Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
4.3.2008 | 08:37
"Lítil bæn.
Verkin mín,Drottinn,þóknist þér, þau láttu alltaf takast mér, ávaxtasöm sé iðjan mín, yfir mér hvíli blessun þín.
3.3.2008 | 13:22
"Þegar hjarta mitt dó.
Vonin var horfin mér. Allt er ég sá,var dauði. Hjörtu mannanna var illska. 'Eg hataði manneskjur. Heimurinn mátti farast og allt er í henni bjó. 'Eg leitaði,en fann enga fró. Og einn daginn,hjarta mitt dó. Meðan ég þagði,tærðust bein mín, allan daginn...
3.3.2008 | 12:38
"Kvæði um spekina.
Spekin,hvar er hana að finna, og hvar á viskan heima? Enginn maður þekkir veginn til hennar, og hana er ekki að finna á landi lifenda. Undirdjúpið segir:,,'I mér er hún ekki!" Og hafið segir:,,Ekki er hún hjá mér!" Hún fæst ekki fyrir skíragull, og ekki...
2.3.2008 | 15:37
"Leiddu mína litlu hendi.
Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús,þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús,að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu, halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf,Jesús,vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag,þó...
2.3.2008 | 15:30
"Hönd í hönd.
Um lífsins veg, hönd í hönd, ég og Drottinn minn, þó fari ég um ókunn lönd, hann hjá mér alltaf finn. 'I amstri dags þó að Guð ég gleymi, hann man alltaf eftir mér, í hjarta mínu ávallt ég geymi, Drottinn,mynd af þér.
1.3.2008 | 12:22
Lítil bæn.
Frelsarinn góði,ljós mitt og líf, lífsins í stormum vertu mér hlíf. Láttu þitt auglit lýsa yfir mig, láttu mig aldrei skiljast við þig. Gjörðu mig fúsan,frelsari minn, fúsari að ganga krossferil þinn, fúsari að vinna verk fyrir þig. Vinurinn...
1.3.2008 | 12:17
"Sönn og rétt Guðsdýrkun!
Elskan sé flærðarlaus. Höfum andstyggð á hinu vonda,en höldum fast við hið góða. Sýnum hver öðrum bróðurkærleika og ástúð, og verum fyrri til að veita öðrum virðing. Verum ekki hálfvolgir í áhuganum, verum brennandi í andanum. Þjónum Drottni. verum glöð...
29.2.2008 | 13:13
"Bæn til þeirra er elska Jesú Krist.
'Eg bið þess,að við mættum fyllast þekkingu á vilja Guðs með allri speki og skilningi andans. Svo að við hegðum okkur eins og Drottni er samboðið, honum til þóknunar á allan hátt,og fáum borið ávöxt í öllum góðu verkum og vöxum að þekkingu á Guði. Mætti...
28.2.2008 | 15:49
"Alvæpni Guðs.
Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans. Klæðist alvæpni Guðs,til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. Því að baráttan,sem vér eigum í,er ekki við menn af holdi og blóði,heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs,við...
27.2.2008 | 19:31
"Sönn ást 2
Hvert er unnusti þinn genginn, þú hin fegursta meðal kvenna? Hvert hefur unnusti þinn farið, að vér megum leita hans með þér? -Unnusti minn gekk ofan í garð sinn, að balsambeðunum, til þess að skemmta sér í görðunum og til að týna liljur. 'Eg heyri...