Knúin af andanum. Hugleiðingar og þakklæti.

 


Að íhuga þín orð.

  Ég tek bók bókanna, og et hana sem hunang væri.

Og ég verð ekki södd, vil meir.

Hunangið sem þú gafst mér, sem var ætlað mér.

Og þú opnar eyru mín svo djúpt, að augu mín fá sjón.

Sjón sem skyggnir inn í leyndardóma þína,

 eins mikið og ég þoli.

Leyndardóma sem aðeins þú getur opinberað.

Og þú gerir það.

Þá tekur þinn heilagi andi og lyftir mér upp ,

ég fer i himneska vímu .

Líkami minn þagnar,

og holdið þegir,

  andinn  minn og sál fagna.

Viska þín gerir mig sterka,

nærvera þín gerir mig kraftmikla.

Þú umvefur mig, í andanum þínum.

Ég fæ að sjá dýpt kærleika þíns, 

að skilja ást þína.

Ástina sem þú berð fyrir börnin þín,

og kærleika sem þú hefur fyrir alla þá,

sem ekki vilja.

Svo sterkt grípur ástin míg, að ég er ástfangin.

 Þetta gerir hinn heilagi.

Þetta er það sem menn, konur og börn hafna, Drottinn Jesus Krist .

Sá sem gefur mér allt þetta og svo miklu meir en það,

sá sem einnig vill gefa þér hið sama og miklu meir en það.

 

Ef þú ert enn að lesa, þá vil ég biðja fyrir þér.

Þetta er gjöf til þin.

Að þú  leitar hans af öllu hjarta , huga og sál,

allri þinni eigin mætti og að þú takir við þeim orðum

sem spámennirnir vitnaði um, og postularnir opinberuðu ,

og nú einnig ég sem prófað hefur hans orð, og ber þess vitni,

að það er satt.

veitir hann þér þessa gjöf og meir en það.

 Ég bið i hans nafni. Í Jesus Krists nafni.

Amen.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband