Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Hinn fegursta rósin.

Hin fegursta rósin er fundin, og fagnaðarsæl komin stundin.

Er frelsarinn fæddist á jörðu hún fannst meðal þyrnanna hörðu.

Upp frá því oss saurgaði syndin og svívirt var Guðs orðin myndin

var heimur að hjálpræði snauður og hver einn í ranglæti dauður.

Þá skaparinn himinrós hreina í heiminum spretta lét eina,

vor gjörspilltan gróður að bæta og gera hana beiskjuna sæta.

Þú, rós mín, ert ró mínu geði, þú , rós mín, ert skart mitt og gleði.

Þú harmanna beiskju mér bætir, þú banvænar girndir upprætir.

Þótt heimur mig hamingju sneyði, þótt harðir mig þyrnarnir meiði.

Þótt hjartanu af hrellingu svíði, ég held þér, mín rós, og ei kvíði.

Í Jesú nafni blessaðu alla, Guð minn, sem lesa þetta með mér.

Amen.


"Lítil Bæn"

Hversu yndislegir eru bústaðir þínir, Drottinn hersveitanna,

sálu mín langaði til, já hún þráði forgarða Drottins.

Nú fagnar hjarta mitt og hold, fyrir hinum lifandi Guði.

Jafnvel fuglinn hefur fundið  hús, og svalan á sér hreiður,

þar sem hún leggur unga sína.

Ölturu þín, Drottinn hersveitanna, konungur minn,

Guð minn.

Sælir eru þeir sem búa í húsi þínu, þeir munu framvegis lofa þig.

Sælir eru þeir , sem finna styrkleik hjá þér,

er þeir fara í helgifarir í huga.

Þótt þeir fara gegnum táradalinn, breytir hann honum í vatnslindir,

og haustregnið hylur hann blessun.

Þeim eykst  kraftur kraftur á göngunni, hann birtist fyrir Guði á Zíon.

Drottinn, Guð hersveitanna, heyr bæn mína, hlýð til, þú Jakobs Guð.

Guð skjöldur vor, sjá, og lít á auglit þíns smurða.

Því að einn dagur í forgörðum þínum er betri en þúsund aðrir.

Heldur vil ég standa við þröskuldinn í húsi Guðs míns

en dvelja í tjöldum óguðlegra.

Því að Drottinn Guð er sól og skjöldur, náð og vegsemd veitir Drottinn.

Hann synjar þeim engra gæða, er ganga í grandvarleik.

Drottinn hersveitanna, sæll er sá maður, sem treystir þér.

Í Jesú nafni. Amen,amen,amen.


Hann mun vel fyrir sjá.

jesus

Treyst Drottni og gjör gott, iðka ráðvendni.

Þá munt þú gleðjast yfir Drottni og hann mun veita þér það sem hjarta þitt girnist.

Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.

Hann mun láta réttlæti þitt renna upp sem ljós, og rétt þinn sem hábjartan dag.

Drottinn þekkir daga ráðvandra, og arfleið þeirra varir að eilífu.

Á vondum tímum verða þeir ekki til skammar og á hallæristímum  hljóta þeir saðning.

Forðastu illt og gjörðu gott, þá muntu búa kyrr um aldur, því að Drottinn hefur mætur á

réttlæti og yfirgefur ekki sína guðhræddu.

Hjálp réttlátra kemur frá Drottni, hann er hæli þeirra á neyðartímum.

Drottinn liðsinnir þeim og bjargar þeim, bjargar þeim undan hinum óguðlegu og hjálpar

þeim, af því að þeir leituðu hælis hjá honum.

Drottinn, ég leita þín.

Drottinn ég vil lofa þig.

Drottinn, þú sem græddir alla auma menn,

sem á þig trúðu, Jesú minn,

en söm er líkn þín sífellt enn,

og samur enn er máttur þinn.

Því skal það einkaathvarf mitt,

í allri lífsins neyð og þrá,

til þín að hverfa og hjálpráð þitt

í heitri trú að kalla á.

Í Jesú nafni, bið ég nú,

að þú blessar alla þá sem biður með mér,

í trú.

Amen. 


Davíðs sálmur.

holy spirit cross and wings

Bíð róleg eftir Guði, sála mín, frá honum kemur hjálpræði mitt.

Hann einn er klettur minn og hjálpræði, háborg mín, ég verð eigi valtur á fótum.

Hversu lengi ætlið þér að ryðjast á einn mann, hversu lengi ætlið þér allir að myrða,

eins og á hallan vegg, eins og á hrynjandi múr.

Þeir ráðgast um það eitt, að steypa honum úr tign hans,

þeir hafa yndi af lygi.

Þeir blessa með munninum, en bölva í hjartanu.

Bíð róleg eftir Guði, sála mín, því að frá honum kemur von mín.

Hann einn er klettur minn og hjálpræði, háborg mín, ég verð eigi valtur á fótum.

Hjá Guði er hjálpræði mitt og vegsemd, minn örugga klett og hæli mitt hefi ég í Guði.

Treyst honum, allur þjóðsöfnuðurinn, úthellið hjörtum yðar fyrir honum.

Guð er vort hæli.

Hégóminn einn eru mennirnir, tál eru mannanna börn,

á metaskálunum lyftast þeir upp, einber hégómi eru þeir allir saman.

Treystið eigi ránfeng, og alið eigi fánýta von til rændra muna.

Þótt auðurinn vaxi, þá gefi því engan gaum.

Eitt sinn hefur Guð talað, tvisvar hefi ég heyrt það, hjá Guði er styrkleikur.

Já , hjá þér Drottinn er miskunn, því þú geldur sérhverjum eftir verkum hans.

Amen, í Jesús nafni.Amen.

Drottinn blessi þig sem les þetta með mér.


Bænin.

Faðir vor, þú sem ert á himni.

Helgist þitt nafn og tilkomi þitt ríki,

verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.

Gef oss í dag vort daglega brauð og fyrirgef oss vorar skuldir,

svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldum nautum.

Eigi leiðir þú oss í freistni, heldur frelsar þú oss frá illu.

Því að þitt er ríkið mátturinn og dýrðin að eilífu.

Amen, Í Jesú nafni, Amen.

Drottinn ég legg alla þá er hafa lent í einelti eða atkasti .

Ég bið að við mættum fyrirgefa þeim eins og þú fyrirgefur okkur.

Ég bið um þinn frið, þína náð og miskunn og þinn vilja inní allar þær sálir,

er hafa með slíkt að gera.

Fylltu hjörtu okkar með þinn kærleik fyrir alla menn.

Í Jesús heilaga nafni.Amen,amen,amen.


Tunga mín af hjarta ljóði.

Gegnum Jesú helgast hjarta

í himininn upp ég líta má,

Guðs míns ástar birtu bjarta

bæði fæ ég að reyna og sjá,

hryggðarmyrkrið sorgar svarta

sálu minni hverfur þá.                                                                                      H.Pétursson.


Bænin.

Drottinn á þessum sunnudegi, ég kem til þín,

sem kvittað hefur  fyrir brotin mín.

Ég kem sem þitt barn og ég bið í trú,

að blessun mér veitir þú.

Þú gafst mér þitt hold, þú gafst mér þitt blóð,

því geng ég á rósum prýdda slóð,

ég hjá þér sannan fögnuð finn,

þú frelsari og drottinn minn.

Ég finn, að náð þín frelsar mig,

minn frelsari ég elska þig.

Í Jesú nafni, Amen,amen.


Hver er sannleikurinn.

Sannleika kóngsins raust,

 þarf að elska hræsnislaust.

Því slægð og lýgi  hatar hann,

hreinhjörtuðum miskunnar hann.

Ef þú, mín sál,villt vera í Guði glödd,

girnist að heyra konungsins rödd,

gættu þá mjög hér,

hvað boða Drottins þjónar þér.

Þeirra kenning röddinn hans er.


Kvöldbænin.

Þessi dagur nú úti er, en náttar tíð að höndum fer.

Jesús minn góður, ég gef mig þér, gættu nú enn í nótt að mér.

Ég geng til náða nú, bið þig faðir, mig geymir þú.

Vertu Drottinn mínu hvílu hjá, vak þú og að mér gá.

Rúmið mitt og sængin mín, sé önnur mjúka höndin þín,

en aðra breið þú ofan á mig,  er mér þá svefnin vær og hlý.

Blessa þú Drottinn, bæ og lýð, blessa oss nú og alla tíð.

Drottinn við treystum á þig.

Í Jesú nafni bið ég nú, blessa þú er biður nú.

í Jesú nafni.

Amen.


Lítil bæn.

Á þig, Jesú Krist, ég kalla.

Auk mér kraft, auk mér trú, bið ég þig.

Hjálpa þú mér, ævi mína alla,

svo haldi ég mína tryggð við þig.

Guð minn, þú ert skjól mitt og skjöldur, háborg mín,

minn sterki turn.

Hjá þér leita ég hælis.

Í Jesús nafni. Amen,amen.

Drottinn blessa þú alla er biðja með mér þessa bæn.

Í Jesú nafni. Amen.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.