sér en getur ekki tekið þátt í því að tala saman við þá sem það er ósammála? Það er í rauninni mikill skortur á kærleika að geta ekki tekið þátt í þannig samræðum án þess að halda að það er eitthvað hatur og leiðindi í gangi.
Kær kveðja,
Mofi
Mofi, 27.3.2009 kl. 09:45
Veistu ekki að Jesú uppfyllti lögmálið og spámennina. Fyrirheitið kom 430 árum áður en lögmalið. Abraham öðlaðist fyrirheitið fyrir trú en ekki fyrir lögmálsverk. Lögmálið er ekki til þess að trúa á, það er til þess að sanna sekt okkar. Ég geri mér fulla grein fyrir að lögmálið sé rétt og fullkomið og ég geri mér líka fulla grein fyrir að ég get ekki haldið þessi boðorð. Ég er ófær um að elska Guð af heilu hjarta, huga og sál eða hvernig sem þetta var orðað. Þess vegna þarf ég frelsara, einhver staðgengil sem er fullkominn og er án saka og sektar, hann einn getur afnumið mína synd. Jesú dó fyrir syndir mínar og þegar lögmálið ásækir mig þakka ég Guði fyrir að ég sé Réttlæti Guðs í Jesú kristi og fagna yfir því að hann dó fyrir mig og gaf mér sitt líf. Nú lifi ég ekki framar heldur lifi ég kristi. Lögmál lífsins er ritað á hjartað mitt.
Þegar Boðorðin 10 voru gefin dóu 3000 manns, þegar Heilagur andi kom eignuðust 3000 manns líf í Kristi. Er syndin sterkari náðinni eða náðin sterkari en syndin? Væri þörf fyrir Jesú ef við værum öll án saka? Kristur er styrkur minn, gleði mín, lækning mín, friður minn, viskan mín og allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir.
Afhverju heldurur að nánast allir getir munað Jóannes 3:16 en voða fáir geta munað boðorðin 10?
Jesús sagði, Ég er ljós heimsins og sá sem trúir á mig öðlast eilíft líf. Við eigum ekki að horfa á syndina við eigum að horfa á Krist Jesú upprisinn og sitjandi við hægri hönd Guðs. “Og þetta er hans boðorð, að vér skulum trúa á nafn sonar hans Jesú Krists og elska hver annan, samkvæmt því sem hann hefur gefið oss boðorð um.
24 Sá sem heldur boðorð Guðs er stöðugur í Guði og Guð í honum. Að hann er stöðugur í oss þekkjum vér af andanum, sem hann hefur gefið oss.”
ibbets (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 23:37
Amen Guð/Jesús blessi allar
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 28.3.2009 kl. 08:47
Aida heldur þú ekki að Mofi ætti að predika líka umskurnina, ætli hann hafi haldið upp á Púrím hátíðina með ofdrykkju eins og gert er, heldur hann upp á Laufskálahátíðina og Hanukkah. Ég hef reyndar ekki séð Eric né Björgvin eða aðra með boðorðin bundinn á enni sér né á hendi sér. Tala þeir í tungum leggja þeir hendur yfir sjúka og smyrja þeir hina sjúku með olíu, já því trúi ég að þeir geri því að Jesús sagði að þessi tákn myndu fylgja þeim er trúa að tala í tungum og leggja hendur yfir sjúka og þeir myndu vera heilir. Fyrirmyndin sem þeir hafa er Jesú Kristur og þeir hljóta þvi að gera það sama og hann gerði. Hann er sá sami í dag og í gær og breytist ekkert eða hvað??
En það er gaman að koma í heimsókn til aðventista líka fyrir mig sem er "Sunnudags Aðventisti" já ég bíð líka eftir endurkomu Krists og trúi að Guð geti ekki farið með lygi og að Gyðingar séu útvaldir og að hjálpræðið komi frá Gyðingum. En ég trúi ekki að E.White sé neitt sérstakari en mofi og hans vinir.,
Aðalbjörn Leifsson, 28.3.2009 kl. 09:02
Já Helga , Alli og Gulli.. Þetta er svakalegt mál og mest af öllu sorglegt.
Ég bið fyrir Mófa í Jesú nafni, ég bið að hann fái að fæðast á ný í Drottni svo hann verði ný sköpun og fari að safna en ekki sundurdreyfir þvi Drottinn þráir það. Ég bið blessun til Halldórs.
Amen Í Jesú nafni.Amen,amen.
Gulli takk fyrir þig þú fallega sál.
Takk ibbets og Drottinn blessi þig og varðveiti.Amen.
Aida., 29.3.2009 kl. 13:44
Ibbets.
ég var að lesa yfir komentin, og ég segi bara Hallelúja, dýrð sé Drottni.
Ég vil biðja fyrir þér að Drottinn blessi þig umfram og meir.
Ég bið þess í jesú nafni.Amen,amen,amen.
Takk fyrir sannleiks orð og vertu ávallt velkominn.
Aida. Elskandi Drottinn af hjarta huga og sál og allri minni eigin mætti.
Aida., 29.3.2009 kl. 14:11
Mofi. Ég held hvildardaginn oftar en 1 sinni i viku. Ég er stöðugt að fylgja boðum hans og mest allt er ég geri geri ég fyrir aðra og ég bendla mig ekki við nein atvinnustörf þvi ég er þjónn Drottins. allt sem ég geri geri ég fyrir hann. Allt sem ég vil gera geri ég fyrir hann.
Mig langar að benda þér á enn ágætari leið, í stað þess að þrátta um dag og nöfn ætiiru að kenna öðrum hvað er að halda hvildardag Drottins, hvað er Herra Hvildardagur, hvað gerir hann.
En ekki bara kenna heldur láta verkin tala. Öðrum til heilla, Drottinn til Dýrðar.
Drottinn hjálpi þér að geta gert það og vilja og þá ertu sannur verkamaður hans.
Í Jesú nafni.Amen,amen,amen.
Aida., 29.3.2009 kl. 14:17
Ef að lögmál lífsins ( sem hlýtur að vera boðorðin tíu ) er ritað á hjarta þitt þá getur þú varla verið í uppreisn gegn því að halda sjöunda daginn heilagan eins og það boðorð segir til um?
Þeir eru latir og hafa engan áhuga á Guði og Hans persónu? Hans persóna endurspeglast best í boðorðunum tíu. Ef við færum eftir t.d. þessum versum hérna þá myndu allir kristnir þekkja boðorðin utan af:
Þessi orð sem eru svona mikilvæg eru boðorðin tíu og ef þau eru skrifuð á hjarta einhvers þá auðvitað kann hann þau og hefur ekkert á móti því að fylgja þeim þó að kannski hann geti það ekki fullkomlega í vanmætti sínum.
Þannig að sá sem vill ekki halda eitt af boðorðum Guðs getur varla verið stöðugur í Guði?
Hefur þú kynnt þér hana? Getur prófað að skoða t.d. þessa síðu hérna: http://www.ellengwhitetruth.com/free-resources/video-library.aspx
Ég á mjög erfitt með að einhver hafi fæðst á ný í Drottni en síðast berst á móti því að menn fari eftir boðorðunum tíu. Sé aðeins menn sem setja hefðir og samfélög manna fram fyrir vilja Guðs en það er ekki einkenni þeirra sem hafa endurfæðst af anda Guðs.
Það er gott að heyra en boðorðið segir að halda sjöunda daginn heilagan. Við getum ekki gert neitt heilagt og þegar kemur að þessu þá er sjöundi dagurinn heilagur af því að Guð ákvað að gera hann heilagan. Hérna eru nokkur góð ráð varðandi hvernig á að halda sjöunda daginn heilagan: http://www.sabbathtruth.com/keeping_it_holy.asp
Kveðja
Mofi
Mofi, 29.3.2009 kl. 16:06
Þar sem tveir eða þrír koma saman í Jesú nafni, þar er hann mitt á meðal.
Andin í þér hefur blindað þig og þú heyrir ekki. Eins og kalkaður veggur.
Ég bið og ég þakka Drottni fyrir það að hann mun opinbera sig þér, og þú fáir skilið hans undursamlega náð hans.
Í Jesú nafni.Amen,amen,amen.
Verði allur vilji hans. Amen.
Aida., 29.3.2009 kl. 22:21
Aida, ætlarðu að segja að ég sé blindaður af því að ég vill halda boðorðin tíu? Myndir þú segja þetta ef um væri að ræða boðorðið um að ekki stela eða ekki ljúga eða ekki myrða? Náð er sannarlega stórkostleg en hún er ekki leyfi til að brjóta lögmálið heldur borgun fyrir að hafa þegar brotið það. Eins og Páll talar um, ef við lifum undir náð eigum við þá að halda áfram að syngda, auðvitað ekki!
Myndir þú tala svona ef ég væri að segja einhverjum sem er að drýgja hór að ef hann er kristinn þá ætti hann að hætta slíku?
Mofi, 30.3.2009 kl. 00:51
úff.....það er orðið svolítið heitt hérna inni.... kannski Mofi opni gluggann fyrir okkur ?
Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:48
Allt fyrir þig Helga :) þú vilt kannski útskýra fyrir mér hvernig ég fer að því?
Mofi, 30.3.2009 kl. 16:05
Mofi kaþólskur vinur minn benti mér á síðuna www.ellenwhiteexposed.com kannast þú við hana?
Aðalbjörn Leifsson, 30.3.2009 kl. 16:42
Vér erum þjónar nýs sáttmála, hinn gamli er fallinn úr gildi.
Gaur, Mófi, þú ert að rugla saman trú og lögmáli. Jesú kom til að uppfilla lögmálið sem er rétt og fullkomið en það getur ekki gert þig dýrlegan eða réttlæt þig, aðeins kristur getur gert þig dýrlegan og réttlátan. mín frammistaða í að halda B10 segja Guði ekki neitt. Hann hefur ekkert að gera með réttlætisverkin mín heldur vill hann að ég íklæðist Kristi og meðtaki hans hjálpræðisverk.
"Ekki svo, að vér séum sjálfir hæfir og eitthvað komi frá oss sjálfum, heldur er hæfileiki vor frá Guði, sem hefur gjört oss hæfa til að vera þjóna nýs sáttmála, ekki bókstafs, heldur anda. Því að bókstafurinn deyðir, en andinn lífgar.
7 En ef þjónusta dauðans, sem letruð var og höggvin á steina, kom fram í dýrð, svo að Ísraelsmenn gátu ekki horft framan í Móse vegna ljómans af ásýnd hans, sem þó varð að engu,
8 hversu miklu fremur mun þá þjónusta andans koma fram í dýrð?
9 Ef þjónustan, sem sakfellir, var dýrleg, þá er þjónustan, sem réttlætir, enn þá miklu auðugri að dýrð."
Hvað var það sem Guð letraði í steina, var það ekki boðorðin 10. Ef þú fyllir sjálfan þig að boðum og bönnum þá verður þú aldrei nó of góður og mun þá alltaf vanta eh uppá. Ég held ekki boðorðin Mófi af því að ég þarf þess, heldur vil ég það, það er eh afl innra með mér sem knýr mig áfram til góðra verka en ekki slæmra. Þegar Guð hvílsar í huga minn að hann elskar mig og þykir vænt um mig, þá verð ég eins og hvolpur sem allt vil gera fyrir húsbonda minn því hann elskar mig og verðlaunar mér ávalt hvort sem ég sé góður eða vondur hundur.
Þegar ég gerist sekur um að brjóta B10 þá horfi ég til Jesú og þakka honum fyrir að honum var refsað fyrir hverja einustu synd sem ég hef framið og mun fremja. Þessi ást fyllir mig ekki af löngun til að fara og brjóta B10 heldur miklu frekar vill ég sýna ást því ég er fullur af ást eftir að Guð hefur fyllt mig af ást. Því meira sem ég meðtek af fyrirgefningu Krists því minna vil ég gera af mér.
Ef ég horfi alltaf á B10 þá verð ég svo meðvitaður um hversu lélegur ég er og hversu fullur af synd ég er, ég verð of upptekinn af göllunum mínum og útfrá því fer ég að dæma aðra og fyllist smátt og smátt hroka sem leifir mér ekki að hafa rangt fyrir mér.
En Jesús, þegar ég horfi á hann fyllir hann líf mitt af tilgangi meðan B10 fyllir mig af fordæmingu, Jesú gefur mér frelsi meðan B10 heldur mér niðri. Jesú gefur mér líf en B10 dauða.
Guð gaf boðorðin 10 til þess að sýna okkur að jafnvel þótt að við viljum fara eftir þeim þá getum við það ekki, þess vegna sýnir Guð okkur náð í Kristi Jesú. Hann sendi son sinn í heiminn
Annars finnst mér heimskulegt að rífast við einhvern sem kallar sig kristinn um að verk krists hafi ekki verið fullkomið. Afhverju viltu bæta boðum við trúnna, eða var það ekki trúin sem fæddi andan innra með þér, eða voru það lögmálsverk?
PS. Romverjabréf 6.
Margir miskildu Pál fyrir að prétika fagnaðarerindið vegna þess að hann notaðist ekki við B10 heldur náð, fólk fór að halda að hann væri að segja að það væri í lagi að syndga en það er ekki málið.
“En hér við bættist svo lögmálið, til þess að misgjörðin yrði meiri. En þar sem syndin jókst, þar flóði náðin yfir enn meir.
21 Og eins og syndin ríkti í dauðanum, svo skyldi og náðin ríkja fyrir réttlæti til eilífs lífs í Jesú Kristi, Drottni vorum. Hvað eigum vér þá að segja? Eigum vér að halda áfram í syndinni til þess að náðin aukist?
2 Fjarri fer því. Vér sem dóum syndinni, hvernig ættum vér framar að lifa í henni?
3 Eða vitið þér ekki, að allir vér, sem skírðir erum til Krists Jesú, erum skírðir til dauða hans?
4 Vér erum því dánir og greftraðir með honum í skírninni, til þess að lifa nýju lífi, eins og Kristur var upp vakinn frá dauðum fyrir dýrð föðurins.
5 Því að ef vér erum orðnir samgrónir honum í líkingu dauða hans, munum vér einnig vera það í líkingu upprisu hans.
6 Vér vitum, að vor gamli maður er með honum krossfestur, til þess að líkami syndarinnar skuli að engu verða og vér ekki framar þjóna syndinni.
Sem syndugir einstaklingar getum við ekki þjónað Guði, því að Guð krefst 100% heilagleika og enga synd. Þar sem við mennirnir erum ekki hæfir sendi Guð son sinn til þess að framkvæma þetta verk fyrir okkur. Núna horfum við Á Jesús en ekki B10.
Veistu ekki að lögmálið er styrkur syndarinnar?
ibbets (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 17:08
Ibbets. Amen,amen,amen.
Aida., 31.3.2009 kl. 07:55
Já
Jesú kom til að uppfylla kröfur lögmálsins um að laun syndarinnar er dauði. Sá sem íklæðist Kristi á að fá nýtt hjarta; hjarta sem vill ekki ljúga, hata, öfunda og stela, sem sagt halda boðorðin. Værir þú að tala svona ef ég væri að segja við ákveðna kirkju að það er rangt að drýgja hór? Væri þá svarið með að Guð er alveg sama um hvort við höldum boðorðin tíu eða brjótum þau, við erum í Kristi svo það skiptir engu máli þótt við myrðum mann og annan eða hvað?
Eina sem ég er að benda á er að kristnir eiga að vilja halda þau. Gott að við erum sammála þá. Þú hefur þá löngun til að halda hvíldardaginn?
Nei, boðorðin tíu hjálpa þér að skilja að þú þarft á fyrirgefningu að halda og þarft á Jesú að halda. Þau eru eins og Galatabréfið 3:24, leiðbeinandi til Krists svo við mættum öðlst náð fyrir trú.
Í einu orði segir þú að þú vilt halda boðorðin og í öðru orði segir þú það vera slæmt að einhver vill halda boðorðin tíu. Finnst þér sjálfum þetta ekki vera neitt mótsagnakennt? Hvernig getur það verið lögmálsverk að hvíla sig samkvæmt boðorðinu?
Jú, veistu ekki að án lögmáls er engin synd og þar sem er engin synd er engin þörf á frelsara. Þess vegna boða boðorðin tíu réttlátan dóm og refsingu en krossinn óverðskuldaða náð og fyrirgefningu. Þegar maður horfir á krossinn þá sér maður ekki aðeins að Guð elskar okkur heldur hversu mikið Guð hatar syndina. Svo léttvægt tal um að það er í lagi að brjóta eitt af boðorðunum er engan veginn í lagi og engan veginn í samræmi við endurfædda sál.
Mofi, 31.3.2009 kl. 08:17
Hahaha!!!
Amen
Stjörnupenni, 31.3.2009 kl. 17:19
hér er alltaf jafn heitt
lengi lifir í gömlum glæðum.... svo lengi sem einhver er sem kyndir undir
já sumir hafa ekkert annað að gera.... en að skemmta skrattanum
Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 09:37
Þér þekkið náð Drottins vors Jesú Krists. Hann gjörðist fátækur yðar vegna, þótt ríkur væri, til þess að þér auðguðust af fátækt hans.
og að sérhver, er trúir, réttlætist í honum af öllu því, er lögmál Móse gat ekki réttlætt yður af.
40 Gætið nú þess, að eigi komi það yfir yður, sem sagt er hjá spámönnunum:
41 Sjáið, þér spottarar, undrist, og verðið að engu, því að verk vinn ég á dögum yðar, verk, sem þér alls ekki munduð trúa, þótt einhver segði yður frá því.``
Þú ert þá ekki framar þræll, heldur sonur. En ef þú ert sonur, þá ert þú líka erfingi að ráði Guðs.
Því að náð Guðs hefur opinberast til sáluhjálpar öllum mönnum.
12 Hún kennir oss að afneita óguðleik og veraldlegum girndum og lifa hóglátlega, réttvíslega og guðrækilega í heimi þessum,
13 í eftirvæntingu vorrar sælu vonar, að hinn mikli Guð og frelsari vor Jesús Kristur opinberist í dýrð sinni.
14 Hann gaf sjálfan sig fyrir oss, til þess að hann leysti oss frá öllu ranglæti og hreinsaði sjálfum sér til handa eignarlýð, kostgæfinn til góðra verka.
15 Tala þú þetta og áminn og vanda um með allri röggsemi. Lát engan lítilsvirða þig.
þá frelsaði hann oss, ekki vegna réttlætisverkanna, sem vér höfðum unnið, heldur samkvæmt miskunn sinni í þeirri laug, þar sem vér endurfæðumst og heilagur andi gjörir oss nýja.
6 Hann úthellti anda sínum yfir oss ríkulega fyrir Jesú Krist, frelsara vorn,
7 til þess að vér, réttlættir fyrir náð hans, yrðum í voninni erfingjar eilífs lífs.
8 Það orð er satt, og á þetta vil ég að þú leggir alla áherslu, til þess að þeir, sem fest hafa trú á Guð, láti sér umhugað um að stunda góð verk. Þetta er gott og mönnum nytsamlegt.
En Kristur er kominn sem æðsti prestur hinna komandi gæða. Hann gekk inn í gegnum hina stærri og fullkomnari tjaldbúð, sem ekki er með höndum gjörð, það er að segja er ekki af þessari sköpun.
12 Ekki fór hann með blóð hafra og kálfa, heldur með eigið blóð, inn í hið heilaga í eitt skipti fyrir öll og aflaði eilífrar lausnar.
13 Ef blóð hafra og nauta og askan af kvígu, stráð á menn, er óhreinir hafa gjörst, helgar til ytri hreinleika,
14 hve miklu fremur mun þá blóð Krists hreinsa samvisku vora frá dauðum verkum, til að þjóna Guði lifanda, þar sem Kristur fyrir eilífan anda bar fram sjálfan sig sem lýtalausa fórn fyrir Guði.
Vitið þér ekki, bræður, _ ég er hér að tala til þeirra, sem lögmál þekkja, _ að lögmálið drottnar yfir manninum svo lengi sem hann lifir.
2 Gift kona er að lögum bundin manni sínum, meðan hann lifir. En deyi maðurinn, er hún leyst undan lögmálinu, sem bindur hana við manninn.
3 Því mun hún hórkona teljast, ef hún, að manninum lifandi, verður annars manns. En deyi maðurinn er hún laus undan lögmálinu, svo að hún er ekki hórkona, þótt hún verði annars manns.
4 Eins er um yður, bræður mínir. Þér eruð dánir lögmálinu fyrir líkama Krists, til þess að verða öðrum gefnir, honum sem var upp vakinn frá dauðum, svo að vér mættum bera Guði ávöxt.
5 Þegar vér lifðum að holdsins hætti, störfuðu ástríður syndanna, sem lögmálið hafði vakið, í limum vorum, svo að vér bærum dauðanum ávöxt.
6 En nú erum vér leystir undan lögmálinu, þar sem vér erum dánir því, sem áður hélt oss bundnum, og þjónum í nýjung anda, en ekki í fyrnsku bókstafs.
7 Hvað eigum vér þá að segja? Er lögmálið synd? Fjarri fer því. En satt er það: Ég þekkti ekki syndina nema fyrir lögmálið. Ég hefði ekki vitað um girndina, hefði ekki lögmálið sagt: ,,Þú skalt ekki girnast.``
8 En syndin sætti lagi og vakti í mér alls kyns girnd með boðorðinu. Án lögmáls er syndin dauð.
9 Ég lifði einu sinni án lögmáls, en er boðorðið kom lifnaði syndin við,
10 en ég dó. Og boðorðið, sem átti að verða til lífs, það reyndist mér vera til dauða.
1 Þér óskynsömu Galatar! Hver hefur töfrað yður? Þér hafið þó fengið skýra mynd af Jesú Kristi á krossinum, málaða fyrir augum yðar.
2 Um þetta eitt vil ég fræðast af yður: Öðluðust þér andann fyrir lögmálsverk eða við að hlýða á fagnaðarerindið og trúa?
3 Eruð þér svo óskynsamir? Þér sem byrjuðuð í anda, ætlið þér nú að enda í holdi?
4 Hafið þér til einskis reynt svo mikið? _ ef það þá er til einskis!
5 Hvað um það, _ sá sem veitir yður andann og framkvæmir máttarverk meðal yðar, gjörir hann það vegna lögmálsverka yðar eða vegna þess að þér heyrið og trúið?
6 Svo var og um Abraham, ,,hann trúði Guði, og það var honum til réttlætis reiknað.``
7 Þér sjáið þá, að þeir sem byggja á trúnni, þeir eru einmitt synir Abrahams.
8 Ritningin sá það fyrir, að Guð mundi réttlæta heiðingjana fyrir trú, og því boðaði hún Abraham fyrirfram þann fagnaðarboðskap: ,,Af þér skulu allar þjóðir blessun hljóta.``
9 Þannig hljóta þeir, sem byggja á trúnni, blessun ásamt hinum trúaða Abraham.
10 En bölvun hvílir á öllum þeim, sem byggja á lögmálsverkum, því að ritað er: ,,Bölvaður er sá, sem ekki heldur fast við allt það, sem í lögmálsbókinni er ritað, og breytir eftir því.``
11 En það er augljóst að fyrir Guði réttlætist enginn með lögmáli, því að ,,hinn réttláti mun lifa fyrir trú.``
12 En lögmálið spyr ekki um trú. Það segir: ,,Sá, sem breytir eftir boðum þess, mun lifa fyrir þau.``
13 Kristur keypti oss undan bölvun lögmálsins með því að verða bölvun fyrir oss, því að ritað er: ,,Bölvaður er hver sá, sem á tré hangir.``
14 Þannig skyldi heiðingjunum hlotnast blessun Abrahams í Kristi Jesú, og vér öðlast fyrir trúna andann, sem fyrirheitið var.
15 Bræður, ég tek dæmi úr mannlegu lífi: Enginn ónýtir eða eykur við staðfesta arfleiðsluskrá, enda þótt hún sé aðeins af manni gjörð.
16 Nú voru fyrirheitin gefin Abraham og afkvæmi hans, _ þar stendur ekki ,,og afkvæmum``, eins og margir ættu í hlut, heldur ,,og afkvæmi þínu``, eins og þegar um einn er að ræða, og það er Kristur.
17 Með þessu vildi ég sagt hafa: Sáttmála, sem áður var staðfestur af Guði, getur lögmálið, sem kom fjögur hundruð og þrjátíu árum síðar, ekki ónýtt, svo að það felli fyrirheitið úr gildi.
18 Sé því þá svo farið, að arfurinn fáist með lögmáli, þá fæst hann ekki framar með fyrirheiti, en Guð veitti Abraham náð sína með fyrirheiti.
19 Hvað er þá lögmálið? Vegna afbrotanna var því bætt við, þangað til afkvæmið kæmi, sem fyrirheitið hljóðaði um. Fyrir umsýslan engla er það til orðið, fyrir tilstilli meðalgangara.
20 En meðalgangara gjörist ekki þörf þar sem einn á í hlut, en Guð er einn.
21 Er þá lögmálið gegn fyrirheitum Guðs? Fjarri fer því. Ef vér hefðum fengið lögmál, sem veitt gæti líf, þá fengist réttlætið vissulega með lögmáli.
22 En ritningin segir, að allt sé hneppt undir vald syndarinnar, til þess að fyrirheitið veitist þeim, sem trúa, fyrir trú á Jesú Krist.
23 Áður en trúin kom, vorum vér í gæslu lögmálsins innilokaðir, þangað til trúin, sem í vændum var, opinberaðist.
24 Þannig hefur lögmálið orðið tyftari vor, þangað til Kristur kom, til þess að vér réttlættumst af trú.
25 En nú, eftir að trúin er komin, erum vér ekki lengur undir tyftara.
26 Þér eruð allir Guðs börn fyrir trúna á Krist Jesú.
27 Allir þér, sem eruð skírðir til samfélags við Krist, þér hafið íklæðst Kristi.
28 Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þér eruð allir eitt í Kristi Jesú.
29 En ef þér tilheyrið Kristi, þá eruð þér niðjar Abrahams, erfingjar eftir fyrirheitinu.
ibbets (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 13:20
ibbets, hvernig myndir þú svara minni spurningu til Gunnars í Krossinum, sjá: Opið bréf til Gunnars í Krossinum
Mofi, 1.4.2009 kl. 13:39
"Einni spurningu lætur Gunnar þó ósvarað. Hún er þessi: Þegar Guð hefur fyrirgefið manninum og veitt honum Anda sinn til leiðsagnar í lífinu, mun Andi Guðs leiða manninn til þess að vera í samræmi við boðorð Guðs eða er manninum heimilt að brjóta þau að vild?
Sagt með öðrum orðum, á hinn kristni maður að leitast við að halda boðorð Guðs í náð hans og krafti Andans, eða má hann brjóta þau að vild sinni?"
Núna trúi ég því að þeir sem hafa tekið á móti Jesú hafa líka tekið á móti loforðum hans og standa á þeim. Það er Kristur sem við viljum líkjast og fylgja. Hann fær mig til að hjálpa og elska fólk sem verða á vegi mínum. Ég væri tilbúinn að hitta þig Mófi og fá að heira meira frá þér og kanski við getum tekið stutta bæn saman???
Varðandi Hvíldardaginn þá trúi ég því að í dag er Jesú herra hvíldardagsins og ég hvíli í fullkomnuðu verki hans á krossinum. Þar sem ég lifi í gnægð Guðs og stöðugum blessunum, hann segir í Dag er hjálpræðisdagurinn. Ég lít á alla daga sem hvíldardaga. Ég leifi náð Guðs og krafti hans að starfa í gegnum mig og hef yndi af því að gefa honum heiðurinn því sem ég framkvæmi í Kristi hans er dýrðin..
Lögmálið er andlegt og því verður maður að taka sinna skiptum og aðeins kristur getur gert okkur hæf til að halda þessi lögmál en að halda b10 fyrir mér er afleiðing af samfélaginu mínu við Krist. lögmálið lætur okkur fá syndar samviskur en kristur gefur samvisku sem er upptekinn af réttlætinu. Og orðið segir að náðin sé sterkari en syndin þess vegna treysti ég náð Guðs til að gera mig hæfan. Náðin fær mig ekki til að vilja brjóta lögin heldur þvert á móti ég verð upptekinn í því góða og fallega í kringum mig og fer að sjá Guð starfa. Meira af honum og minna af mér.
ibbets (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 14:33
Amen,amen,amen.
Ibbets sannarlega ertu Jesú barn og andi hans er í þér öllum til vitnisburðar.
Ég þakka Drottinn Jesú Krist fyrir þig kæri bróðir og ég bið hann að blessa þig umfram og meir.
Í Jesú nafni.Amen,amen,amen.
Aida., 1.4.2009 kl. 15:56
ibbets, ég væri mjög svo til í að hittast og spjalla. Ég á samt erfitt með að skilja af hverju þú hefur eitthvað á móti hvíldardags boðorðinu. Guð gerði sjöunda daginn heilagan og bað þig um að halda hann heilagan; þú getur ekki haldið neitt heilagt sem Guð hefur ekki gert heilagt.
Í Hebreabréfinu er talað um hvíld í Kristi en í sömu andrá talað um að ganga til hvíldar hinn sjöunda dag svo að við mættum ekki falla í óhlíðni:
Það er rétt að lögmálið er andlegt en andinn fer ekki á móti stafinum er það nokkuð? Þú getur ekki myrt einhvern en samt gert það í anda Guðs, er það nokkuð?
Svo náðin fær þig ekki til að brjóta boðorðin tíu, gott að heyra; svo það þýðir að náðin fær þig til að vilja halda þau í krafti Guðs eða hvað?
Mofi, 1.4.2009 kl. 19:04
...........................hóst
Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 12:35
Guð er ekki til, nuff said, get over it or look silly
DoctorE (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 14:34
Helga Lúthersdóttir og Aida, Guð blessi ykkur báðar kæru systur fyrir að standa vörð um trúsystkyni okkar gegn bókstafs aðventistanum (og reyndar góðum vini mínum) Mofi, hann er búinn að vera í einhverri einkennilegri helför gegn trúsystkynum sínum, og ef hann er svona rosalega ósáttur við málflutning þeirra þá er einmitt til einkapóstur sem Helga bendir réttilega á.
Annars vil ég skora á Mofi að koma með mér á samkomu í Krossinn, og eiga nokkur orð við Gunnar í eigin persónu. Ég er sjálfur ekki í Krossinum, og er ekki alveg sammála þeirra málflutningi, en þegar allt kemur til alls þá eru þetta systkyni í Kristi og eiga ekki svona útreið skilið.
Ef Mofi tekur þessari áskorun þá læt ég vita hvenær af þessu verður, og er ykkur velkomið að mæta líka og hitta okkur. Ég ætla að setja þessa áskorun inn á síðu Mofa líka svo að hann sjái að mér er alvara.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.4.2009 kl. 14:58
Haukur, finnst þér virkilega hægt að tala um helför þegar einhver er að benda fólki á að halda boðorðin tíu? Varðandi að senda einkapóst þá var Gunnar með sinn boðskap í sjónvarpinu og síðan opinbera predikun í Krossinum sem er einnig opinber á netinu en síðan á að gera þá kröfu til mín að ég laumist milli veggja?
Varðandi að kíkja á Gunnar þá sé ég nú ekki mikinn tilgang í því þar sem mér dettur ekki til hugar að ég sannfæri Gunnar um eitt eða neitt. Þetta er miklu frekar svo að þeir sem eru að hugsa um þessa hluti heyri mína hlið á málinu svo þeir geti tekið ákvörðun sem er ekki byggð á aðeins þeim rökvillum sem Gunnar hefur notað til að verja sína afstöðu. Fyrir utan það þá hef ég ekkert á móti að hitta hann og spjalla.
Varðandi útreiðina þá fannst mér nú frekar ég fá útreið þar sem ég var sakaður um að dæma þá sem halda sunnudaginn vera með merki dýrsins og á leiðinni til helvítis. Þetta eru að mínu mati frekar ógeðfeld strámannsrök en sé engan taka undir þá gagnrýni mína. Sé engan gagnrýna Gunnar fyrir það en ég er gagnrýndur bak og fyrir, fyrir það eitt að biðja þá sem kalla sig kristna að halda boðorð Guðs!
Spurning frekar um að skipuleggja opinbert málþing eða "debate" og sjá til hvort að Gunnar myndi vilja taka þátt í slíku.
Mofi, 2.4.2009 kl. 16:06
Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.4.2009 kl. 16:20
Stjörnupenni "Amen"
Ég trúi ekki á Amen, eða á Egypska Sólguðinn- "Amen"
Ég (Þorsteinn) er reyndar í Óháða söfnuðinum og algjörlega óháður söfnuðinum og söfnuðurinn óháður mér. Nú ég hef hins vegar gaman að lesa fræði Sufi-isma (Íslam), Buddhisma og Tao-isma, en ég er ekkert gefinn fyrir þennan Egypsku Sólguð Amen
hættur að nota
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 16:29
Haukur, við skulum athuga hvort það sé ekki hægt. Það er engin ásætanleg niðurstaða í svona máli, annað hvort hlýðið þú og Gunnar boðorðum Guðs eða við höldum áfram að vera ósammála til dómsdags. Söfnuðurnir ættu auðvitað að hafa einhvern vettvang til að ræða ágreinings mál sín en á meðan þannig vettvangur er ekki til þá er þetta líklegast það sem verður að gerast. Gunnar tjáir sig og skýtur á þá sem eru honum ósammála á Omega og ef einhver vill verja sig eða gagnrýna þá verður hann að finna einhvern vettvang fyrir það.
Það myndi gera kristni í landinu mikinn greiða með því að búa til svona vettvang.
Mofi, 2.4.2009 kl. 16:34
Jæja, þarna erum við 100% sammála Dóri, því svona lagað skemmir bara fyrir.
Þorsteinn - hvað ertu að tala um? Hebreska orðið "amen" þýðir "sannlega" eða "truly" á ensku og er mjög almennt í okkar tungumáli. Hvað koma einhverjir egypskir guðir þessu við?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.4.2009 kl. 17:03
Guðsteinn. Guð blessi þig.
Já við skulum standa vörð, gæta tungu okkar hér sem annarsstaðar og þá sérstaklega gagnvart þeim sem fyrir utan eru þegar við ræðum svona "viðkvæm mál" sem það virðist vera fyrir suma ;),við skulum elska hvort annað og umbera í kærleika. Það er vitnisburður um kærleika Krists og okkar trúboð :)
Drottinn segir að sá sem ekki safnar saman með honum , hann sundurdreyfir og það er synd . og synd er synd. að brjóta hvíldardagsboðorðið er synd en líka að sundurdreyfa. Sumir eru fastir í lögmálinu "bókstafnum einum sér "og átta sig ekki á þeim skaða sem þeir valda með þrætum sínum og lögmálsstælum.
Drottinn tekur skýrt fram að líkjast þeim ekki. Það eru hræsnarar sem heiðra hann með vörunum en hjarta þeirra er langt frá honum.
Höldum okkur í faðmi frelsarans, í hans kærleika og umburðarlyndi gagnvart náunganum og biðjum fyrir þeim sem okkur þykir vera að fara villu vegar því ENGINN annar getur snúið þeim manni nema GUÐ einn.
Það hef ég fengið að reyna sjálf. Að snúa frá mínu gamla líferni í eigin mætti vegna vitneskju minnar um boðorðin 10 en mér er ógerlegt að halda þau 100% þó allur vilji sé fyrir hendi. Ég megnaði ekkert aðeins fyrir bókstafinn, hann bara sagði mér að ég væri sek. en andi Drottins lífgar og fyrirgefur og gefur mér það sem uppá vantar.
Guð einn getur gjört mig líkari sér. Og það gerist gegnum samfélagið við hann. Bókstafurinn deyðir en andinn lífgar. alltof margir eru ekki að ná þessu og því miður gera sumir þeirra það aldrei ,sem er sorglegt fyrir þeirra hönd.
Guð einn er getur breytt mér með anda sínum og kærleika til mín
Hans er mátturinn.....og dýrðin að eilífu
AMEN
Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 08:49
Amen, Helga. Hans er mátturinn. Þetta virðist seint inn að ganga. Meina segja hvildardagurinn er ekki hægt að halda nema fyrir anda og mátt hans.
Málið er svo barnalega einfalt, ef við gefum okkur honum á hverjum degi, sem sagt bæn og beiðni þá sér hann um restina.
Og fyrir það hrópa ég Hallelúja, dýrðin er hans.
Takk fyrir innlitið Guðsteinn, altaf gaman að sjá þig og til hamingju með afmælið þó ég sé aðeins sein i því.
Þorsteinn, þú talar ekki tungumál sem ég skil,,, en ég bið Drottinn að blessa þig.
DotcorE, ég ákalla blóð Jesú Krist yfir þig og bið hann að blessa þig.
Mofi, Drottinn blessi þig lika og veit ég að sakir bænir okkar munt þú sjá.
I Jesús heilaga nafni.Amen,amen.
Aida., 3.4.2009 kl. 10:04
Að umbera eitthvað er ekki að samþykkja það heldur að leyfa viðkomandi að gera eitthvað eða hafa einhverja skoðun þrátt fyrir að þú ert á móti henni; þú þannig umberð eitthvað sem þér er ekki að skapi.
Tveir aðilar deila, einn segir að við eigum að halda boðorðin og annar segir að við þurfum ekki að halda þau. Hvernig kemstu að því, hvor er að sundurdreyfa og hvor er að safna saman?
Tveir aðilar eru að deila, hvernig ákvarðar þú hvor er að valda þrætum? Getur bara annar aðilinn þrætt? Væri hann ekki bara einn út í horni að þræta við sjálfan sig? Hvernig var aftur málshátturinn "it takes two to tango".
Hvernig er þetta síðan með bókstafinn. Það er frá honum sem þú færð vitneskjuna um Krist og Hans vilja fyrir líf þitt. Segðu mér í fullri hreinskilni, ef ég væri að benda kirkju sem kallast "The children of God" að það er rangt að drýgja hór, að það er rangt af þeim að hvetja einhleypu konurnar í kirkjunni til að tæla nýja meðlimi með kynlífi; værir þú þá að segja að ég væri að sundurdreyfa og með lögmálsstæla?
Svakalega þætti mér vænt um ef þú myndir ekki fara í kringum þessa spurningu heldur svara henni heiðarlega.
Lítum nú aðeins á þessa bókstafi þarna sem þú ert að vitna í:
Taktu eftir því að Jesú gagnrýnir þá fyrir að halda hefðir manna þannig að þær hefðir láta fólk brjóta eitt af boðorðunum tíu. Er möguleiki að það eru þeir sem vilja halda í hefðir manna og brjóta boðorðin sem eru hræsnararnir sem heiðra Guð með vörunum en hjarta þeirra er langt frá Guði?
Frelsarinn sagði "ef þér elskið mig, haldið boðorð mín" ( Jóhannes 14:15 ). Sannarlega þörf á að biðja fyrir þeim sem maður telur fara villur vegar en á maður ekki að benda honum á það? Þagði Jesú yfir þeim syndum sem Hann sá í kringum sig eins og t.d. vanvirðing fólks við musterið með því að vera að stunda viðskipti inn í því? Það er rétt að aðeins Guð sannfærir en okkar er að benda á hvað orð Guðs segir og leyfa því að sannfæra.
Svo stóra spurningin er, leiðir andi Drottins þig til þess að vilja fara eftir boðorðunum? Ekki að maður haldi þau fullkomlega heldur að maður öðlist anda sem vill umfram allt halda þau í krafti Guðs.
Kær kveðja,
Halldór
Mofi, 3.4.2009 kl. 10:06
Mofi, 3.4.2009 kl. 10:07
Nei Halldór.
Skilur þú þetta: Að vilja veitist mér auðvelt en ekki að framkvæma.
Eg vil og þrái ekkert heitar en að halda b10 . Eg reyni það að huga hjarta og sál og allri minni eigin mætti, en ef ég stendst ekki þá er mér það fyrirgefið af Guði. Þetta er það sem allir eru að tala um.
Aida., 3.4.2009 kl. 11:56
Að þú munir sjá er aðeins Guð sem getur gefið þér skilningin á þessu.
Þú segist halda hvildardagin, en ef við förum i bókstafinn þá gerir þú það ekki Halldór, og þú játaðir það.
Ertu þá ekki undir náð hins heilaga, eða? Ertu þá ekki Krists.
Jú sannlega ertu það, svo framarlega sem þú játar hann og gefur honum þig ertu hólpin.
Hólpin, hvað þýðir það annað en að rétt sleppa, ekki vegna þess að þú eigir það skilið heldur vegna miskunn hans, þá fyrirgefur hann og þú rétt sleppur.
Er það ekki svo Halldór?
Erum við ekki öll syndarar með flein satans í holdi?
Við verðum að passa okkur að dæma ekki þvi eins og við dæmum munum við dæmd verða.
Eins og þegar einhver brýtur á okkur, ber okkur þá ekki að biðja fyrir aðilanum eins og: fyrirgef þú Drottinn þvi þeir vita ekki hvað þeir gera.
Mun Guð þá ekki fyrirgefa?
Er rónin eða dópistin sem játað hefur hann ekki hans?
Jú vissulega eru allir þeir sem játa hans nafn og gefa sig honum hans og það fallegasta við Guð okkar er að hann fyrirgefur og við höfum öll hlotið eilíft líf, og það líf er í honum Jesús Krist.
Ritað er einnig: enginn stenst, ekki einn. Allir erum við syndarar og skortum Guðs dýrð.
Og hver fær staðist þá?
Vegna náð hans og miskunn verðum við hólpin.
Þess vegna svellur gleði í hjarta mér og ég hrópa Hallelúja!
Aida., 3.4.2009 kl. 12:21
Ég er þá hjartanlega sammála þér og gaman að heyra að þú vilt halda sjöunda daginn heilagan.
Ég segist vilja halda hvíldardaginn og geri það eftir bestu getu og ef eitthvað vantar upp á þá vil ég endilega bæta það.
Eigum við ekki að benda á það sem orð Guðs segir? Lagði Jesú ekki dóm á faríseana þegar þeir tóku þeirra hefðir fram yfir boðorðin tíu? Lagði Páll ekki dóm á skurðgoða dýrkun þeirra sem hann boðaði Krist til? Málið er að við eigum að dæma réttilega og það er auðvitað alltaf vand með farið og ég viðurkenni að ég á margt eftir ólært í þeim efnum.
Annars þakka ég falleg orð og alveg sammála að fyrir náð og miskun verðum við hólpin
Kv,
Halldór
Mofi, 3.4.2009 kl. 13:56
Mikið er ég glöð að heyra þig segja þetta Halldór, að það snýst um að vilja.
Þvi það er allt annar handleggur.
Ég er sammála þvi að við eigum að segja frá Krist Jesú, það er að segja fagnaðarerindið. Verkin okkar lýsir Kristini hegðun, en það stendur skýrt að við eigum ekki að vera margir kennarar.
Einnig stendur ritað : að á síðustu tímum , á okkar tima mun engin þurfa að segja kom og lær að kynnast Drottni, þvi andin er sá sem kennir okkur. Ég segi ekki að við eigum ekki að kenna heldur eigum við að vera fá og þeir sem kenna eru sendir af honum .
Við hin eigum að kenna með hegðun og bæn, og er við áminnum eigum við að áminna með sálmum og bæn.
Fagnaðarerindið er það sem við' eigum að predika og kenna en áminna með sálmum, lofgjörðum og bæn.
Halldór ég er virkilega glöð að þú sért sammála mér, og vegna þess að við eigum svo margt ólært skulum við passa okkur sérstaklega öðrum ásjáandi og heyrendum.
Drottinn blessi þig ríkulega og varðveiti bróðir. Í Jesú nafni.Amen,amen.
Aida., 3.4.2009 kl. 14:29
Svakalega væri frábært ef þetta væri síðasta athugasemdin sem ég læsi í dag, svona rétt fyrir hvíldardaginn... ég held að ég ætla bara að reyna að láta þetta vera þá síðustu því sannarlega var ánægja að lesa hana og einhvern vegin eins og velkomin andleg hvíld.
Við eigum margt ólært en vonandi erum við á réttri leið. Ef ég er á rangri leið þá vildi ég óska þess að þeim sem þykja vænt um mig væru til í að benda mér á það, þó mér gæti mislíkað boðskapinn fyrst þegar ég heyri hann.
Ég segi bara gleðilegan hvíldardag og megi Guð blessa þig og leiðbeina okkur báðum til að ganga á Hans vegum.
Vinar kveðja,
Halldór
p.s. mér þykir of vænt um að enda þessa umræðu á jákvæðum nótum að ég ætla ekki að fylgjast með þessari umræðu lengur.
Mofi, 3.4.2009 kl. 16:10
Amen, amen.
Aida., 3.4.2009 kl. 16:17
Ég trúi Nýja Testamentinu, þú ættir að gera það líka. Ég hvíli daglega í Sabbath hvíldinni vegna Jesú Krist og þú ættir að gera það líka. Um leið og þú ferð að setja traust þitt á þín verk þín, þá ertu í vondum málum. Þetta gerist aðeins fyrir trú, og trúin sem Guð gefur, hún verður líf þitt. Andinn lifnar við Innra með þér og leiðir þig um allan sannleika og þú ert ekki lengur að reina heldur færistu í nútíðina og ferð að njóta blessana Guðs.
Það má ekki fara aftur að trúa boðorðunum 10. Það er heilbrigt að hvílast frá verkum einn dag í viku og fara snemma að sofa og allt það. En það frelsar þig ekki og kemur ekki í veg fyrir að þú fáir merki dýrsins. Hvað hefur Jesús gert fyrir þig? því meira sem þú talar um hvað hann hefur gert því meira gott færðu frá honum. Fólk er að reina að troða B10 uppá fólk. B10 sem féllu úr gildi þegar Jesú Dó Á KROSSINUM. Vitið þið ekki að Jesú er Sonur Guðs. Við eigum að Horfa á Krist. Þegar ég horfi á mig sé ég mikið af göllum, þess vegna keppist ég við að líkjast Kristi. Ég gæti haldið áfram að sýna þér að B10 og allt gamla testamentið er fallið úr gildi fyrir þá sem trúa á Jesú. Fyrir hina sem trúa ekki sýnir og sannar lögmálið sekt þeirra. Við aftur á móti eigum að þekkja þann sem við trúum á og lifa og mótast eftir samfélagi okkar við hann. Fyrir 2000 árum kaus Guð að refsa allri synd og díla við hana. Í dag eigum við að látast leiðast af andanum en ekki boðorðunum 10.
Náð er Persóna, náð er Jesú, allt sem Jesú gerði fyrir þig er náð. Ef þú myndir skilja náðina þá myndirðu skilja Krist og vegsama hann. En þú talar bara um það sem þér er kennt að tala um en ekki það sem Kristur hefur sannfært þig um. Vegna þess að Kristur myndi aldrei leggja B10 aftur á fólk. Þess vegna sagði hann mitt ok er léttbært. Því meira sem þú ert fyrirgefin því meira getur elskað Drottinn Guð þinn. Sjáðu sjálfan þig dáinn, leggstu í jörðina til að hafa svona symbolic í þessu. Svo ferðu með þessa bæn.
"Drottinn Jesús, Takk fyrir að þú elskar mig og dóst fyrir mig á krossinum, þitt dýrmæta blóð hreinsar mig frá allri synd. Þú ert Drottinn minn frelsari minn og Guð minn núna og til æviloka. Ég trúi að þú dóst og reist upp frá dauðum og lifir í Dag. Guð þú ert Faðir minn og ég er barn þitt vegna Jesú Krist. Takk fyrir að fylla hjarta mitt af frið og gleði. Í Jesú nafni Amen"
Svo stendur upp sem ný sköpun og í hvert skiptið sem fyrirdæming eða eh af hinu illa kemur yfir þig, þá játar þú sannleika Guðs yfir þig. Því hans álit er meira og betra en okkar álit(Jes 55;10-11). haltu áfram að hvílast vikulega, en vertu viss um að hvíld þín komi frá Jesú en ekki lögmálinu. Í hvert skipti sem ákærandi sækir að þér og segir, Ibbets hefur rangt fyrir sér og bla bla bla, þá lestu biblíu versin sem ég sendi þér. Þau munu öll minni þig á Hver þú virkilega ert í augum Guðs og okkur ber að trúa honum. Auðvitað ertu föður þínum til sóma. Byrjaðu að lifa í því verki sem Guð hefur fullkomnað fyrir þig.
peace my brother.
ibbets (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 17:31
Ibbets. Amen.
Aida., 3.4.2009 kl. 20:02
Og andin kennir oss að halda b10 þvi hann er samviska vor og er við brjótum af okkur þá auðmjukum við okkur og hann fyrirgefur og elskar.
Aida., 3.4.2009 kl. 20:05
Já það er satt hjá þér, Andinn mikli kennir okkur alla hluti. Þetta er fagnaðarerindið sem við eigum. Slíkur boðskapur sem Kristur kom með og gaf okkur fellur aldrei úr gildi og þetta er að mér vitandi lang kraft mesta trú sem hægt er að komast í snertingu við og hef ég reint nokkrar aðferðir til þess að trúa á Guð. Heilagur Andi minnir mig stöðugt á réttlæti Krists, hann er alltaf hvern einasta dag að sýna mér hvað Jesús var ekki venjuleg manneskja eins og ég og þú heldur sonur Guðs. Jesús Kristur gekk um jörðina og þegar hann gerði það þá var hann gangandi sáttmáli Guðs. Hann kom til þess að staðfesta spámennina og lögmálið með að opinbera sjálfan sig sem nýja sáttmálan sem lögmálið og spámennirnir vitna um. Allir sem snertu nýja sáttmálann læknuðust, fengu frið, losnuðu við allskyns ok og fylltust kærleika til hvors annars. Hann var von fyrir þá sem áttu enga og hann var styrkur hins þróttlausa hann var rödd fyrir hinn mállausa og sjón hins blinda. Hann er hinn fullkomni vegur sem liggur beint í Faðm Guð, Föður okkar á himnum.
Sami sáttmáli gildir í dag, um leið og við komust í snertingu við hann og förum að upplifa Guð í gegnum sáttmála hans, þá læknumst við, blessanir byrja að herja á okkur úr öllum áttum, margar konur hafa yngst og losnað við hrukkur bara við það eitt að komast í snertingu við sáttmálan, og það má rekja þá blessun til Söru konu Abrahams. Nýi sáttmálinn gerir okkur hæf og verðug til þess að fá Bestu og mestu blessanir Guðs. Til þess að snerta sáttmála Guðs og trúa honum þarf að Trúa og bara trúa allt annað er afleiðingar. oft eru kristnir að sækjast eftir afleiðingum Sáttmálans en eru ekki að leitast við að þekkja Jesú.
,,Nálægt þér er orðið, í munni þínum og í hjarta þínu.`` Það er: Orð trúarinnar, sem vér prédikum.
9 Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn _ og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða.
10 Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis.
11 Ritningin segir: ,,Hver sem trúir á hann, mun ekki til skammar verða.``
ibbets (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 01:08
Haææó eru þið ekki að misskilja eitthvað? Þið eruð að tala um 10 boðorð eða lög sem Guð setti. Þau eru miklu fleirir en þessi 10 sem Móse fékk á Sínaí fjalli þau eru 613. Varið ykkur kæru vinir ef þið brjótið eitt þeirra þá hafið þið brotið þau öll. Það er ekki hægt að velja úr eit og eitt eða 10 og skilja eftir 603, annað hvort fer maður eftir þeim öllum eður ei.
Skoðið Kólossubréfið 2 kafla vers 14 og vers 21 og að endingu vers 23. Þeir sem lifa undir lögmáli verða dæmdir eftir lögmáli þannig að það er þá mikilvægt að lifa eftir öllum boðorðum Guðs eða lögum hans ekki taka sumt út!
Aðalbjörn Leifsson, 4.4.2009 kl. 07:46
Ibbets og Alli, verið sælir og blessaðir.
Tek hjartanlega undir með ykkur.
Ég lifi ekki undir lögmáli, heldur andanum.
Hjá mér er sérhvern dagur hvildardagur, þvi Drottinn Jesu er Herra Hvildardagurinn.
Á hverjum degi er ég reiðubúin að þjóna honum, og það er það sem ég meina að einhvern 1 dag eins og þeir er segjast hafa barna trú og fara svo i kyrkju á sunnudögum sem hefur ekkert uppá sig þvi það er ekki það sem Drottinn meinti með hvildardagin. Við eigum að vera reiðubúin að starfa fyrir hann með að lita til hinn bágstadda, ég vil meina að það eigum við að gera sérhvarndag.
Ef við erum i honum þá erum við i kærleikanum og kærleikurin gerir ekki öðrum mein.
Þó ég myndi starfa alla daga vikunar, þá myndi hann ekki kæra mig fyrir það, en ef ég myndi lita framhjá ´þar sem neyðin er þörf þá væri ég hræsnari.
Drottinn blessi ykkur kæru vinir og okkur öll í Jesu nafni.Amen.
Aida., 4.4.2009 kl. 10:31
Einmitt þú ert genginn inn í hvíldina. Guð hvíldist 7. daginn verkið var reyndar ekki búið, því satan kom með syndina inn í heiminn. Jesús kom og kláraði verkið á Golgata, verkinu var lokið og er lokið. Núna er hægt að ganga inn í hvíld hans.
Boðorðin eða lögin eru 613 ekki 10, þannig að það er í raun og veru ekki hægt að sigta eitthvað út. Annað hvort ert þú undir lögmáli eður ei. Kristnir menn eru dánir lögmálinu með Kristi og lifa í náð. Reyndar eru til flokkar sem kallast Nasarenar, enn þeir lifa undir lögmáli í náðinni. Aðventistar falla undir Þennann hóp. Eru þeir ekki frelsaðir?? Jú og góðir og gegnir menn, enn blóð Jesú hreinsar oss af allri synd, ekki lögmálsverk eða góð verk. Við erum réttlætt fyrir trú. Hver og einn fari eftir sinni sannfæringu og dæmi ekki aðra.
Aðalbjörn Leifsson, 4.4.2009 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.