Væna konu.

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_jesus_mappa_englar

 Væna konu.Hver hlýtur hana?

Hún er miklu meiri virði en perlur.

Hjarta mans hennar treystir henni, og ekki vantar að honum fénist.

Hún gerir honum gott og ekkert illt, alla ævidaga sína.

Hún sér um ull og hör og vinnur fúslega með höndum sínum.

Hún er eins og kaupförin , sækir björgina langt að.

Hún fer á fætur fyrir dag, skammtar heimilisfólki sínu og segir þernum sínum fyrir verkum.

Hún hefur augastein á akri, og kaupir hann, af ávexti handa sinna plantar hún víngarð.

Hún gyrðir lendar sinnar með krafti og tekur sterklega til armleggjunum.

Hún finnur að atvinna hennar er arðsöm, á lampa hennar slokknar eigi um nætur.

Hún réttir hendurnar eftir rokknum og fingur hennar gripa snælduna.

Hún breiðir út lófann móti hinum bágstadda og réttir út hendurnar móti hinum snauða.

Hún er ekki hrædd um heimilisfólk sitt, þótt snjói, því að' allt heimilisfólk hennar er klætt skarlati.

Hún býr sér til ábreiður, klæðnaður hennar er úr baðmull og purpura.

Maðurinn hennar er mikils metin í borgarhlíðunum, þá er hann situr með öldungum landsins.

Hún býr til skyrtur og selur þær og kaupmanninum fær hún belti.

Kraftur og tign er klæðnaður hennar, og hún hlær að komandi degi.

Hún opnar muninn með speki og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar.

Hún vakir yfir því sem fram fer á heimili hennar, og etur ekki letinnar brauð.

Synir hennar ganga fram og segja hana sæla, maður hennar gengur fram og hrósar henni.

Margar konur hafa sýnt dugnað, en þú tekur þeim öllum fram!

Yndisþokkinn er svikull og friðleikin hverfull, en sú kona sem óttast Drottinn, á hrós skilið.

Gefið henni af ávaxti handa hennar, og verk hennar skulu lofa hana í borgarhlíðunum.

Ritað er, í Jesú nafni.Amen,amen,amen.


Abba.

sunset_830449

Abba. Faðir vor.

Ég þakka fyrir daginn og náðina og allar gjafirnar sem þú gefið okkur, bæði það sem ég sé og líka það sem ég á eftir að sjá.

Ég bið þig að fyrirgefa mér það sem ég gert eða ekki, sagt eða ekki. Þú veist, þó ég geri það ekki.

Ég bið þig að opinbera mér, að ég sé algáð í sannleika, umfavin þinn heilagan anda sem ég er svo ástfangin af. Svo ástfangin að ég er háð. Gæti ekki lifað án.

Ég vil minna mig á hve þakklát ég er fyrir það að þú reistir mig upp frá dauðum, fyrir það að þú gefið mér nýtt líf og nýtt tækifæri að lifa í lífinu í fullri gnægð.

Ég er þakklát er ég minnist hið gamla mig, ég er svo þakklát vegna þess að þá finn ég hve lifandi ég er.

Meina segja er ég er sorgmædd þá er ég samt hamingjusöm. Ég bið fyrir öllum þeim er ég hef misst eða tapað, ég elska þau öll. Verði þinn vilji Drottinn.

Ég bið fyrir öllum nýjum sem þú gefur mér og ég bið um vernd þína.

Drottinn, takk fyrir að þú leyfir mér að minna þig á öll þín fyrirheit. Ég minni þig á þau öll, hér og nú. Ég trúi Jesús, hjálpa þú vantrú minni.

Ég bið Drottinn minn að allir sem lesa þessa bæn með mér verða þeir sem þú sendir og að blessun þín mætti streyma yfir okkur öll.

Ég bið og ég þakka í Jesús Heilaga nafni. Amen,amen,amen.


Hjartans þrá.

holy spirit cross and wings

Faðir vor. Þú sem ert á himnum.

Helgist þitt nafn, og tilkomi þitt ríki.

Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni, og gef oss i dag vort daglega brauð.

Fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.

Eigi leiðir þú oss í freistni, heldur frelsar þú oss frá illu.

Því að þitt er ríkið,mátturinn og dýrðin.

Að eilífu .Amen,amen,amen.

prayer to the holy spirit

Abba, Drottinn minn og Guð minn.

Hneig eyra þitt, Drottinn, og bænheyr mig. Vernda mig og hjálpa. Því að til þín hef ég sálu mína.  Gleð þú sál þjóns þíns, sem á þig vonar sérhvern dag. Gef gaum að grátbeiðni minni. Drottinn, þú einn ert mikill og gerir furðuverkin. Miskunn þín er mikil við mig og þú hefur frelsað sál mína frá heljar, ég var dáinn en þú gafst mér líf. Varðveit tungu mína og varir, skrefin mín.Snú þér að mér og ver mér náðugur, þú sem þekkir hjarta mitt , þú sem veist hvað það þráir og þarfnast. Faðir , ef ég vil eitthvað sem er mér ekki ætlað þá fjarlægðu það úr hjarta mínu og set þú það sem þú villt fyrir mig i hjarta stað.

Ég bið fyrir öllum sem biðja þessa bæn með mér, og alla þá sem hafa þrá i hjarta sínu, fái því svarað, sakir nafns þins Drottinn minn, í Jesú nafni.Amen,amen,amen.

 


Bæn.

holy spirit5

Faðir vor.

Þú sem ert á himni. Helgist þitt nafn og tilkomi þitt ríki.

Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.

Gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.

Því eigi leiðir þú oss í freistni, heldur frelsa þú oss frá illu.

Því að þitt er ríkið, mátturin og dýrðin, að eilífu.Amen

Amen, í Jesús heilaga nafni.Amen.

Faðir.

Ég þakka þér fyrir daginn og náðina. Ný náð á hverjum degi, þvilik blessun, þvilik miskunn. Það sem ég ekki gat í gær, get ég í dag. Alltaf ný byrjun.

Drottinn, fyrirgef oss, ónýtir verkamenn erum við öll, gerum aðeins skyldu okkar, fyrirgef oss það sem við gerðum og ekki gerðum, það sem við sögðum og ekki sögðum. Gef oss að standast í dag að við mættum vera öðrum til blessunar og standast skyldu okkar. Gef oss bænaranda þinn, að þinn heilagur andi mætti starfa óhindrað á þessum nýa degi sem þú gafst okkur.

Ég vil biðja fyrir þeim sem einmanna eru, þeim sem útlendingar eru á jörðu hér. Hver hefur ekki verið einmanna, að vera jafnvel í kringum fullt af fólki en vera samt einn. Gef okkur að sjá, að heyra, að finna.

Faðir,Sýking og pest geysar yfir landið allt og margir eru veikir. Þú sem átt lækninguna, lækna þú. Því ekki býr pestin hjá þér heldur lækningin. Stóra sem smáa, unga sem gamla, lækna þú og vernda.

Ídag eigum við að kjósa menn til að vera hirðir þessara þjóðar, hingað til höfum við haft ónýta þjóna sem bara hafa hugsað um auðmenn þessara lands. Ég bið að þú setur í hjörtu okkar hvað þarf til og að þú fyrirgefi þjóð þessa og land og gefi okkur þjóna sem leita fyrst og fremst þín, svo að þeir sem leiða þessa þjóð hugsi og varðveiti þá sem minna mega sín. Gef öllum að leita þín í dag, að gefa þér gaum svo blessun þín fái að streyma inn í þetta land. Faðir, útlendingar kalla land okkar Sódomu, bera okkur saman við Gómoru. Og það er alveg rétt. Land okkar hefur breyst í Sódomu, þar sem lauslæti og spilling er í fyrrirrúmi. Faðir , ég bið að þú gerir hið gamla að engu, og sjá, nýtt er orðið til. Þar sem við fáum að vera þekkt fyrir að þú ert í fyrirrúmi. Því ekki fyrr en þá, getur land og þjóð fengið að dafna.

Drottinn, ég vil biðja fyrir þeim sem leita þín, og þeim sem hugsa, ertu til? Ertu þarna?        Opinbera þú þig í dag, leyf öllum að finna þig í dag. Gef þú lækningu og lausn, gef oss líf í fullri gnægð. Blessa þú ríkulega þá sem biðja með mér þessa bæn, þá sem vona á þig.

Faðir, ég bið þessa bæn í nafni þínu, Jesús Krists nafni. Amen.

Amen. 


Lækning og lausn.

Faðir vor , þú sem ert á himni.

Helgist þitt nafn og tilkomi þitt ríki.

 Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni og gef oss í dag vort daglega brauð.

Fyrirgef oss svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.

Eigi leiðir þú okkur í freistni , holyspirit91heldur frelsa þú oss frá illu.

Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin.

Að eilífu. Amen

Í Jesú nafni.

holy spirit

Faðir. Takk fyrir þennan dag og náð þína.

Takk fyrir allt sem þú gefur okkur sérhvern dag,dýrðin er þín.

Takk fyrir vonina Drottin sem þú gefur, því vonin er staðfesta.

Drottin svo margir út að þjást.

 Verkamenn eru fáir og uppskeran er mikil ,

og neyðin mikil.

Fyrirgef  oss, ónýtir verkamenn erum vér allir, gerum aðeins skyldu vora.

Herra hvíldardagur! Það er þú Jesús, hinn sanni Drottinn og Guð, Guð minn.

Hann hefur  ritað nafn mitt í lófa sinn og nafn sitt hefur hann ritað í hjarta mér.

Boð þín eru ráðgjafar mínir. Gjör mig að verðugri verkamanni, sú sem þú hefur mætur á.

Og alla þá er hvíla í brjósti mér, í hjarta mínu. Faðir börn þín kalla.

Lækna þú , leys þú, blessa þú. Gjör hið gamla að engu og sjá nýtt er orðið til.

Sakir nafns þíns Drottinn vor og Guð, sem allt þetta getur og gerir.

Takk Faðir , þú heyrir , þú gerir.

Ég trúi Drottinn, leyf alla þá er biðja hér með mér fá snertingu andans eins og mér,

Gef oss bænaranda Drottinn, gef oss sanna iðrun, heilög tárin.

Ég bið í Jesú nafni.Amen.Amen.

Takk Abba.

c_documents_and_settings_helga_my_documents_my_pictures_79


Snertingu andans.

431081mdo4d4qw8fFaðir vor.

Þú sem ert á himnum.

Helgist þitt nafn og tilkomi þitt ríki.

Verði þinn vilji svo á jörðu sem og á himni.

Gef oss í dag vort daglega brauð,

og fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.

Því eigi leiðir þú oss í freistni heldur frelsar þú oss  frá illu,

því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu.

Amen, í Jesú nafni.Amen.

Takk fyrir daginn og náðina, að ég megi koma fram fyrir þig.

Fyrirgef þú mér, það sem ég gerði ekki og það sem ég gerði. Það sem ég sagði og það sem ég sagði ekki. Ekki veit ég hvað það er en ég veit að það er. Ef ég myndi hugsa dýpra þá veit ég að ég myndi finna.

En mér er nóg að vita að ég er þakklát fyrir náð þína, sem er ný á hverjum degi. Að ég megi koma fram fyrir þig sérhvern dag, hrein og lýtalaus í augum þínum. Sama hvað það var sem ég ekki gerði eða það sem ég gerði, eða sagði og ekki. Því þegar ég kem fram fyrir þig og bið mína bæn þá ertu búin að fyrirgefa og þegar þú fyrirgefur þá fer það í gleymsku hafið. Þá gefur þú mér þinn heilaga anda sem leiðbeinir hjarta mitt stöðugt til þín. Satt að segja sérhverja stund og hverja tíð, þá er sála mín áminnt. Þú ert orðin samviska mín og ég heyri rödd þína.

Til þeirra sálir er ég talað við í dag og þessa nótt, er til mín hafa leitað, er til mín hafa hugsað og kannski reynt að ná í, legg ég fram fyrir þig og ég bið að þú verður það sem sála þeirra þarfnast, það sem gefur líf, lækning og lausn.

Ég er blessuð að mega minna þig á þau fyrirheiti sem þú gafst öllum þínum, og loforð. Og þakka þér fyrir að allt sem ég bið um , munt þú og veita mér, allt það sem ég bið um í þínu nafni, í Jesú nafni,munt þú veita mér. Ég þakka fyrir að ekki mun ég erfiða til einskis, því þú hefur sagt það.

Faðir minn og Guð minn, sem öll völdin hefur, verði þinn vilji, því þar sem þú ert, þar er friður , lækning og lausn. Ég bið að þeir sem vona á Guð, að þú sért til, fái að finna þig á þessari stundu, að héðan af fengið að heyra þig i hjarta, huga og sál og öðlist af gjöf frá þér, trú.Trú á hinn sanna Guð.Á þig Drottinn Jesús, Guð miskunnar og kærleika.

Ég bið að allir sem les með mér þessa bæn, fái snertingu anda þins og finni hve lifandi þú ert,svo sem aldrei fundið áður.

Þér til dýrðar, í Jesú nafni.Amen,amen.


Fullkomnað lögmál fyrir þig.

file0024

Jesús eymd vora alla sá, ofan kom til jörð vor á,

hæðum himna upprunninn af, undir lögmálið sig hann gaf.

Viljulega í vorn stað gekk, föðurnum hlýðni fyrir oss galt,

fullkomnaði svo lögmál allt.

Fullkomnað lögmál fyrir þig er, fullkomnað gjald til lausnar þér,

fullkomnað allt, hvað fyrir var spáð, fullkomna skaltu eignast náð.

Herra Jesús, ég þakka þér, þvílíka huggun gafstu mér,

ófullkomleika allan minn umbætti guðdómskraftur þinn.

Hjálpa þú mér, svo hjarta mitt hugsi jafnan um dæmið þitt

og haldist hér í heimi nú við hreina samvisku og rétta trú.                                     H.Pétturs.


Faðir, faðir.

                                                        511087582eQSlVb_ph

 

                       Vor guð, í Jesú nafni nú ,hér nálgast þig , þín börn í von og trú .

                       Ó, heyr, við biðjum bljúg um náð og blessun þína og hjálparráð,

                       og leiðsögn lífs á vegi.

                       Faðir,faðir, vík ei frá oss, ver þú hjá oss og veit oss að finna

                       gleði og frið í gæslu þinni.

                       Lát oss helgast þér, í hjörtu okkar máttkur ver með þínum ástar anda,

                       lát sálir okkar samtengjast í sannleika og stöðug standa.

                       Faðir, faðir, veg þinn fetað veit oss geta ,í trú og sannleika.

                      Í Jesú nafni. Amen.

                      Amen,amen.


Frá þér.

                                                        c_documents_and_settings_helga_my_documents_my_pictures_79

                              Frá þér er, faðir, þrek og vit, öll þekking, ást og trú.

                               Kenn oss að þakka einum þér það allt, sem gefur þú.

                              Og allt, sem hver úr býtum ber, er bróðurskerfur hans,

                            sem bæta skal, í þökk til þín, úr þörfum annars manns.

                              En lát þann dag oss ljóma brátt, er losna böndin hörð,

                            og réttur þinn og ríki fær öll ráð á vorri jörð.

                            Þá allt, sem lifir, lofar lofar þig og lýtur þinni stjórn,

                           og brosir heiðum himni við í helgri þakkarfórn.                                  Kingsley

                             Í Jesús nafni. Amen,amen.


Minn Guð!

urielarcangel

Huggið, huggið lýð minn! segir Guð yðar.
Hughreystið Jerúsalem og boðið henni, að áþján hennar sé á enda, að sekt hennar sé goldin,
að hún hafi fengið tvöfalt af hendi Drottins fyrir allar syndir sínar!
Heyr, kallað er: "Greiðið götu Drottins í eyðimörkinni, ryðjið Guði vorum veg í óbyggðinni!
Sérhver dalur skal hækka, hvert fjall og háls lækka.
Hólarnir skulu verða að jafnsléttu og hamrarnir að dalagrundum!
Dýrð Drottins mun birtast, og allt hold mun sjá það,
því að munnur Drottins hefir talað það!"
Heyr, einhver segir: "Kalla þú!" Og ég svara: "Hvað skal ég kalla?" "Allt hold er gras og allur yndisleikur þess sem blóm vallarins.
Grasið visnar, blómin fölna, þegar Drottinn andar á þau. Sannlega, mennirnir eru gras.
Grasið visnar, blómin fölna, en orð Guðs vors stendur stöðugt eilíflega."
Stíg upp á hátt fjall, þú Síon fagnaðarboði!
Hef upp raust þína kröftuglega, þú Jerúsalem fagnaðarboði!
Hef upp raustina, óttast eigi, seg borgunum í Júda: "Sjá, Guð yðar kemur!"
Sjá, hinn alvaldi Drottinn kemur sem hetja, og armleggur hans aflar honum yfirráða.
Sjá, endurgjald hans fylgir honum, og fengur hans fer á undan honum.
Eins og hirðir mun hann halda hjörð sinni til haga,
taka unglömbin í faðm sér og bera þau í fangi sínu, en leiða mæðurnar.
Hver hefir mælt vötnin í lófa sínum og stikað himininn með spönn sinni,
innilukt duft jarðarinnar í mælikeri og vegið fjöllin á reislu og hálsana á metaskálum?
Hver hefir leiðbeint anda Drottins, hver hefir verið ráðgjafi hans og frætt hann?
Hvern hefir hann sótt að ráðum, þann er gæfi honum skilning og kenndi honum leið réttvísinnar,
uppfræddi hann í þekkingu og vísaði honum veg viskunnar?
Sjá, þjóðirnar eru sem dropi í vatnskjólu og metnar sem ryk á vogarskálum.
Sjá, eylöndunum lyftir hann upp eins og duftkorni.
Og Líbanon-skógur hrekkur ekki til eldsneytis og dýrin í honum ekki til brennifórnar.
Allar þjóðir eru sem ekkert fyrir honum, þær eru minna en ekki neitt og hégómi í hans augum.
Við hvern viljið þér þá samlíkja Guði, og hvað viljið þér taka til jafns við hann?
Líkneskið steypir smiðurinn, og gullsmiðurinn býr það slegnu gulli og setur á silfurfestar,
en sá, sem eigi á fyrir slíkri fórnargjöf, velur sér þann við, er ekki fúni,
og leitar að góðum smið, er reist geti svo líkneski, að ekki haggist!
Vitið þér ekkert? Heyrið þér ekki? Hefir yður eigi verið kunngjört það frá upphafi?
Hafið þér engan skilning hlotið frá grundvöllun jarðar?
Það er hann, sem situr hátt yfir jarðarkringlunni, og þeir, sem á henni búa, eru sem engisprettur.
Það er hann, sem þenur út himininn eins og þunna voð og slær honum sundur eins og tjaldi til þess að búa í.
Það er hann, sem lætur höfðingjana verða að engu og gjörir drottna jarðarinnar að hégóma.
Varla eru þeir gróðursettir, varla niðursánir, varla hefir stofn þeirra náð að festa rætur í jörðinni fyrr en hann andar á þá,
og þá skrælna þeir upp og stormbylurinn feykir þeim burt eins og hálmleggjum.
Við hvern viljið þér samlíkja mér, að ég sé honum jafn? segir Hinn heilagi.
Hefjið upp augu yðar til hæða og litist um: Hver hefir skapað stjörnurnar?
Hann, sem leiðir út her þeirra með tölu og kallar þær allar með nafni.
Sökum mikilleiks kraftar hans og af því að hann er voldugur að afli verður einskis þeirra vant.
Hví segir þú þá svo, Jakobsætt, og hví mælir þú þá svo, Ísrael: "Hagur minn er hulinn fyrir Drottni, og réttur minn er genginn úr höndum Guði mínum?"
Veistu þá ekki? Hefir þú ekki heyrt? Drottinn er eilífur Guð, er skapað hefir endimörk jarðarinnar.
Hann þreytist ekki, hann lýist ekki, speki hans er órannsakanleg.
Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa.
Ungir menn þreytast og lýjast, og æskumenn hníga, en þeir, sem vona á Drottin, fá nýjan kraft,
þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.

Jesaja 40

Í Jesú nafni.Amen,amen,amen.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.