5.4.2009 | 05:34
Snertingu andans.
Þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn og tilkomi þitt ríki.
Verði þinn vilji svo á jörðu sem og á himni.
Gef oss í dag vort daglega brauð,
og fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.
Því eigi leiðir þú oss í freistni heldur frelsar þú oss frá illu,
því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu.
Amen, í Jesú nafni.Amen.
Takk fyrir daginn og náðina, að ég megi koma fram fyrir þig.
Fyrirgef þú mér, það sem ég gerði ekki og það sem ég gerði. Það sem ég sagði og það sem ég sagði ekki. Ekki veit ég hvað það er en ég veit að það er. Ef ég myndi hugsa dýpra þá veit ég að ég myndi finna.
En mér er nóg að vita að ég er þakklát fyrir náð þína, sem er ný á hverjum degi. Að ég megi koma fram fyrir þig sérhvern dag, hrein og lýtalaus í augum þínum. Sama hvað það var sem ég ekki gerði eða það sem ég gerði, eða sagði og ekki. Því þegar ég kem fram fyrir þig og bið mína bæn þá ertu búin að fyrirgefa og þegar þú fyrirgefur þá fer það í gleymsku hafið. Þá gefur þú mér þinn heilaga anda sem leiðbeinir hjarta mitt stöðugt til þín. Satt að segja sérhverja stund og hverja tíð, þá er sála mín áminnt. Þú ert orðin samviska mín og ég heyri rödd þína.
Til þeirra sálir er ég talað við í dag og þessa nótt, er til mín hafa leitað, er til mín hafa hugsað og kannski reynt að ná í, legg ég fram fyrir þig og ég bið að þú verður það sem sála þeirra þarfnast, það sem gefur líf, lækning og lausn.
Ég er blessuð að mega minna þig á þau fyrirheiti sem þú gafst öllum þínum, og loforð. Og þakka þér fyrir að allt sem ég bið um , munt þú og veita mér, allt það sem ég bið um í þínu nafni, í Jesú nafni,munt þú veita mér. Ég þakka fyrir að ekki mun ég erfiða til einskis, því þú hefur sagt það.
Faðir minn og Guð minn, sem öll völdin hefur, verði þinn vilji, því þar sem þú ert, þar er friður , lækning og lausn. Ég bið að þeir sem vona á Guð, að þú sért til, fái að finna þig á þessari stundu, að héðan af fengið að heyra þig i hjarta, huga og sál og öðlist af gjöf frá þér, trú.Trú á hinn sanna Guð.Á þig Drottinn Jesús, Guð miskunnar og kærleika.
Ég bið að allir sem les með mér þessa bæn, fái snertingu anda þins og finni hve lifandi þú ert,svo sem aldrei fundið áður.
Þér til dýrðar, í Jesú nafni.Amen,amen.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Takk!!!
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 10:12
Takk líka fyrir mig. þetta fékk mig til að líða betur með sjálfann mig.
http://www.blacksunjournal.com/wp-content/images/crazyvsreligion.png
slakur (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 15:37
Amen
Virkilega yndisleg og einlæg bæn Aida mín
Sverrir Halldórsson, 5.4.2009 kl. 18:40
Sæl og blessuð
Takk fyrir mig
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.4.2009 kl. 21:56
Amen Guð/Jesús blessi þig elsku systir
Kær kveðja Gulli Dóri
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 5.4.2009 kl. 22:36
Aida., 7.4.2009 kl. 22:19
http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA
nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi það kemur að því karlinn
Æl, sjoveikur / www.icelandicfury.com
Sjóveikur, 8.4.2009 kl. 23:57
Mér þætti vænt um að þið læsuð færsluna mína og gerðuð eldri kútinn minn að fyrirbænaefni. Hann er ljúfur drengur með sterka samvisku og leita drottins í neyðinni. Von mín er sú að hann kynnist Drottni líka í gleðinni og gleymi honum ekki á ljúfum stundum. Ég hef beðið fyrir honum frá því hann fæddist og trúi því að þessi bæn hafi nú þegar verið heyrð.
Júdas, 9.4.2009 kl. 10:28
Amen Júdas. Lof sé hinum lifandi Guði fyrir hjarta þitt.
Þú og kúturinn þinn eruð nú hluti af bænum mínum líka. ég bið og trúi að það sáðkorn sem þú hefur plantað inní drenginn nái fullum þroska í góðum jarðvegi.
Ég stend á móti óvinarins veldi, að allar tilraunir til að spilla og eitra verkið sem hafði/byrjað er í drengnum muni snúast upp í andhverfu sína og verða til þess að efla og styrkja innri andlegan vöxt hjá kútinum og gefa yfirnáttúrulegan andlegan þroska. Vernd, blessun og Jesú blóð yfir kútinn hans Júdasar ég bið minn Faðir.
í Jesú nafni Amen (verði svo)
Sverrir Halldórsson, 9.4.2009 kl. 10:56
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2009 kl. 20:06
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2009 kl. 20:07
Gleðilega hátíð . Hann er upprisinn ! .... lifir í þér !!
Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 18:00
viljið þið lyfta mér upp í bæn systkyni.... mér og mínu fólki sérstaklega hvílir á mér hún litla dóttir mín sem er greind með AD/HD , hún sýnir einhverfueinkenni sem valda henni erfiðleikum meðal fólks, þar með í skólanum . nú er búið að loka á alla aðstoð sem gerði henni bara gott að hjálpaði henni að opna sig og hleypa fólki nær sér.... þar sem það er verið að skera niður í kerfinu.
Guð blessi ykkur
Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 19:35
Ég þakka Drottinn fyrir ykkur öll og bið hann að blessa ykkur.
Byrjuð Helga mín og Júdas. Ég bið fyrir ykkur og þakka Drottinn fyrir trú ykkar á Drottni.
Ég brosi þvi ég veit að Guð er Guð miskunnar og hann vill veita öllum það sem þeir vona. þeim er vona á hann, finna hann.
Aida., 17.4.2009 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.