Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

"Bæn til þeirra er elska Jesú Krist.

'Eg bið þess,að við mættum fyllast þekkingu á vilja Guðs
með allri speki og skilningi andans.
Svo að við hegðum okkur eins og Drottni er samboðið,
honum til þóknunar á allan hátt,og fáum borið ávöxt í
öllum góðu verkum og vöxum að þekkingu á Guði.
Mætti hann styrkja okkur á allan hátt með dýrðarmætti sínum,
svo að við fyllumst þolgæði í hvívetna og umburðarlyndi
og getum með gleði þakkað faðirinn sem hefur gjört okkur hæfa
til að fá hlutdeild í arfleið heilagra í ljósinu.
Hann hefur frelsað okkur frá valdi myrkursins og flutt
okkur inn í ríki sins elskaða sonar.
'I honum eigum við endurlausnina,fyrirgefningu syndar vorra.
'E bið að við sem trúum mættum standa stöðug í trúnni,
grunvölluð og fastir fyrir og hvikum ekki frá von fagnaðarerindisins,
sem við höfum heyrt og lesið og prédikað hefur verið fyrir öllu,
sem skapað er undir himninum,og er ég,orðinn þjónn þess.
Að flytja orð Guðs óskorað,leyndardóminn,sem hefur verið hulinn frá
upphafi tíða og kynslóða,en hefur verið opinberaður Guðs heilögu.
Amen.'I Jesú nafni.Amen.

"Alvæpni Guðs.

Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans.
Klæðist alvæpni Guðs,til þess að þér getið staðist
vélabrögð djöfulsins.
Því að baráttan,sem vér eigum í,er ekki við menn af
holdi og blóði,heldur við tignirnar og völdin,
við heimsdrottna þessa myrkurs,við andaverur vonskunnar
í himingeimnum.
Takið því alvæpni Guðs,til þess að þér getið veitt mótstöðu
á hinum vonda degi og haldið velli,þegar þér hafið sigrað allt.

Standið því gyrtir sannleikan um lendar yðar og klæddir brynju
réttlætisins og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja
fagnaðarboðskap friðarins.
Takið umfram allt skjöld trúarinnar,sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda.
Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans,sem er Guðs orð.

Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda.
Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum.

Biðjið fyrir mér,að mér verði gefin orð að mæla,þá er ég lýk upp munni
mínum,til þess að ég kunngjöri með djörfung leyndardóm fagnaðarerindisins.
Þess boðberi er ég í fjötrum mínum.
Biðjið,að ég geti flutt það með djörfung,eins og mér ber að tala.


"Sönn ást 2

Hvert er unnusti þinn genginn,
þú hin fegursta meðal kvenna?
Hvert hefur unnusti þinn farið,
að vér megum leita hans með þér?

-Unnusti minn gekk ofan í garð sinn,
að balsambeðunum,
til þess að skemmta sér í görðunum
og til að týna liljur.
'Eg heyri unnusta mínum,og unnusti
minn heyrir mér,
hann sem skemtir sér meðal liljanna.

-Fögur ertu,vina mín,eins og Tirsa,
yndisleg eins og Jerúsalem,
ægileg sem herflokkar.
Snú frá mér augum þínum,þvi að þau hræða mig.
Hár þitt er sem geitahjörð,
sem rennur niður Gileaðsfjall.
Tennur þínar eru eins og hópur af ám,
sem koma af sundi,
sem allar eru tvílembdar
og enginn lamblaus meðal þeirra.
Vangi þinn er eins og kinn á granatepli
út um skýluraufina.
Sextiu eru drottningarnar og áttatíu
hjákonurnar
og óteljandi ungfrúr.
En ein er dúfa mín,ljúfan mín,
einkabarn móður sinnar,
augasteinn þeirrar er ól hana.
Meyjarnar sáu hana og sögðu hana
sæla,
og drottningar og hjákonur víðfrægðu
hana.
Hver er sú sem horfir niður eins og,
morgunroðinn,
fögur sem mánin,hrein sem sólin,
ægileg sem herflokkar?
'Eg hafði gengið ofan í hnotgarðinn
til þess að skoða gróðurinn í dalnum,
til þess að skoða,hvort vínviðurinn
væri farin að bruma,
hvort granateplatrén væri farin að
blómgast.
'Aður en ég vissi af,hafði löngun mín
leitt mig
að vögnum manna höfðingja nokkurs.

Snú þér við,Súlamít,
snú þer við,svo að vér
fáum séð þig!

Hvað viljið þér sjá á Súlamít?
Er það dansinn í tvíflokknum?

Hversu fagrir eru fætur þínir í
ilskónum,
höfðingjadóttir!
'Avali mjaðma þinna er eins og hálsmen,
handaverk listasmíðs,
skaut þitt kringlótt skál,
er eigi má skorta vínblönduna,
kviður þinn hveitibingur,
kringsettur liljum,
brjóst þín eins og tveir rádýrskálfar,
skóggeitar-tvíburar.
Háls þinn er eins og fílabeinsturn,
augu þín sem tjarnir hjá Hesbon,
við hlið Batrabbím,
nef þitt eins og Líbanonsturninn,
sem veit af Damaskus.
Höfuðið á þér er eins og Karmel
og höfuðhár þitt sem purpuri,
konungurinn er fjötraður af lokkunum,
Hversu fögur ertu og yndisleg
ertu,
ástin mín,í yndisnautnunum.
Vöxtur þinn líkist pálmavið
og brjóst þín vínberjum.
'Eg hugsa:'Eg verð að fara upp í
pálmann,
grípa í greinar hans.
'O,að brjóst þín mættu líkjast berjum
vínviðarins
og ilmurinn úr nefi þínu eplum,
og gómur þinn góðu víni.

Sem unnusta mínum rennur liðugt
niður,
líðandi yfir varir og tennur.
'Eg heyri unnusta mínum,
og til mín er löngunn hans.
Kom,unnusti minn,við skulum fara út
á víðan vang,
hafast við meðal kypurblómanna.
Við skulum fara snemma upp í
víngarðana,
sjá, hvort víviðurinn er farin að bruma,
hvort blómin eru farin að ljúkast upp,
hvort granateplatrén eru farin að blómgast.
Þar vil ég gefa þér ást mína.
'Astareplin anga
og yfir dyrum okkar eru alls konar
dýrir ávextir,
nýir og gamlir,unnusti minn,
ég hefi geymt þér þá.


"Sönn ást.

'Eg:
-Vakna þú,norðanvindur,og kom þú,
sunnanblær,
blás þú um garð minn,
svo að ilmur hans dreifist.
Unnusti minn komi í garð sinn
og neyti hinna dýru ávaxta hans.

Hann:
-'Eg kom í garð minn,systir mín,
brúður,
ég tíndi myrru mína og balsam.
'Eg át hunangsköku mína og
hunangsseim,
ég drakk vín mitt og mjólk.

Etið,vinir,drekkið,
gjörist ástdrukknir.

'Eg sef en hjarta mitt vakir,
heyr,unnusti minn,drepur á dyr!

Hann:
,,Ljúk upp fyrir mér,systir mín,
vina mín,
dúfan mín,ljúfan mín!
því að höfuð mitt er alvott af dögg,
hárlokkar mínir af dropum næturinnar."

,,'Eg er komin úr kyrtlinum,
hvernig ætti ég að fara í hann aftur?
'Eg hef laugað fæturnar,
hvernig ætti ég að óhreinka þá aftur?"
Unnusti minn rétti höndina inn um gluggan,
og hjartað svall honum á móti.
'Eg reis á fætur til þess að ljúka upp
fyrir unnusta mínum,
og myrra draup af höndum mínum
og fljótandi myrra af fíngrum mínum á
handfang slárinnar.
'Eg lauk upp fyrir unnusta mínum,
en unnusti minn var farin,horfinn.
'Eg stóð á öndinni meðan hann talaði.
'Eg leitaði hans,en fann hann ekki,
ég kallaði á hann,en hann svaraði ekki.
Verðirnir sem ganga um borgina,
hittu mig.
Þeir slógu mig,þeir særðu mig,
verðir múranna sviptu slæðununum af mér.

'Eg særi yður,Jerúsalem dætur:
þegar þér finnið unnusta minn,
hvað ætlið þér að segja honum?
Að ég sé sjúk af ást!

Þær sögðu:
-Hvað hefur unnusti þinn fram yfir aðra
unnusta,
þú hin fegursta meðal kvenna?
Hvað hefur unnusti þinn fram yfir aðra unnusta,
úr því þú særir oss svo?

'Eg svaraði:
-Unnusti minn er mjallhvítur og
rauður,
hann ber af tíú þúsundum.
Höfuð hans er skíragull,
hinir hrynjandi hárlokkar hans
hrafnsvartir,
augu hans eins og dúfur við vatnslæki,
baðandi sig í mjólk,sett í umgjörð,
kinnar hans eins og balsambeð,
er í vaxa kryddjurtir.
Varir hans eru liljur,
drjúpandi af fljótandi myrru.
Hendur hans eru gullkefli,
sett krýsólítsteinum,
kviður hans listaverk af fílabeini,
lagt safírum.
Fótleggir hans eru marmarasúlur,
sem hvíla á undirstöðum úr skíragulli,
ásýndar er hann sem Líbanon,
frábær eins og sedrustré.
Gómur hans er sætleikur,
og allur er hann yndislegur.
Þetta er unnusti minn og þetta er vinur minn,
þér Jerúsalemdætur.


"Fjársjóður í leirkerum.

Ekki prédikum vér sjálfa oss,heldur Krist Jesú sem Drottin,en sjálfa oss sem þjóna yðar vegna Jesú.
Því að Guð,sem sagði:,,Ljós skal skyna fram úr myrkri!"
-Hann lét það skína í hjörtu vor,til þess að birtu legði af þekkingunni á dýrð Guðs,eins og hún skín frá ásjónu Jesú Krists.
En þennan fjársjóð höfum við í leirkerum,til þess að ofurmagn kraftarins sé Guðs og ekki frá oss.
'A allar hliðar erum við aðþrengdir,en þó ekki ofþrengdir,
við erum efablandnir,en örvæntum þó ekki,
ofsóttir,en þó ekki yfirgefnir,
felld til jarðar,en tortímumst þó ekki.
Jafnan berum við með oss á líkamanum dauða Jesú,til þess að einnig líf Jesú verði opinbert í líkama okkar.
Því að við,sem lifum,erum jafnan framseldir til dauða vegna Jesú,
til þess að líf Jesú verði opinbert í dauðlegu holdi okkar.
Þannig er dauðinn að verki í okkur,en lífið í ykkur.
Við höfum sama anda trúarinnar sem skrifað er um í ritningunni:,,'Eg trúði, þess vegna talaði ég.
"Við trúum líka,og þess vegna tölum við.
Við vitum,að hann,sem vakti upp Drottin Jesú,mun einnig uppvekja okkur ásamt Jesú og leiða okkur fram ásamt ykkur.
Allt er þetta ykkar vegna,til þess að náðin verði sem mest og láti sem flesta flytja þakkargjörð Guði til dýrðar.

"Orðskviðir!

Eins og snjór um sumar og eins og regn um uppskeru,
eins ílla á sæmd við heimskan mann.

Eins og spörfugl flögrar,eins og svala flygur,
eins er um óverðskuldaða formæling
-hún verður eigi að áhrínsorðum.

Svipan hæfir hestinum og taumurinn asnanum
-en vöndurinn baki heimskíngjanna.

Svara þú ekki heimskingjanum eftir fíflsku hans,
svo þú verðir ekki honum jafn.
Svara þú heimskingjanum eftir fíflsku hans,
svo að hann haldi ekki,að hann sé vitur.

Sá höggur af sér fæturnar og fær að súpa ranglæti,
sem sendir orð með heimskíngja.

Eins og lærleggir hins lama hanga máttlausir,
svo er spakmæli í munni heimskingjanna.

Sá sem sýnir heimskum manni sæmd,
honum fer eins og þeim,er bindur stein í slöngvu.

Eins og þyrnir,sem stingst upp í höndina á drukknum manni,
svo er spakmæli í munni heimskingjanna.

Eins og skytta,sem hæfir allt,
svo er sá er leigir heimskingja,og sá er legir vegfarendur.

Eins og hundur, sem snýr aftur til spýu sinnar
svo er heimskingi,sem endurtekur fíflsku sína.

Sjáir þú mann,sem þykist vitur,
þá er meiri von um heimskingja en hann.

Letinginn segir:,,'Oargadýr er á veginum,ljón á götunum."
Hurðin snýst á hjörunum,og letinginn í hvílu sinni.

Latur maður dýfir hendinni ofan í skálina,
en honum verður þungt um að bera hana aftur upp að munninum.

Latur maður þykist vitrari en sjö,sem svara hyggilega.

Sá sem kemst í æsing út af deilu,sem honum kemur ekki við,
hann er eins og sá,sem tekur um eyrun á hundi,er hleypur framhjá.

Eins og óður maður,sem kastar tundurörvum,banvænum skeytum,
eins er sá maður sem svikið hefur náunga sinn
og segir síðan:,,'Eg er bara að gjöra af gamni mínu."

Þegar að eldsneytið þrýtur,slokknar eldurinn,
og þegar enginn er rógberinn,stöðvast deilurnar.

Eins og kol þarf til glóða og við til elds,
svo þarf þrætugjarnan mann til að kveikja deilur.

Orð rógberans er eins og sælgæti,
og þau læsa sig inn í innstu fylgsni hjartans.

Eldheitir kossar og illt hjarta,
það er sem sorasilfur utan á leirbroti.

Með vörum sínum gjörir hatursmaðurinn sér upp vinalæti,
en í hjarta sýnu hyggur hann á svik.
Þegar hann mælir fagurt,þá trú þú honum ekki,
þvi að sjö andstyggðir eru í hjarta hans.

Þótt hatrið hylji sig hræsni,
þá verður þó illska þess opinber á dómþinginu.

Sá sem grefur gröf,fellur í hana,
og steinnin fellur aftur í fang þeim,
er veltir honum.

Lyginn tunga hatar þá,
er hún hefur sundur marið,
og smjaðrandi munnur veldur glötun.


"Ekki getum við kennt Guði um.

Sjá,hönd hans er ekki svo stutt,að hann geti ekki hjálpað,
og eyra hans ekki svo þykkt,að hann heyrir ekki.
Það eru misgjörðir okkar,sem skilnað hafa gjört milli okkar og Guðs,
og syndir okkar,sem byrgt hafa augliti hans fyrir okkur,svo að hann heyri ekki.

Hendur okkar eru blóði ataðar,og fingur okkar misgjörðum,
varir okkar tala lygi,og tunga okkar fer með íllsku.
Enginn stefnir fyrir dóm af því,að honum gangi réttlæti til,
og enginn á í málaferlum sannleikans vegna.
Menn reiða sig á hégóma og tala lygi,
þeir ganga með ranglæti og ala íllgjörðir.

Athafnir þeirra eru íllvirki,og ofbeldis verk lyggja í lófum þeirra.
Fætur þeirra eru skjótir til ílls,og fljótir til að úthella saklausu blóði.
Ráðagjörðir þeirra eru skaðræðisráðagjörðir,
eyðíng og tortíming er á vegum þeirra.

Veg friðarins þekkja þeir ekki,og ekkert réttlæti er á þeirra stígum,
þeir hafa gjört vegu sína hlykkjótta,
hver sá,er þá gengur,hefur ekki af friði að segja.

Fyrir því er rétturinn fjarlægur oss og réttlætið kemur ekki nálægt oss.
Vér væntum ljóss,en það er myrkur,
væntum dagsbirtu,en göngum í niðdimmu.
Vér væntum réttar en hann fæst ekki,
væntum hjálpræðis,en það er langt i burtu frá oss.

Afbrot vor eru mörg frammi fyrir Guði og syndir vorar vitna í gegn oss,
því að afbrot vor eru oss kunn,og misgjörðir vorar þekkjum vér.
Vér höfum horfið frá Drottni og afneitað honum,
og vikið burt frá Guði vorum.
Vér höfum látið oss ofríki og fráhvarf um munn fara,
Vér höfum upphugsað og mælt af hjarta lygaorð.

Og rétturinn er hrakinn á hæl,
og réttlætið stendur langt í burtu,
því að sannleikurinn er horfinn,og sá sem firrist það,
sem íllt er, verður öðrum að herfangi.

Og Drottinn sá það,og honum mislíkaði réttleysið.
Og hann sá að þar var enginn og hann undraðist,
að enginn vildi í skerast.

Hann íklæddist réttlætinu sem pansara og setti hjálm hjálpræðisins
á höfuð sér.
Hann klæddist klæðum hefndarinnar sem fati og hjúpaði sig
vandlætinu eins og skikkju.
Einns og menn hafa unnið til,svo mun hann gjalda:
mótstöðumönnum sínum heift og óvinum sínum hefnd,
fjarlægum landsálfum endurgeldur hann.

En til Síonar,til þeirra er hafa snúið hjörtu sínum til hans,
kemur hann sem frelsari,til þeirra í Jakob,
sem snúið hafa sér frá syndum-segir Drottinn.
Þessi er sáttmálinn,sem ég gjöri við þá-segir Drottinn.
Héðan í frá og að eilífu.


"Hvildardagur er feginsdagur!

Svo segir Drottinn,Guð vor um þennan dag:,,
,,Sú fasta sem mér líkar,er að leysa fjötra ranngsleitninnar,láta rakna bönd oksins,gefa frjálsa hina hrjáðu og sundurbrjóta sérhvert ok,það er,að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu,hysir bágstadda,hælislausa menn,og ef þú sérð klæðislausan mann,að þú þá klæðir hann og firrist eigi þann,sem er hold þitt og blóð.Þá skal ljós þitt bruna fram sem morgunroði og sár þitt gróa bráðlega,þá mun réttlæti þitt fara fyrir þér,dýrð Drottins fylgja á eftir þér.Þá muny þú kalla á Drottin,og hann mun svara,þú munt hrópa á hjálp og hann segja:,,Hér er ég!"Ef þú hættir allri undirokun,hæðnisbendingum og illmælum,ef þú réttir hinum hungraða brauð þitt og seður þann sem bágt á,þá mun ljós þitt renna upp i myrkrinu og niðdimman i kríngum þig verða sem hábjartur dagur.Þá mun Drottinn stöðugt leiða þig og seðja þig,þótt þú sért á vatnslausum stöðum,og styrkja bein þín og þú munt verða sem uppsprettu lind,er aldrei þrýtur.Þá munu afkomendur þínir byggja upp hinar fornu borgarrústir,og þú munt reisa að nýu múrveggina,er legið hafa við velli marga mannsaldra,og þú munt þá nefndur verða múrskarða-fyllir,farbrauta-bætir."Ef þú varast að vanhelga hvildardaginn,varast að gegna störfum þínum á helgum degi mínum,ef þú kallar hvíldardaginn feginsdag,hinn helga dag Drottins heiðursdag og virðir hann svo,að þú framkvæmir ekki fyrirætlanir þínar,annast ekki störf þín né talar hégómaorð,þá munt þú gleðjast yfir Drottni og þá mun Drottinn láta þig njóta arfleifðar Jakobs föður þíns,því munnur Drottins hefur talað það."

"Þess vegna elska ég Guð!

'Eg vil hlýða á það sem Guð,Drottinn Jesús talar.
-Hann talar frið til lýð síns og til dýrkenda sinna og til þeirra,
er snúa hjarta sínu til hans.
Já hjálp hans er nálæg þeim er óttast hann,
og vegsemdir munu búa í landi voru.

"Elska og trúfesti mætast,
réttlæti og friður kyssast.
Trúfesti sprettur upp úr jörðunni,
og réttlæti lítur niður af himni.
Þá gefur og Drottinn gæði,
og land okkar veiti afurðir sínar.
Réttlæti fer fyrir honum,
og friður fylgir skrefum hans"

Miskunn hans er mikil við mig,
og han hefur frelsað sál mína´frá djúpi heljar.
Drottinn minn er miskunnsamur og
líknsamur Guð,
þolinmóður og mjög gæskurikur og
harla trúfastur.
Hann er mér náðugur og veitir mér kraft sinn.
Hann gjörir tákn til góðs fyrir mig,
hjálpar mér og huggar.
Vitnisburður hans eru harla áreiðanlegir,
húsi hans hæfir heilagleiki.
Hann er Drottinn um allar aldir.


"Lífsins Ljósið mitt.

Þú blessar mig og alla mína,
lífsins ljósið mitt,
hjálpar mér þér ei að týna
ég vil muna nafnið þitt.
Hallelúja,þín blessun er svo stór.
Þegar blæs á móti mest,
hugsa ég til þín,
og þegar lífið er mér best,
þín blessun við mér skín.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.