Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Mæður.

Mig langar þetta kvöld, og andinn knýr mig áfram, að biðja fyrir þér .

Þið vitið að margar konur hafa og eru að fæða börn , núna, á þessari stundu fæðist sál inní heim þennan.

 Við vitum öll að þótt svo margar sálar eru að fæðast þessa stundina, þá eru samt svo fáar mæður, svo margar sálir sem í raun eru án foreldra, mömmu.

Eins fáar og mæðurnar eru , þá eru feðurnir færri. Sorglegt.

Þvi vil ég benda mér á og þeim mæðrum, sem lesa þetta,

hve þakklát ég má vera fyrir að hafa fengið þá náð, að getað alið upp barnið mitt,

að geta haft hann hjá mér alltaf. Mér hefur fundist það sjálfsagt. En veit í raun er það mikil náð og blessun. Miða við heim okkar i dag.

Því vil ég biðja fyrir öllum mæðrum þarna úti i þessum stóra heim,

 

  Drottinn Guð gefi okkur styrk til að vera þær mæður sem börn okkar þarfnast,

Að við verðum sá mæður sem Drottinn sjálfur væri stoltur og ástfangin af.

Og að við sem erum mæður erum einnig börn, sú börn sem Faðirinn á himni elskar og er hreykin af,

Að við séum þær konur sem við vorum skapaðar til að vera.

Ég bið að þú Drottinn vor, gefi okkur þá visku , styrk og skilning.

  Að þú yfirfyllir hjörtu vor i kærleika þínum, því kærleikurinn sigrar allt.

Ég bið þessa bæn i Jesus Krists nafni.

Amen.


Bænarbókin

Faðir vor.

Þú sem ert á himnum.Helgist þitt nafn, og tilkomi þitt ríki.

Verði Þinn vilji svo á jörðu sem á himni.

Gef okkur i dag vort daglega brauð.

Fyrirgef okkur  svo sem og við fyrirgefum öðrum.

 Því ekki leiðir þú okkur í freistni, heldur frelsar þú okkur frá illu.

Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin, að eilífu.

 Í Jesus nafni.

Amen .

Abba. Takk fyrir þá sem lesa þessa bæn.

 

Ég bið að þú sem lest þessa bæn, öðlist það er hjarta þitt þráir eftir vilja hans, ég bið að hann blessi þig og alla þína sem Guð hefur sett í hjarta þitt og þác_users_arabina_pictures_holy_spirit5_1036243.jpg sem á vegi þínum verður.

Megi ljós föðurins lýsa í þér og dýrð hans skína ikríngum þig.

Ég bið í Jesus Krists nafni.

Amen. 


Knúin af andanum. Hugleiðingar og þakklæti.

 


Að íhuga þín orð.

  Ég tek bók bókanna, og et hana sem hunang væri.

Og ég verð ekki södd, vil meir.

Hunangið sem þú gafst mér, sem var ætlað mér.

Og þú opnar eyru mín svo djúpt, að augu mín fá sjón.

Sjón sem skyggnir inn í leyndardóma þína,

 eins mikið og ég þoli.

Leyndardóma sem aðeins þú getur opinberað.

Og þú gerir það.

Þá tekur þinn heilagi andi og lyftir mér upp ,

ég fer i himneska vímu .

Líkami minn þagnar,

og holdið þegir,

  andinn  minn og sál fagna.

Viska þín gerir mig sterka,

nærvera þín gerir mig kraftmikla.

Þú umvefur mig, í andanum þínum.

Ég fæ að sjá dýpt kærleika þíns, 

að skilja ást þína.

Ástina sem þú berð fyrir börnin þín,

og kærleika sem þú hefur fyrir alla þá,

sem ekki vilja.

Svo sterkt grípur ástin míg, að ég er ástfangin.

 Þetta gerir hinn heilagi.

Þetta er það sem menn, konur og börn hafna, Drottinn Jesus Krist .

Sá sem gefur mér allt þetta og svo miklu meir en það,

sá sem einnig vill gefa þér hið sama og miklu meir en það.

 

Ef þú ert enn að lesa, þá vil ég biðja fyrir þér.

Þetta er gjöf til þin.

Að þú  leitar hans af öllu hjarta , huga og sál,

allri þinni eigin mætti og að þú takir við þeim orðum

sem spámennirnir vitnaði um, og postularnir opinberuðu ,

og nú einnig ég sem prófað hefur hans orð, og ber þess vitni,

að það er satt.

veitir hann þér þessa gjöf og meir en það.

 Ég bið i hans nafni. Í Jesus Krists nafni.

Amen.

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband